Brimborg lækkar verð á rafbílnum Volvo EX30 Brimborg 14. júní 2024 08:31 Brimborg hefur náð samningum við Volvo Cars um verulega verðlækkun á Volvo EX30 rafbílum á lager. Brimborg hefur náð samkomulagi við Volvo Cars um verðlækkun á Volvo EX30 rafbílnum, næst vinsælasta rafbílnum á Íslandi, sem meðal annars innifelur þriggja ára þjónustu og viðhald. Volvo Cars býður nú lífsferilsgreiningu fyrir Volvo EX30 og Brimborg birtir á verðlista, fyrst bílaumboða á Íslandi, upplýsingar um losun yfir líftíma bílsins. Jafnframt hefur bílaframleiðandinn opnað rafhlöðusetur í Gautaborg sem tekur við og endurvinnur rafhlöður í samræmi við kröfur hringrásarhagkerfisins, sem dregur úr losun, minnkar umhverfisáhrif og lækkar verð á rafhlöðum og sellum. Volvo EX30 rafbíllinn lækkar í verði og þjónusta og viðhald innifalið í 3 ár Brimborg hefur náð samningum við Volvo Cars um verulega verðlækkun á Volvo EX30 rafbílum á lager. Takmarkað magn er í boði og nemur verðlækkunin allt að 700.000 kr. Þegar rafbílastyrkur að upphæð 900.000 kr. frá Orkusjóði fyrir árið 2024 er tekinn með í reikninginn kostar ódýrasta útgáfan aðeins 5.390.000 kr. og fjórhjóladrifsútgáfan er frá 6.790.000 kr. Þjónustu- og viðhaldskostnaður í 3 ár eða að 100.000 km, hvort sem kemur á undan, er innifalinn í verðinu, auk þess sem bíllinn er með 5 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ríflega 50% lægri aksturskostnaður Rafbílar eru einstaklega hagkvæmir í rekstri, sérstaklega á Íslandi, jafnvel að teknu tilliti til kílómetragjaldsins. Rafmótorinn nýtir orkuna vel og notar því litla orku til að knýja bílinn. Einsdrifsútgáfan af Volvo EX30 eyðir aðeins 16,7 kWh / 100 km og fjórhjóladrifsútgáfan 17,5 kWh / 100 km samkvæmt WLTP staðli. Íslensk græn orka er á hagstæðu verði og með því að hlaða heima eða á vinnustað er hægt að spara háar fjárhæðir árlega. Þetta gerir það að verkum að aksturskostnaður per km með kílómetragjaldi er um 50% lægri á rafbíl en á sambærilegum bensínbíl. Þjónustu- og viðhaldskostnaður er einnig innifalinn, sem eykur muninn enn frekar Volvo rafbílnum í hag. Volvo Cars opnar rafhlöðusetur í Gautaborg og býður lífsferilsgreiningu fyrir rafbíla Volvo Cars hefur svarað umræðu um endingu rafhlaða, uppruna hráefna, umhverfis- og losunaráhrif þeirra og endurvinnslu við lok líftíma með tveimur lykilaðgerðum. Í fyrsta lagi hefur fyrirtækið opnað rafhlöðusetur í Gautaborg sem innleiddi skilaferla fyrir rafhlöður og einstakar sellur til endurvinnslu. Þetta gerir Volvo Cars kleift að endurnýta eða endurnota allt að 95% af rafhlöðum í sínum bílum. Þetta lækkar kostnað á rafhlöðum og sellum fyrir nýja og eldri bíla. Brimborg hefur nýtt sér þetta skilaferli með góðum árangri. Í öðru lagi hefur Volvo Cars gefið út lífsferilsgreiningu (Life Cycle Assessment, LCA) sem sýnir losun yfir líftíma bílsins sem meðal annars eru mikilvægar upplýsingar til að meta losun fyrirtækja í umfangi 3. Niðurstöður sýna að rafbíllinn losar um helmingi minna en sambærilegur bensínbíll ef notuð er endurnýjanleg orka, eins og á Íslandi. Brimborg birtir þessar upplýsingar á verðlista sínum fyrst bílaumboða. Aðferðafræðin sem notuð er byggir á ISO 14067 staðlinum og horfir til losunar gróðurhúsalofttegunda (e. Greenhouse Gases, GHG) og hlýnunaráhrifa á heimsvísu (e. Global Warming Potential, GWP) og þar er miðað við 200.000 km akstur á líftíma bílsins sem gæti jafngilt um 14 ára líftíma meðal fólksbíls á Íslandi. Skýrslan reiknar út losun miðað við þrjár tilteknar sviðsmyndir um orkusamsetningu raforkukerfis en hér á Íslandi dugir að miða við eina sviðsmynd sem byggir á 100% endurnýjanlegri orku. Margvíslegar aðrar forsendur eru gefnar við þessa útreikninga og hægt er að kynna sér í lífsferilsgreiningarskýrslunni á vef Volvo Cars. Brimborg í forystu bílaumboða í sjálfbærni Brimborg leggur mikla áherslu á sjálfbærni í rekstri sínum og styður sjálfbærniáherslur Volvo Cars. Félagið var fyrst bílaumboða að birta sjálfbærniskýrslur og upplýsingar í samræmi við ESB flokkunarreglugerðina til að tryggja örugga upplýsingagjöf um grænar fjárfestingar til varnar gegn grænþvotti. Umhverfisleg sjálfbærni í verki Brimborg sýnir sjálfbærni í verki með því að rafbílavæða flota sinn með hreinum rafbílum. Nú eru 43,8% fólksbílaflota félagsins í almennum rekstri, 22,8% bílaleiguflotans og 60,6% sendibílaflotans rafknúinn. Brimborg tekur hringrásarhagkerfið alvarlega með því að flokka og endurvinna 94,5% af ríflega 500 tonnum af úrgangi á árinu 2023. Úrval Volvo EX30 bíla á lager og bílar til reynsluaksturs Brimborg býður upp á gott úrval Volvo EX30 rafbíla á lager og til sýnis í sýningarsal og reynsluaksturs. Einnig er hægt að skoða bílana í vefsýningarsal á vef Brimborgar og þar er hægt að velja bíl. Samandregið er Volvo EX30 nú á lægra verði með innifalinni þjónustu og viðhaldi í 3 ár. Þetta ásamt lægri aksturskostnaði, endurvinnslu rafhlaða og sjálfbærniáherslum gerir EX30 að einstökum kosti fyrir bílakaupendur sem leggja mikið upp úr sjálfbærni. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Volvo Cars býður nú lífsferilsgreiningu fyrir Volvo EX30 og Brimborg birtir á verðlista, fyrst bílaumboða á Íslandi, upplýsingar um losun yfir líftíma bílsins. Jafnframt hefur bílaframleiðandinn opnað rafhlöðusetur í Gautaborg sem tekur við og endurvinnur rafhlöður í samræmi við kröfur hringrásarhagkerfisins, sem dregur úr losun, minnkar umhverfisáhrif og lækkar verð á rafhlöðum og sellum. Volvo EX30 rafbíllinn lækkar í verði og þjónusta og viðhald innifalið í 3 ár Brimborg hefur náð samningum við Volvo Cars um verulega verðlækkun á Volvo EX30 rafbílum á lager. Takmarkað magn er í boði og nemur verðlækkunin allt að 700.000 kr. Þegar rafbílastyrkur að upphæð 900.000 kr. frá Orkusjóði fyrir árið 2024 er tekinn með í reikninginn kostar ódýrasta útgáfan aðeins 5.390.000 kr. og fjórhjóladrifsútgáfan er frá 6.790.000 kr. Þjónustu- og viðhaldskostnaður í 3 ár eða að 100.000 km, hvort sem kemur á undan, er innifalinn í verðinu, auk þess sem bíllinn er með 5 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ríflega 50% lægri aksturskostnaður Rafbílar eru einstaklega hagkvæmir í rekstri, sérstaklega á Íslandi, jafnvel að teknu tilliti til kílómetragjaldsins. Rafmótorinn nýtir orkuna vel og notar því litla orku til að knýja bílinn. Einsdrifsútgáfan af Volvo EX30 eyðir aðeins 16,7 kWh / 100 km og fjórhjóladrifsútgáfan 17,5 kWh / 100 km samkvæmt WLTP staðli. Íslensk græn orka er á hagstæðu verði og með því að hlaða heima eða á vinnustað er hægt að spara háar fjárhæðir árlega. Þetta gerir það að verkum að aksturskostnaður per km með kílómetragjaldi er um 50% lægri á rafbíl en á sambærilegum bensínbíl. Þjónustu- og viðhaldskostnaður er einnig innifalinn, sem eykur muninn enn frekar Volvo rafbílnum í hag. Volvo Cars opnar rafhlöðusetur í Gautaborg og býður lífsferilsgreiningu fyrir rafbíla Volvo Cars hefur svarað umræðu um endingu rafhlaða, uppruna hráefna, umhverfis- og losunaráhrif þeirra og endurvinnslu við lok líftíma með tveimur lykilaðgerðum. Í fyrsta lagi hefur fyrirtækið opnað rafhlöðusetur í Gautaborg sem innleiddi skilaferla fyrir rafhlöður og einstakar sellur til endurvinnslu. Þetta gerir Volvo Cars kleift að endurnýta eða endurnota allt að 95% af rafhlöðum í sínum bílum. Þetta lækkar kostnað á rafhlöðum og sellum fyrir nýja og eldri bíla. Brimborg hefur nýtt sér þetta skilaferli með góðum árangri. Í öðru lagi hefur Volvo Cars gefið út lífsferilsgreiningu (Life Cycle Assessment, LCA) sem sýnir losun yfir líftíma bílsins sem meðal annars eru mikilvægar upplýsingar til að meta losun fyrirtækja í umfangi 3. Niðurstöður sýna að rafbíllinn losar um helmingi minna en sambærilegur bensínbíll ef notuð er endurnýjanleg orka, eins og á Íslandi. Brimborg birtir þessar upplýsingar á verðlista sínum fyrst bílaumboða. Aðferðafræðin sem notuð er byggir á ISO 14067 staðlinum og horfir til losunar gróðurhúsalofttegunda (e. Greenhouse Gases, GHG) og hlýnunaráhrifa á heimsvísu (e. Global Warming Potential, GWP) og þar er miðað við 200.000 km akstur á líftíma bílsins sem gæti jafngilt um 14 ára líftíma meðal fólksbíls á Íslandi. Skýrslan reiknar út losun miðað við þrjár tilteknar sviðsmyndir um orkusamsetningu raforkukerfis en hér á Íslandi dugir að miða við eina sviðsmynd sem byggir á 100% endurnýjanlegri orku. Margvíslegar aðrar forsendur eru gefnar við þessa útreikninga og hægt er að kynna sér í lífsferilsgreiningarskýrslunni á vef Volvo Cars. Brimborg í forystu bílaumboða í sjálfbærni Brimborg leggur mikla áherslu á sjálfbærni í rekstri sínum og styður sjálfbærniáherslur Volvo Cars. Félagið var fyrst bílaumboða að birta sjálfbærniskýrslur og upplýsingar í samræmi við ESB flokkunarreglugerðina til að tryggja örugga upplýsingagjöf um grænar fjárfestingar til varnar gegn grænþvotti. Umhverfisleg sjálfbærni í verki Brimborg sýnir sjálfbærni í verki með því að rafbílavæða flota sinn með hreinum rafbílum. Nú eru 43,8% fólksbílaflota félagsins í almennum rekstri, 22,8% bílaleiguflotans og 60,6% sendibílaflotans rafknúinn. Brimborg tekur hringrásarhagkerfið alvarlega með því að flokka og endurvinna 94,5% af ríflega 500 tonnum af úrgangi á árinu 2023. Úrval Volvo EX30 bíla á lager og bílar til reynsluaksturs Brimborg býður upp á gott úrval Volvo EX30 rafbíla á lager og til sýnis í sýningarsal og reynsluaksturs. Einnig er hægt að skoða bílana í vefsýningarsal á vef Brimborgar og þar er hægt að velja bíl. Samandregið er Volvo EX30 nú á lægra verði með innifalinni þjónustu og viðhaldi í 3 ár. Þetta ásamt lægri aksturskostnaði, endurvinnslu rafhlaða og sjálfbærniáherslum gerir EX30 að einstökum kosti fyrir bílakaupendur sem leggja mikið upp úr sjálfbærni.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira