Á fasteignavef Vísis kemur fram að húsið hafi verið byggt árið 1911 og eigi sér mikla sögu. Í húsinu var lengi vel reykhús, einnig var það fyrsta aðsetur Ríkisútvarpsins a Akureyri, hljóðver og Lions hreyfingin var með aðsetur í húsinu fyrir fundi og samkomuhalds. Síðar var húsið breytt í íbúðarhúsnæði og endurnýjað að miklu leiti.
Húsið er 139 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Eignin er að hluta til undir súð og er því stærra en birtir fermetrar, um 165 fermetrar að gólffleti. Samtals eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi.

