Verkjamóttakan hafi dregið verulega úr morfínlyfjanotkun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júní 2024 10:16 Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi, til vinstri. Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnenda Prescriby og Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar. Prescriby Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi, segir að verkjamóttaka heilsugæslunnar hafi dregið úr notkun opíóðalyfja hjá skjólstæðingum heilsugæslunnar um 30 prósent. Verkjamóttakan hóf göngu sína í október í fyrra. Í febrúar hóf íslenska sprotafyrirtækið Prescriby, í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, að bjóða upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar Urðarhvarfi, ræddi verkjamóttökuna í Bítinu á Bylgjunni. Hún segir móttökuna einmitt hafa verið ætlað að sporna gegn ópíóðanotkun. „Fólk gat endurnýjað öll lyfin sín á Heilsuveru, og þar voru morfínlyfin engin undantekning. Fólk gat beðið um sín morfín-lyf trekk í trekk. Þá er mikið að gera og allir vilja gera allt fyrir sjúklinginn,“ segir Linda og bætir við að hugmyndin hafi verið að stoppa það ferli til að grípa fyrr inn í. Verkjamóttakan bjóði upp á frekari skoðun, myndrannsóknir og leiðir til að stilla verkina. „Þarna er kominn aðgerðarlisti yfir það sem hægt er að velja fyrir fólk. Sálfræðingar gerðu sínar meðferðir og síðan erum við að vísa fólki á allskyns staði sem eru að sinna verkjum, eins og bakskólann, Janus endurhæfingu, hreyfiseðla hjá sjúkraþjálfurum og ýmislegt. Síðan förum við yfir verkjalyfjanotkunina, því við vitum að ópíóðalyfjanotkun hefur mjög slæm langtímaáhrif.“ Taugarnar verða næmari og kalla á meiri notkun. „Morfínlyfin voru alltaf hugsuð sem neyðarlyf, við skyndilegum og miklum verkjum. Eftir aðgerðir, eða í stórum slysum notar maður auðvitað morfín ef fólk er illa slasað. En þau eru ekki ætluð til langtímanotkunar, vegna þess að þau eru svo ávanabindandi. Hér á Íslandi erum við meistarar meðal Norðurlanda í notkun þessara lyfja,“ segir Linda. Hún segir árangurinn áberandi. „Við erum að telja skjólstæðinga sem fá endurnýjun lyfja. Notendum er búið að fækka alveg um 30 prósent. Þannig við þurftum greinilega ekki alveg svona mikið.“ Lyf Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Verkjamóttakan hóf göngu sína í október í fyrra. Í febrúar hóf íslenska sprotafyrirtækið Prescriby, í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, að bjóða upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar Urðarhvarfi, ræddi verkjamóttökuna í Bítinu á Bylgjunni. Hún segir móttökuna einmitt hafa verið ætlað að sporna gegn ópíóðanotkun. „Fólk gat endurnýjað öll lyfin sín á Heilsuveru, og þar voru morfínlyfin engin undantekning. Fólk gat beðið um sín morfín-lyf trekk í trekk. Þá er mikið að gera og allir vilja gera allt fyrir sjúklinginn,“ segir Linda og bætir við að hugmyndin hafi verið að stoppa það ferli til að grípa fyrr inn í. Verkjamóttakan bjóði upp á frekari skoðun, myndrannsóknir og leiðir til að stilla verkina. „Þarna er kominn aðgerðarlisti yfir það sem hægt er að velja fyrir fólk. Sálfræðingar gerðu sínar meðferðir og síðan erum við að vísa fólki á allskyns staði sem eru að sinna verkjum, eins og bakskólann, Janus endurhæfingu, hreyfiseðla hjá sjúkraþjálfurum og ýmislegt. Síðan förum við yfir verkjalyfjanotkunina, því við vitum að ópíóðalyfjanotkun hefur mjög slæm langtímaáhrif.“ Taugarnar verða næmari og kalla á meiri notkun. „Morfínlyfin voru alltaf hugsuð sem neyðarlyf, við skyndilegum og miklum verkjum. Eftir aðgerðir, eða í stórum slysum notar maður auðvitað morfín ef fólk er illa slasað. En þau eru ekki ætluð til langtímanotkunar, vegna þess að þau eru svo ávanabindandi. Hér á Íslandi erum við meistarar meðal Norðurlanda í notkun þessara lyfja,“ segir Linda. Hún segir árangurinn áberandi. „Við erum að telja skjólstæðinga sem fá endurnýjun lyfja. Notendum er búið að fækka alveg um 30 prósent. Þannig við þurftum greinilega ekki alveg svona mikið.“
Lyf Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira