Tólf ára drengir sekir um morð á nítján ára gömlum manni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2024 22:28 Ekki fást neinar frekar upplýsingar um drengina tvo sökum þess hve ungir þeir eru. Getty Tveir tólf ára drengir hafa verið fundnir sekir um að hafa stungið nítján ára gamlan mann til bana í almenningsgarði í bænum Wolverhampton í Bretlandi í nóvember í fyrra. Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestur-Miðhéruðum segir að drengirnir tveir hafi veist að hinum nítján ára gamla Shawn Seesahai þegar hann gekk ásamt vini sínum í almenningsgarði. Seesahai átti rætur að rekja til eyjarinnar Angvilla í Karíbahafi og var tímabundið búsettur í Bretlandi til að gangast undir aðgerð á augum þegar hann varð fyrir árásinni. Fram kemur að drengirnir tveir hafi veist að Seesahai, kýlt hann og sparkað í hann svo hann datt í jörðina. Þá hafi þeir stappað á honum og stungið með 42 sentímetra langri sveðju. Að auki hafi þeir skorið í fætur hans með sveðjunni. Stungusárið sem varð honum að bana hafi tuttugu sentímetra djúpt. Þá segir að vinur Seesahai hafi komist undan og flúið af vettvangi meðan drengirnir réðust á Seesahai. Kenndu hvorum öðrum um Í frétt Sky News um málið segir að maðurinn hafi ekkert gert til að ógna drengjunum, þeir hafi veist að honum án nokkurrar ástæðu. Drengirnir neituðu báðir sök fyrir dómi og kenndu hvorum öðrum um. Þeir sögðu báðir að kveikjan að átökunum hefði verið sú að Seesahai hefði beðið þá um að færa sig af bekk sem þeir sátu á, en atburðarásinni lýstu þeir hvor á sinn hátt fyrir dómi og sögðust hvorugir hafa stungið manninn. Annar drengjanna játaði þó að hafa haft morðvopnið í fórum sínum. Hann sagðist hafa farið með sveiðjuna heim til sín og þrifið hana með klór vegna þess að það hefði hann séð gert í tónlistarmyndbandi. Eins og áður segir úrskurðuðu saksóknarar báða drengina seka um verknaðinn. Drengirnir hafa verið í haldi síðan þeir frömdu árásina og eru sagðir yngstu hnífamorðingjar Bretlandssögunnar í 31 ár, síðan tveir ellefu ára drengir voru fundnir sekir um morð á tveggja ára gömlu barni. Erlend sakamál Bretland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestur-Miðhéruðum segir að drengirnir tveir hafi veist að hinum nítján ára gamla Shawn Seesahai þegar hann gekk ásamt vini sínum í almenningsgarði. Seesahai átti rætur að rekja til eyjarinnar Angvilla í Karíbahafi og var tímabundið búsettur í Bretlandi til að gangast undir aðgerð á augum þegar hann varð fyrir árásinni. Fram kemur að drengirnir tveir hafi veist að Seesahai, kýlt hann og sparkað í hann svo hann datt í jörðina. Þá hafi þeir stappað á honum og stungið með 42 sentímetra langri sveðju. Að auki hafi þeir skorið í fætur hans með sveðjunni. Stungusárið sem varð honum að bana hafi tuttugu sentímetra djúpt. Þá segir að vinur Seesahai hafi komist undan og flúið af vettvangi meðan drengirnir réðust á Seesahai. Kenndu hvorum öðrum um Í frétt Sky News um málið segir að maðurinn hafi ekkert gert til að ógna drengjunum, þeir hafi veist að honum án nokkurrar ástæðu. Drengirnir neituðu báðir sök fyrir dómi og kenndu hvorum öðrum um. Þeir sögðu báðir að kveikjan að átökunum hefði verið sú að Seesahai hefði beðið þá um að færa sig af bekk sem þeir sátu á, en atburðarásinni lýstu þeir hvor á sinn hátt fyrir dómi og sögðust hvorugir hafa stungið manninn. Annar drengjanna játaði þó að hafa haft morðvopnið í fórum sínum. Hann sagðist hafa farið með sveiðjuna heim til sín og þrifið hana með klór vegna þess að það hefði hann séð gert í tónlistarmyndbandi. Eins og áður segir úrskurðuðu saksóknarar báða drengina seka um verknaðinn. Drengirnir hafa verið í haldi síðan þeir frömdu árásina og eru sagðir yngstu hnífamorðingjar Bretlandssögunnar í 31 ár, síðan tveir ellefu ára drengir voru fundnir sekir um morð á tveggja ára gömlu barni.
Erlend sakamál Bretland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira