Kyrrstöðuverðbólga Jón Ingi Hákonarson skrifar 10. júní 2024 11:30 Að kæla hagkerfið, að ná niður verðbólgu og vöxtum hefur verið verkefni Seðlabankans undanfarin ár. Leiðin til þess hefur verið að hækka stýrivexti til að þrengja að ráðstöfunarfé þeirra Íslendinga sem skulda. Stærsti hluti þessa hóps er ungt fólk og millistéttin. Ungt fólk sem nýkomið er út á fasteignamarkaðinn og skuldar stóran hluta í fasteign sinni. Hátt vaxtastig kemur líka niður á skuldugum fyrirtækjum. Veitingastaðir eru t.d. margir hverjir skuldugir og þurfa að greiða töluverðan hluta tekna sinna í vexti. Einu leiðir þeirra eru að hækka verð og/eða segja upp fólki þar sem þau hafa takmarkaða getu til að auka veltu og sölu. Allan þennan tíma hefur verið lögð áhersla á fjölgun ferðamanna sem halda uppi neyslu í samfélaginu. Áhrif peningastefnunnar nær einungis til fólks með fasteignaláns. Það á að greiða lausnargjaldið til að ná okkur út úr klandrinu. Á sama tíma flytjum við inn ferðafólk til að halda uppi neyslunni. Nú er svo komið að fleiri veitingastaðir fara í gjaldþrot en í Covid, verðbólgan virðist ætla að verða þrálát með háu vaxtastigi, hagvöxtur minnkar, eftirspurn eftir húsnæði þrýstir húsnæðisverði upp, ferðamönnum fækkar vegna dýrtíðar. Það lítur út fyrir það að við séum að sigla inn í ástand verðbólgu og stöðnunar, sem á ensku kallast stagflation. Við höfum á undanförnum árum búið við þenslu og holan hagvöxt. Það þarf lítið til að setja allt á hliðina. Bankahrunið kenndi okkur það að hraður vöxtur án nægilegrar fjárfestingar í innviðum sem styður við vöxtinn skapar viðkvæmt ástand. Það eru vonbrigði að Seðlabankastjóri skuli telja að heilbrigð fjárfesting í íbúðarhúsnæði muni ógna stöðugleikanum. Það ber öll merki þess að þar tali ráðþrota embættismaður. Aukið framboð nýrra íbúða mun flýta fyrir jafnvægi á fasteignamarkaði. Það að vilja halda framkvæmdum niðri er skammsýni þar sem of mikil hækkun á fasteignamarkaði keyrir verðbólguna áfram. Höfuðvandinn er krónan. Í dag er hún of hátt verðlögð og dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og veldur hér dýrtíð og samdrætti. Eftir einhvern tíma þarf að leiðrétta það með handafli og skapar það enn eina sveifluna. Peningastefnan og efnahagsstefnan hafa ekki talast við í langan tíma. Auðvitað hefur það afleiðingar. Reikningurinn hefur verið sendur til ungs fólks og millistéttarinnar. Sú gjaldtaka er bæði ósanngjörn og óskynsamleg. Hún er ósanngjörn því verið er að refsa því fólki sem minnst hefur áhrif á þensluna og minnstu getuna til að standa undir þessum byrðum. Hún er óskynsamleg þar sem hún hefur í raun miklu minni áhrif en margir telja. Þeir sem skulda lítið sem ekkert í íslenskum krónum bera engar byrðar og geta áfram aukið neyslu sína. Það sama má segja um erlenda gesti sem hingað koma og halda uppi neyslustiginu. Það að þrengja að getu millistéttarinnar og barnafjölskyldna til að hafa í sig á en hvetja síðan aðra hópa til að halda uppi neyslunni er í mínum huga klikkun. Niðurstaðan er líka að stefna í kyrrstöðuverðbólgu (e. stagflation) sem er heimatilbúin klikkun. Sjö ára kyrrstöðupólitík endar í kyrrstöðuverðbólgu. Eða áttum við von á einhverju öðru? Eina leiðin út úr þessu er lækkun vaxta til að hleypa súrefni í byggingageirann. Það mun valda tímabundinni þenslu en jafnvægi mun nást. Það er ljóst að yfirmenn peningamála þora ekki að taka af skarið. Það er slæmt. Framtíðarlausnin er að taka hér upp evru og tryggja varanlega samkeppnisfærni, raunverulegan stöðugleika og minnka þá gríðarlegur sóun sem krónukerfið veldur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Efnahagsmál Viðreisn Veitingastaðir Fasteignamarkaður Seðlabankinn Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Að kæla hagkerfið, að ná niður verðbólgu og vöxtum hefur verið verkefni Seðlabankans undanfarin ár. Leiðin til þess hefur verið að hækka stýrivexti til að þrengja að ráðstöfunarfé þeirra Íslendinga sem skulda. Stærsti hluti þessa hóps er ungt fólk og millistéttin. Ungt fólk sem nýkomið er út á fasteignamarkaðinn og skuldar stóran hluta í fasteign sinni. Hátt vaxtastig kemur líka niður á skuldugum fyrirtækjum. Veitingastaðir eru t.d. margir hverjir skuldugir og þurfa að greiða töluverðan hluta tekna sinna í vexti. Einu leiðir þeirra eru að hækka verð og/eða segja upp fólki þar sem þau hafa takmarkaða getu til að auka veltu og sölu. Allan þennan tíma hefur verið lögð áhersla á fjölgun ferðamanna sem halda uppi neyslu í samfélaginu. Áhrif peningastefnunnar nær einungis til fólks með fasteignaláns. Það á að greiða lausnargjaldið til að ná okkur út úr klandrinu. Á sama tíma flytjum við inn ferðafólk til að halda uppi neyslunni. Nú er svo komið að fleiri veitingastaðir fara í gjaldþrot en í Covid, verðbólgan virðist ætla að verða þrálát með háu vaxtastigi, hagvöxtur minnkar, eftirspurn eftir húsnæði þrýstir húsnæðisverði upp, ferðamönnum fækkar vegna dýrtíðar. Það lítur út fyrir það að við séum að sigla inn í ástand verðbólgu og stöðnunar, sem á ensku kallast stagflation. Við höfum á undanförnum árum búið við þenslu og holan hagvöxt. Það þarf lítið til að setja allt á hliðina. Bankahrunið kenndi okkur það að hraður vöxtur án nægilegrar fjárfestingar í innviðum sem styður við vöxtinn skapar viðkvæmt ástand. Það eru vonbrigði að Seðlabankastjóri skuli telja að heilbrigð fjárfesting í íbúðarhúsnæði muni ógna stöðugleikanum. Það ber öll merki þess að þar tali ráðþrota embættismaður. Aukið framboð nýrra íbúða mun flýta fyrir jafnvægi á fasteignamarkaði. Það að vilja halda framkvæmdum niðri er skammsýni þar sem of mikil hækkun á fasteignamarkaði keyrir verðbólguna áfram. Höfuðvandinn er krónan. Í dag er hún of hátt verðlögð og dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og veldur hér dýrtíð og samdrætti. Eftir einhvern tíma þarf að leiðrétta það með handafli og skapar það enn eina sveifluna. Peningastefnan og efnahagsstefnan hafa ekki talast við í langan tíma. Auðvitað hefur það afleiðingar. Reikningurinn hefur verið sendur til ungs fólks og millistéttarinnar. Sú gjaldtaka er bæði ósanngjörn og óskynsamleg. Hún er ósanngjörn því verið er að refsa því fólki sem minnst hefur áhrif á þensluna og minnstu getuna til að standa undir þessum byrðum. Hún er óskynsamleg þar sem hún hefur í raun miklu minni áhrif en margir telja. Þeir sem skulda lítið sem ekkert í íslenskum krónum bera engar byrðar og geta áfram aukið neyslu sína. Það sama má segja um erlenda gesti sem hingað koma og halda uppi neyslustiginu. Það að þrengja að getu millistéttarinnar og barnafjölskyldna til að hafa í sig á en hvetja síðan aðra hópa til að halda uppi neyslunni er í mínum huga klikkun. Niðurstaðan er líka að stefna í kyrrstöðuverðbólgu (e. stagflation) sem er heimatilbúin klikkun. Sjö ára kyrrstöðupólitík endar í kyrrstöðuverðbólgu. Eða áttum við von á einhverju öðru? Eina leiðin út úr þessu er lækkun vaxta til að hleypa súrefni í byggingageirann. Það mun valda tímabundinni þenslu en jafnvægi mun nást. Það er ljóst að yfirmenn peningamála þora ekki að taka af skarið. Það er slæmt. Framtíðarlausnin er að taka hér upp evru og tryggja varanlega samkeppnisfærni, raunverulegan stöðugleika og minnka þá gríðarlegur sóun sem krónukerfið veldur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun