Mavericks dauðmóðir og Celtics taka tveggja leikja forystu Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2024 07:20 Luka Doncic var alveg sprunginn undir það síðasta. Maddie Meyer/Getty Images Boston Celtics tóku afgerandi tveggja leikja forystu í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar með 105-98 sigri gegn Dallas Mavericks í nótt. Mavericks byrjuðu leikinn nokkuð vel og leiddu fyrsta leikhlutann en Celtics voru aldrei langt undan. Þegar út í þriðja leikhlutann var haldið höfðu liðin skipst nokkuð jafnt á því að taka forystuna. Þá áttu Celtics frábæran kafla og fóru úr þriggja stiga í þrettán stiga forystu, 80-67 þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. PAYTON PRITCHARD AT THE 3Q BUZZER 🚨CELTICS LEAD BY 9 HEADING INTO THE 4TH! pic.twitter.com/Rokx71T9pc— ESPN (@espn) June 10, 2024 Sá fjórði var ágætlega fjörugur en Celtics voru allan tímann í bílstjórasætinu. Héldu Mavericks í hæfilegri fjarlægð og hleyptu lítilli spennu að. Forysta Celtics minnkaði mest niður í 5 stig þegar rúm mínúta var eftir en nær komust þeir ekki, lokatölur 98-105. JRUE HOLIDAY.BANG‼️ pic.twitter.com/W5tnr7rfO0— ESPN (@espn) June 10, 2024 Luka Doncic var ólíkur sjálfum sér og virkaði algjörlega örmagna undir lokin. Skotin stutt, átta tapaðir boltar og fjögur vítaskot í leiknum sem geiguðu hjá honum. Í fjórða leikhluta hitti hann aðeins einu af sex skotum sínum. Jaylen Brown's defense on Kyrie 🔒🍿 ABC pic.twitter.com/BpMK0xXoE5— ESPN (@espn) June 10, 2024 Það verður hins vegar ekkert tekið af varnarleik Celtics manna sem lokuðu virkilega vel á bæði Doncic og Kyrie Irving, lang hættulegustu menn Mavericks. Nú verður haldið til Dallas þar sem Mavericks bjóða Celtics heim næstu tvo leiki. Þeir fara fram klukkan 00:30 aðfaranótt fimmtudags og aðfaranótt laugardags. Stöð 2 Sport verður með upphitun og beina útsendingu frá miðnætti. NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Mavericks byrjuðu leikinn nokkuð vel og leiddu fyrsta leikhlutann en Celtics voru aldrei langt undan. Þegar út í þriðja leikhlutann var haldið höfðu liðin skipst nokkuð jafnt á því að taka forystuna. Þá áttu Celtics frábæran kafla og fóru úr þriggja stiga í þrettán stiga forystu, 80-67 þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. PAYTON PRITCHARD AT THE 3Q BUZZER 🚨CELTICS LEAD BY 9 HEADING INTO THE 4TH! pic.twitter.com/Rokx71T9pc— ESPN (@espn) June 10, 2024 Sá fjórði var ágætlega fjörugur en Celtics voru allan tímann í bílstjórasætinu. Héldu Mavericks í hæfilegri fjarlægð og hleyptu lítilli spennu að. Forysta Celtics minnkaði mest niður í 5 stig þegar rúm mínúta var eftir en nær komust þeir ekki, lokatölur 98-105. JRUE HOLIDAY.BANG‼️ pic.twitter.com/W5tnr7rfO0— ESPN (@espn) June 10, 2024 Luka Doncic var ólíkur sjálfum sér og virkaði algjörlega örmagna undir lokin. Skotin stutt, átta tapaðir boltar og fjögur vítaskot í leiknum sem geiguðu hjá honum. Í fjórða leikhluta hitti hann aðeins einu af sex skotum sínum. Jaylen Brown's defense on Kyrie 🔒🍿 ABC pic.twitter.com/BpMK0xXoE5— ESPN (@espn) June 10, 2024 Það verður hins vegar ekkert tekið af varnarleik Celtics manna sem lokuðu virkilega vel á bæði Doncic og Kyrie Irving, lang hættulegustu menn Mavericks. Nú verður haldið til Dallas þar sem Mavericks bjóða Celtics heim næstu tvo leiki. Þeir fara fram klukkan 00:30 aðfaranótt fimmtudags og aðfaranótt laugardags. Stöð 2 Sport verður með upphitun og beina útsendingu frá miðnætti.
NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira