Russell á ráspól á sama tíma og Verstappen Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2024 22:15 George Russell ræsir fremstur í kanadíska kappakstrinum. Mark Thompson/Getty Images George Russell mun ræsa fremstur þegar kanadíski kappaksturinn í Formúlu 1 hefst á morgun. Russell setti hraðasta tímann í lokaumferð tímatökunnar í kvöld þegar hann kom í mark á 1:12,000. Heimsmeistarinn Max Verstappen kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Russell, en þar sem Russell setti sinn tíma á undan verður hann framar í rásröðinni. IT'S A DEAD HEAT BUT GEORGE RUSSELL TAKES POLE!!!! 😱😱Verstappen matches the Mercedes driver's time but because Russell set the time first, HE GETS IT! 👏👏#F1 #CanadianGP pic.twitter.com/G0sRyNqCf3— Formula 1 (@F1) June 8, 2024 Verstappen þarf því að sætta sig við að ræsa annar, en óhætt er að segja að tæpara hafi það ekki geta staðið. Lando Norris mun svo ræsa þriðji, en hann var aðeins 0,021 sekúndu hægari en Russell og Verstappen, og liðsfélagi hans hjá McLaren, Oscar Piastri, ræsir fjórði. Hins vegar er hægt að segja að aðrir sem ætla sér að berjast um heimsmeistaratitilinn hafi runnið á rassinn. Lewis Hamilton mun ræsa sjöundi og Ferrari-mennirnir Carlos Sainz og Charles Leclerc verða 11. og 12. í rásröðinni eftir að hafa mistekist að komast í lokahlutann. Þá þarf Sergio Perez að sætta sig við að ræsa 16. eftir að hafa dottið úr leik í fyrsta hluta tímatökunnar. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Russell setti hraðasta tímann í lokaumferð tímatökunnar í kvöld þegar hann kom í mark á 1:12,000. Heimsmeistarinn Max Verstappen kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Russell, en þar sem Russell setti sinn tíma á undan verður hann framar í rásröðinni. IT'S A DEAD HEAT BUT GEORGE RUSSELL TAKES POLE!!!! 😱😱Verstappen matches the Mercedes driver's time but because Russell set the time first, HE GETS IT! 👏👏#F1 #CanadianGP pic.twitter.com/G0sRyNqCf3— Formula 1 (@F1) June 8, 2024 Verstappen þarf því að sætta sig við að ræsa annar, en óhætt er að segja að tæpara hafi það ekki geta staðið. Lando Norris mun svo ræsa þriðji, en hann var aðeins 0,021 sekúndu hægari en Russell og Verstappen, og liðsfélagi hans hjá McLaren, Oscar Piastri, ræsir fjórði. Hins vegar er hægt að segja að aðrir sem ætla sér að berjast um heimsmeistaratitilinn hafi runnið á rassinn. Lewis Hamilton mun ræsa sjöundi og Ferrari-mennirnir Carlos Sainz og Charles Leclerc verða 11. og 12. í rásröðinni eftir að hafa mistekist að komast í lokahlutann. Þá þarf Sergio Perez að sætta sig við að ræsa 16. eftir að hafa dottið úr leik í fyrsta hluta tímatökunnar.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira