Ánægðari börn, foreldrar og starfsfólk og öflugt fagstarf Hafnarfjörður 10. júní 2024 08:46 Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, segir faglegt og ábyrgt starf með börnum frá frumbernsku útgangspunkt við breyttan leikskóladag í Hafnarfirði. Hafnarfjörður Hafnarfjarðarbær mun í haust innleiða breytingar á leikskóladegi barna sem gefa færi á styttri viðveru en um leið sömu umönnun og kennslu. Foreldrar geta lækkað leikskólagjöldin um allt að 30%. Enn sem fyrr geta þó foreldrar fengið pláss fyrir börnin sín fullan leikskóladag þurfi þeir þess. Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, segir breytingarnar taka gildi 1. september í öllum leikskólum Hafnarfjarðarbæjar. Leikskóladagurinn verði skilgreindur í tíma innan hvers dags og innan skólaársins og verður leikskóladagatal að meðaltali 180 dagar á ári líkt og grunnskóladagatal. Aðrir dagar verði svokallaðir skráningardagar og foreldrar skrá börnin sín á þeim dögum, það er í vetrarfrií, jólafríi, dymbilviku og að hluta yfir sumarið. Fleiri samverustundir, öflugra fagstarf og lægri leikskólagjöld „Breytingarnar byggja fyrst og fremst á því sjónarmiði að velferð ungra barna á leikskólaaldri sé frekar tryggð með hæfilega löngum leikskóladegi. Vonir okkar standa til þess að þær áherslur sem felast í breytingunum muni fækka vikulegum dvalarstundum, þar sem margir foreldrar hafa í dag aukið svigrúm til sveigjanlegri vinnutíma. Þar með gefst einnig færi á að lækka greiðslur fyrir leikskólaplássið,“ segir Fanney. Breytingarnar verði afar hentugar fjölskyldum og hjálpi sveitarfélaginu að halda öflugu fagfólki í starfi og fá fleiri fagmenntuð til starfa. Með skipulagðri skiptingu á leikskóladeginum verði enn líklegra að starfkraftar fagfólks í leikskólum nýtist betur með börnum. Styttri dvalartími fyrir börn hafi jákvæð áhrif á skólastarfið og minnki álag á börnin á hverri deild. Markvisst starf fari fram frá kl. 9-15. Frjálsar leikstundir fari fram frá kl. 7:30 – 9 og eftir kl. 15 á daginn. Lækkun leikskólagjalda hafi bein áhrif á heimilin og fjárhagslegur ávinningur þess að dvalartími barna styttist úr 40 klst. dvöl á viku í 30 klst. sparar um 30% af leikskólagjöldum. Auk þess fái fjölskyldan aukinn tíma til samverustunda. Foreldrum gefst kostur á að skrá þann tíma sem þeir þurfa og hentar fjölskyldunni, boðið verður upp á sveigjanlegan dvalartíma. Hingað til hafa foreldrar ekki geta keypt þann dvalartíma sem þeir óska en núna verður það hægt og þannig má lækka útgjöldin. „Hafnarfjarðarleiðin“ í leikskólamálum Fanney segir breytingarnar vel ígrundaðar og var starfshópur að störfum frá október 2022 fram til nóvember 2023. Hugmyndirnar eru þróaðar af starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar í samstarfi við bæjaryfirvöld og hagaðila og eru hluti af svokallaðri Hafnarfjarðarleið í leikskólamálunum. „Hafnarfjarðarleiðin tekur til fjölda aðgerða sem innleiddar hafa verið síðustu árin auk þeirra sem nú er verið að innleiða. Við stigum stórt skref í desember 2022 þegar fyrirkomulag á vinnuári fagfólks „betri vinnutími í leikskólum“ var sett á laggirnar. Það var gert til þess að bæta starfsaðstæður í leikskólum og skapa starfsumhverfi og vinnutíma leikskólakennara sem er meira í takt við það sem gerist í grunnskólum, auka líkur á fjölgun fagfólks og ýta þannig undir enn meiri fagmennsku og gæði leikskólastarfsins. Fanney Dóróthe Halldórsdóttir og Særún Þorláksdóttur leikskólastjóri Vesturkots í Hafnarfirði. Kennarar og annað háskólamenntað starfsfólk tekur þá út uppsafnaða styttingu vinnuvikunnar í vetrarfríum, jólafríi, í dymbilviku og að hluta yfir sumarið. Reynslan sýnir okkur að þá eru fleiri leikskólabörn í fríi með foreldrum sínum og frekara svigrúm til að fagfólk sé frá vinnu,“ útskýrir Fanney. Langir dagar og mikil starfsmannavelta kölluðu á breytingar „Ástæða þess að við fórum af stað í þessar breytingar voru áhyggjur af löngum dvalartíma barna og vilji til að mæta þörfum fjölskyldna af meiri sveigjanleika. Hins vegar hefur vantað leikskólakennara og annað fagmenntað fólk til uppeldisstarfa. Áskoranir í mönnun og of mikil starfsmannavelta hefur einkennt leikskólastarf undanfarin ár, ekki einungis í Hafnarfirði heldur á það við í fjölmörgum sveitarfélögum. Við vildum taka á þessu og teljum að við höfum fundið leið til að sinna lögbundnum skyldum okkar í leikskólum, að börn fái menntun, umönnun og þá þjónustu sem leikskólum er ætlað að sinna. Um leið tekst okkur að þjóna þörfum foreldra og vinnumarkaðarins. Við trúum að þessar breytingar marki framtíðina í leikskólastarfi hjá okkur,“ segir Fanney. Snemmbær stuðningur lykill að farsæld „Faglegt og ábyrgt starf með börnum frá frumbernsku er útgangspunktur okkar og þessi breyting styður við öflugra samstillt starf innan hvers leikskóla. Hafnarfjörður vill vera framsækinn og leiðandi í þessari vinnu sem og annarri. Snemmbær stuðningur við foreldra og börn er lykill að farsæld og minnkar líkur á vanda síðar. Þar höfum við verið ákveðin í að sinna hlutverki okkar vel. Þetta er einn, en mjög stór hlekkur í þeirri keðju okkar,“ segir Fanney. Jákvæðar viðtökur og ávinningur þegar kominn í ljós „Fyrirkomulagið hefur farið í kynningu til foreldra og skólasamfélagsins. Viðtökur eru almennt jákvæðar og við höfum ekki fengið ábendingar um neikvæð áhrif þessa fyrirkomulags. Að loknu sumarleyfi leikskólanna verður aftur farið í öflugt kynningarstarf og við væntum að fólk fari þá strax að upplifa ávinninginn,“ útskýrir Fanney og segir ávinning Hafnarfjarðarleiðarinnar þegar farinn að skila sér. „Nú síðast þegar teknar voru saman tölur um menntunarstig í leikskólunum hafði hlutfall kennara aukist um 1,5% og fjölgun annarra háskólamenntaðra í störfum innan leikskólanna nam 3% sem er meira en við höfum séð í langan tíma. Hafnarfjörður er fjölskylduvænt samfélag og leggur áherslu á að þjónusta börn og foreldra þeirra eins vel og mögulegt er. Starfið, kennslan og þjálfunin, innan skóladagsins verður markvissari sem skilar sér í aukinni vellíðan, ánægðari börnum, foreldrum og starfsfólki og öflugu, markvissu fagstarfi.“ Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Fjölskyldumál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, segir breytingarnar taka gildi 1. september í öllum leikskólum Hafnarfjarðarbæjar. Leikskóladagurinn verði skilgreindur í tíma innan hvers dags og innan skólaársins og verður leikskóladagatal að meðaltali 180 dagar á ári líkt og grunnskóladagatal. Aðrir dagar verði svokallaðir skráningardagar og foreldrar skrá börnin sín á þeim dögum, það er í vetrarfrií, jólafríi, dymbilviku og að hluta yfir sumarið. Fleiri samverustundir, öflugra fagstarf og lægri leikskólagjöld „Breytingarnar byggja fyrst og fremst á því sjónarmiði að velferð ungra barna á leikskólaaldri sé frekar tryggð með hæfilega löngum leikskóladegi. Vonir okkar standa til þess að þær áherslur sem felast í breytingunum muni fækka vikulegum dvalarstundum, þar sem margir foreldrar hafa í dag aukið svigrúm til sveigjanlegri vinnutíma. Þar með gefst einnig færi á að lækka greiðslur fyrir leikskólaplássið,“ segir Fanney. Breytingarnar verði afar hentugar fjölskyldum og hjálpi sveitarfélaginu að halda öflugu fagfólki í starfi og fá fleiri fagmenntuð til starfa. Með skipulagðri skiptingu á leikskóladeginum verði enn líklegra að starfkraftar fagfólks í leikskólum nýtist betur með börnum. Styttri dvalartími fyrir börn hafi jákvæð áhrif á skólastarfið og minnki álag á börnin á hverri deild. Markvisst starf fari fram frá kl. 9-15. Frjálsar leikstundir fari fram frá kl. 7:30 – 9 og eftir kl. 15 á daginn. Lækkun leikskólagjalda hafi bein áhrif á heimilin og fjárhagslegur ávinningur þess að dvalartími barna styttist úr 40 klst. dvöl á viku í 30 klst. sparar um 30% af leikskólagjöldum. Auk þess fái fjölskyldan aukinn tíma til samverustunda. Foreldrum gefst kostur á að skrá þann tíma sem þeir þurfa og hentar fjölskyldunni, boðið verður upp á sveigjanlegan dvalartíma. Hingað til hafa foreldrar ekki geta keypt þann dvalartíma sem þeir óska en núna verður það hægt og þannig má lækka útgjöldin. „Hafnarfjarðarleiðin“ í leikskólamálum Fanney segir breytingarnar vel ígrundaðar og var starfshópur að störfum frá október 2022 fram til nóvember 2023. Hugmyndirnar eru þróaðar af starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar í samstarfi við bæjaryfirvöld og hagaðila og eru hluti af svokallaðri Hafnarfjarðarleið í leikskólamálunum. „Hafnarfjarðarleiðin tekur til fjölda aðgerða sem innleiddar hafa verið síðustu árin auk þeirra sem nú er verið að innleiða. Við stigum stórt skref í desember 2022 þegar fyrirkomulag á vinnuári fagfólks „betri vinnutími í leikskólum“ var sett á laggirnar. Það var gert til þess að bæta starfsaðstæður í leikskólum og skapa starfsumhverfi og vinnutíma leikskólakennara sem er meira í takt við það sem gerist í grunnskólum, auka líkur á fjölgun fagfólks og ýta þannig undir enn meiri fagmennsku og gæði leikskólastarfsins. Fanney Dóróthe Halldórsdóttir og Særún Þorláksdóttur leikskólastjóri Vesturkots í Hafnarfirði. Kennarar og annað háskólamenntað starfsfólk tekur þá út uppsafnaða styttingu vinnuvikunnar í vetrarfríum, jólafríi, í dymbilviku og að hluta yfir sumarið. Reynslan sýnir okkur að þá eru fleiri leikskólabörn í fríi með foreldrum sínum og frekara svigrúm til að fagfólk sé frá vinnu,“ útskýrir Fanney. Langir dagar og mikil starfsmannavelta kölluðu á breytingar „Ástæða þess að við fórum af stað í þessar breytingar voru áhyggjur af löngum dvalartíma barna og vilji til að mæta þörfum fjölskyldna af meiri sveigjanleika. Hins vegar hefur vantað leikskólakennara og annað fagmenntað fólk til uppeldisstarfa. Áskoranir í mönnun og of mikil starfsmannavelta hefur einkennt leikskólastarf undanfarin ár, ekki einungis í Hafnarfirði heldur á það við í fjölmörgum sveitarfélögum. Við vildum taka á þessu og teljum að við höfum fundið leið til að sinna lögbundnum skyldum okkar í leikskólum, að börn fái menntun, umönnun og þá þjónustu sem leikskólum er ætlað að sinna. Um leið tekst okkur að þjóna þörfum foreldra og vinnumarkaðarins. Við trúum að þessar breytingar marki framtíðina í leikskólastarfi hjá okkur,“ segir Fanney. Snemmbær stuðningur lykill að farsæld „Faglegt og ábyrgt starf með börnum frá frumbernsku er útgangspunktur okkar og þessi breyting styður við öflugra samstillt starf innan hvers leikskóla. Hafnarfjörður vill vera framsækinn og leiðandi í þessari vinnu sem og annarri. Snemmbær stuðningur við foreldra og börn er lykill að farsæld og minnkar líkur á vanda síðar. Þar höfum við verið ákveðin í að sinna hlutverki okkar vel. Þetta er einn, en mjög stór hlekkur í þeirri keðju okkar,“ segir Fanney. Jákvæðar viðtökur og ávinningur þegar kominn í ljós „Fyrirkomulagið hefur farið í kynningu til foreldra og skólasamfélagsins. Viðtökur eru almennt jákvæðar og við höfum ekki fengið ábendingar um neikvæð áhrif þessa fyrirkomulags. Að loknu sumarleyfi leikskólanna verður aftur farið í öflugt kynningarstarf og við væntum að fólk fari þá strax að upplifa ávinninginn,“ útskýrir Fanney og segir ávinning Hafnarfjarðarleiðarinnar þegar farinn að skila sér. „Nú síðast þegar teknar voru saman tölur um menntunarstig í leikskólunum hafði hlutfall kennara aukist um 1,5% og fjölgun annarra háskólamenntaðra í störfum innan leikskólanna nam 3% sem er meira en við höfum séð í langan tíma. Hafnarfjörður er fjölskylduvænt samfélag og leggur áherslu á að þjónusta börn og foreldra þeirra eins vel og mögulegt er. Starfið, kennslan og þjálfunin, innan skóladagsins verður markvissari sem skilar sér í aukinni vellíðan, ánægðari börnum, foreldrum og starfsfólki og öflugu, markvissu fagstarfi.“
Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Fjölskyldumál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira