„Vonum að þetta skili jafn góðum árangri á Íslandi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2024 15:28 Evrópski fjárfestingasjóðurinn undirritaði í dag samning um bakábyrgðir við Byggðastofnun vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í dreifðum byggðum landsins. Undirritunin átti að fara fram á Sauðárkróki sem ekki gekk eftir vegna veðurs, og var samningurinn því undirritaður í fjármálaráðuneytinu í morgun. Vísir/Elín Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að ríflega þriggja milljarða króna fjármögnun í gegnum fjárfestingaáætlun Evrópusambandsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir nýtt samkomulag við Fjárfestingabanka Evrópu meðal annars nýtast til kynslóðaskipta í landbúnaði og atvinnureksturs kvenna. Í dag var undirritaður samningur milli Byggðastofnunar og Evrópska fjárfestingasjóðsins um bankaábyrðir vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni. Verkefnið er stutt af InvestEU áætlun Evrópusambandsins. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, segir samninginn taka við af öðrum samningi sem rann út um áramótin. „Það samkomulag gerði það af verkum að við gátum stofnað nýja lánaflokka í landsbyggðunum. Sér í lagi lán til kynslóðaskipta í landbúnaði sem hafa reynst mjög eftirsótt hjá okkur. Úr þeim lánaflokki höfum við veitt þrjátíu ungum bændum lán til þess að hefja búrekstur,“ segir Arnar Már. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar.Vísir/Bjarni Þar að auki hafi verið veitt lán til stuðnings atvinnurekstrar kvenna, umhverfisvænna verkefna og til fiskvinnslu og útgerða í viðkvæmum sjávarbyggðum. „Núna meðþessu nýja samkomulagi við Evrópubankann og með InvestEU samkomulaginu og þá getum við farið að bjóða þessa flokka aftur í landsbyggðunum enda er töluverð eftirspurn,“ segir Arnar Már, en í heildina er um að ræða aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármögnun. Gert er ráð fyrir að styðja við að minnsta kosti 50 lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. „Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eru á markaðssvæði Byggðastofnunar og geta þar af leiðandi sótt um í lánaflokkana okkar og við höfum ekki lent í því ennþá að hafa fengið meiri eftirspurn heldur en við höfum getað sinnt, þannig að það hafa allar lánsumsóknir verið metnar,“ segir Arnar. Fyrra samkomulag hafi til að mynda stuðlað að sköpun hundrað starfa í landsbyggðunum. Thomas Östros, varaforseti EIB Group.Vísir/Bjarni Thomas Östros, varaforseti EIB Group, segir sambærileg verkefni hafa borið mikinn árangur annars staðar í Evrópu. „Við vonum að þetta skili jafn góðum árangri hér á Íslandi,“ segir Östros í samtali við fréttastofu. „Þetta er sérstakt verkefni þar sem það beinist að dreifbýli svo ég hlakka til innleiðingar þessa verkefnis, að sjá kynslóðaskipti verða í sveitum eða sjá frumkvöðlastarfsemi kvenna þrífast örlítið betur vegna þessarar samvinnu. Því við erum að veita yfir tuttugu milljónum evra inn til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi,“ segir Östros. Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi.Vísir/Bjarni Sendiherra ESB á Íslandi fagnar einnig samkomulaginu, sem hún telur munu styrkja enn frekar samstarf Íslands og Evrópusambandsins. „Við höfum átt náið samband í yfir þrjátíu ár í gegnum EES samninginn. En ekki aðeins það, sambandið er einstaklega sterkt og við sjáum það ekki aðeins í efnahagslegu sambandi og í samskiptum manna á milli, heldur einnig íþví hvernig við getum unnið saman til að fást við sameiginlegar áskoranir. Við vinnum saman gegn loftslagsmálum, og áskorunum í utanríkismálum til dæmis á Norðurslóðum,“ segir Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra. Byggðamál Evrópusambandið Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Í dag var undirritaður samningur milli Byggðastofnunar og Evrópska fjárfestingasjóðsins um bankaábyrðir vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni. Verkefnið er stutt af InvestEU áætlun Evrópusambandsins. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, segir samninginn taka við af öðrum samningi sem rann út um áramótin. „Það samkomulag gerði það af verkum að við gátum stofnað nýja lánaflokka í landsbyggðunum. Sér í lagi lán til kynslóðaskipta í landbúnaði sem hafa reynst mjög eftirsótt hjá okkur. Úr þeim lánaflokki höfum við veitt þrjátíu ungum bændum lán til þess að hefja búrekstur,“ segir Arnar Már. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar.Vísir/Bjarni Þar að auki hafi verið veitt lán til stuðnings atvinnurekstrar kvenna, umhverfisvænna verkefna og til fiskvinnslu og útgerða í viðkvæmum sjávarbyggðum. „Núna meðþessu nýja samkomulagi við Evrópubankann og með InvestEU samkomulaginu og þá getum við farið að bjóða þessa flokka aftur í landsbyggðunum enda er töluverð eftirspurn,“ segir Arnar Már, en í heildina er um að ræða aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármögnun. Gert er ráð fyrir að styðja við að minnsta kosti 50 lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. „Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eru á markaðssvæði Byggðastofnunar og geta þar af leiðandi sótt um í lánaflokkana okkar og við höfum ekki lent í því ennþá að hafa fengið meiri eftirspurn heldur en við höfum getað sinnt, þannig að það hafa allar lánsumsóknir verið metnar,“ segir Arnar. Fyrra samkomulag hafi til að mynda stuðlað að sköpun hundrað starfa í landsbyggðunum. Thomas Östros, varaforseti EIB Group.Vísir/Bjarni Thomas Östros, varaforseti EIB Group, segir sambærileg verkefni hafa borið mikinn árangur annars staðar í Evrópu. „Við vonum að þetta skili jafn góðum árangri hér á Íslandi,“ segir Östros í samtali við fréttastofu. „Þetta er sérstakt verkefni þar sem það beinist að dreifbýli svo ég hlakka til innleiðingar þessa verkefnis, að sjá kynslóðaskipti verða í sveitum eða sjá frumkvöðlastarfsemi kvenna þrífast örlítið betur vegna þessarar samvinnu. Því við erum að veita yfir tuttugu milljónum evra inn til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi,“ segir Östros. Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi.Vísir/Bjarni Sendiherra ESB á Íslandi fagnar einnig samkomulaginu, sem hún telur munu styrkja enn frekar samstarf Íslands og Evrópusambandsins. „Við höfum átt náið samband í yfir þrjátíu ár í gegnum EES samninginn. En ekki aðeins það, sambandið er einstaklega sterkt og við sjáum það ekki aðeins í efnahagslegu sambandi og í samskiptum manna á milli, heldur einnig íþví hvernig við getum unnið saman til að fást við sameiginlegar áskoranir. Við vinnum saman gegn loftslagsmálum, og áskorunum í utanríkismálum til dæmis á Norðurslóðum,“ segir Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra.
Byggðamál Evrópusambandið Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira