Ungmenni séu byrjuð að átta sig á slæmum afleiðingum klámáhorfs Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júní 2024 21:19 Snæ Humadóttir og Agla Björk Kristjánsdóttir eru nemendur í tíunda bekk. Vísir/Bjarni Sífellt fleiri nemendur í grunnskólum landsins kjósa að horfa ekki á klám. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg segir það gleðitíðindi þar sem klámáhorf sé tengt vanlíðan barna á grunnskólaaldri. Unglingar fagna betri fræðslu. Árið 2021 sögðust helmingur drengja og 83 prósent stúlkna í áttunda bekk aldrei horfa á klám. Með hækkandi aldri jókst klámáhorf og fjöldi þeirra sem horfa aldri fór niður í 21 prósent hjá drengjum og 58 prósent hjá stúlkum í tíunda bekk. Klippa: „Fræða en ekki hræða“ Árið 2022 fjölgaði í hópi þeirra sem horfðu aldrei og í fyrra sögðust 78 prósent drengja í áttunda bekk horfa aldrei á klám og 95 prósent stúlkna. 46 drengja í tíunda bekk gera slíkt hið sama og 82 prósent stúlkna. Höfðu miklar áhyggjur Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur segir þetta gleðitíðindi. „Við höfum haft áhyggjur af þessu. Og árið 2018 höfðum við bara mjög miklar áhyggjur. Við sáum að hópur barna sem var að horfa mjög mikið á klám, og sérstaklega strákar, það var allt of stór hópur,“ segir Kolbrún. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Vísir Farið var í að fræða börn um muninn á kynlífi og klámi. Kolbrún segir ánægjulegt að sjá forvarnirnar skila árangri. Klámáhorf hafi áhrif á börn. „Eftir því sem þau horfa meira á klám, þá telja þau andlega heilsu sína verri. Þetta hefur áhrif á svefninn þeirra. Þau sofa ekki eins og vel og þau eru meira kvíðin. Sérstaklega stelpur sem horfa mikið á klám. Við sjáum mjög mikinn mun þar,“ segir Kolbrún. Fræða en ekki hræða Ungmenni á höfuðborgarsvæðinu telja umræðu um klám meðal jafnaldra sinna vera orðin meiri og betri. „Ég myndi segja að fræðslan sé meira þannig að það er talað við okkur en ekki bara lesið af glærum. Það er verið að segja hvað áhorf getur valdið. Ég held að unglingar séu byrjaðir að fatta: „Ókei já, ég kannski finn meira fyrir þessu ef ég er búinn að vera horfa meira á þetta“,“ segir Agla Björk Kristjánsdóttir, nemandi í tíunda bekk. Ungmenni átti sig á því að klám sé ekki endilega gott fyrir þau. „Um leið og við fáum fræðslu þá leitum við minna á netið. Og klámið er á netinu, allavega það sem við fáum svona beint í æð. Þannig ég held að fræðslan sé að skila sér. Fræða en ekki hræða,“ segir Snæ Humadóttir, einnig nemandi í tíunda bekk. Grunnskólar Klám Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Árið 2021 sögðust helmingur drengja og 83 prósent stúlkna í áttunda bekk aldrei horfa á klám. Með hækkandi aldri jókst klámáhorf og fjöldi þeirra sem horfa aldri fór niður í 21 prósent hjá drengjum og 58 prósent hjá stúlkum í tíunda bekk. Klippa: „Fræða en ekki hræða“ Árið 2022 fjölgaði í hópi þeirra sem horfðu aldrei og í fyrra sögðust 78 prósent drengja í áttunda bekk horfa aldrei á klám og 95 prósent stúlkna. 46 drengja í tíunda bekk gera slíkt hið sama og 82 prósent stúlkna. Höfðu miklar áhyggjur Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur segir þetta gleðitíðindi. „Við höfum haft áhyggjur af þessu. Og árið 2018 höfðum við bara mjög miklar áhyggjur. Við sáum að hópur barna sem var að horfa mjög mikið á klám, og sérstaklega strákar, það var allt of stór hópur,“ segir Kolbrún. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Vísir Farið var í að fræða börn um muninn á kynlífi og klámi. Kolbrún segir ánægjulegt að sjá forvarnirnar skila árangri. Klámáhorf hafi áhrif á börn. „Eftir því sem þau horfa meira á klám, þá telja þau andlega heilsu sína verri. Þetta hefur áhrif á svefninn þeirra. Þau sofa ekki eins og vel og þau eru meira kvíðin. Sérstaklega stelpur sem horfa mikið á klám. Við sjáum mjög mikinn mun þar,“ segir Kolbrún. Fræða en ekki hræða Ungmenni á höfuðborgarsvæðinu telja umræðu um klám meðal jafnaldra sinna vera orðin meiri og betri. „Ég myndi segja að fræðslan sé meira þannig að það er talað við okkur en ekki bara lesið af glærum. Það er verið að segja hvað áhorf getur valdið. Ég held að unglingar séu byrjaðir að fatta: „Ókei já, ég kannski finn meira fyrir þessu ef ég er búinn að vera horfa meira á þetta“,“ segir Agla Björk Kristjánsdóttir, nemandi í tíunda bekk. Ungmenni átti sig á því að klám sé ekki endilega gott fyrir þau. „Um leið og við fáum fræðslu þá leitum við minna á netið. Og klámið er á netinu, allavega það sem við fáum svona beint í æð. Þannig ég held að fræðslan sé að skila sér. Fræða en ekki hræða,“ segir Snæ Humadóttir, einnig nemandi í tíunda bekk.
Grunnskólar Klám Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira