„Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2024 15:33 Álfrún Lind er dúx MR árið 2024. aðsend Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. Álfrún útskrifaðist með 9,765 í meðaleinkunn af náttúrufræðideild I en semidúx skólans var Inga Margrét Bragadóttir sem útskrifaðist með 9,761 af eðlisfræðideild II. Reikna þurfti meðaltöl þeirra upp á þriðja aukastaf til að fá úr því skorið. „Ég trúði þessu varla, var hissa og eiginlega í sjokki. Nokkrum mínútum seinna þurfti ég að snúa mér að vinkonu minni bara til að spyrja: „var þetta í alvöru að nafnið mitt, sem þau kölluðu, eða var ég að ímynda mér þetta?“, ég þurfti bara staðfestingu,“ segir Álfrún í samtali við fréttastofu. Þá liggur beinast við að spyrja hvernig maður fari að því að dúxa MR. Álfrún nefnir það klassíska; að skipuleggja sig og vinna jafnt og þétt sem virðist algjör lykill margra dúxa. Fleira kemur hins vegar til: „Ég þekki líka minn námsstíl mjög vel, hvað hentar mér við lærdóm. Við meðtökum upplýsingar á mjög ólíkan hátt þannig það er mikilvægt að þekkja sinn eigin námsmann. Svo að hafa áhuga á því sem maður er að læra, það gerir allt mun auðveldara.“ Úr verklegum tíma í efnafræði.aðsend Á hefðbundnum degi var Álfrún vön því að mæta fyrr í skólann, um hálftíma, til þess að undirbúa daginn og heimanámið. „Kannski einhver stærðfræðidæmi. Þannig ég nýtti tímann mjög vel í skólanum. Þegar ég kom heim gaf ég mér yfirleitt pásu, ég vildi ekki klára skóladaginn og fara svo beint að læra en ég vildi heldur ekki læra eftir klukkan átta til níu á kvöldin. Þá gat ég átt kvöldin til að njóta og gera eitthvað annað.“ Bekkurinn á fiðluballinu.aðsend Álfrún er því ekki að glíma við einbeitingarskort með tilheyrandi símahangsi. „Ég hugsa frekar að ég drífi í þessu þannig að ég geti farið í símann án sektarkenndar. Þá er ég búin með allt og get frekar notið þess að eiga frítíma. Ég vil ekki vera með heimavinnuna hangandi yfir mér.“ Tolleringar á busadaginn.aðsend Bekkjarfélögum og kennurum mun Álfrún sakna. Tilfinningin að klára MR er góð þó ég það sé pínu sorg líka. Kennarar og starfsfólk eru í miklum metum hjá Álfrúnu og helstu viðburðirnir standa upp úr; busavikan, fiðluballið og tolleringar. Vaknaði klukkan sex degi fyrir próf Stúdentsprófin voru keyrsla. „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Álfrún. „Ég vaknaði alltaf átta og lærði fram á kvöld. Svo daginn fyrir stúdentspróf vaknaði ég klukkan sex til að fara yfir allt efnið einu sinni enn fyrir próf.“ Tímaglósurnar skipta máli. Sömuleiðis ljómar Álfrún helstu atriði í mismunandi litum eftir köflum. „Ég er með gott lesminni þannig ég les aftur og aftur. Sama með stærðfræðidæmin, ég reikna og reikna enda er prófið upp úr blessuðum dæmunum.“ Uppáhaldsfögin voru líffræði, lífræn efnafræði og efnafræði. Hún stefnir enda á læknisfræðinám í haust. „Mér finnst ótrúlega áhugavert að læra meira um líkamann sem er flókinn og merkilegur. Mig langar að læra hvernig þetta allt virkar, hvers vegna við þjáumst af sjúkdómum. Það er heillandi að nýta þekkingu til að hjálpa öðrum,“ segir Álfrún Lind að lokum. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Dúxar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Álfrún útskrifaðist með 9,765 í meðaleinkunn af náttúrufræðideild I en semidúx skólans var Inga Margrét Bragadóttir sem útskrifaðist með 9,761 af eðlisfræðideild II. Reikna þurfti meðaltöl þeirra upp á þriðja aukastaf til að fá úr því skorið. „Ég trúði þessu varla, var hissa og eiginlega í sjokki. Nokkrum mínútum seinna þurfti ég að snúa mér að vinkonu minni bara til að spyrja: „var þetta í alvöru að nafnið mitt, sem þau kölluðu, eða var ég að ímynda mér þetta?“, ég þurfti bara staðfestingu,“ segir Álfrún í samtali við fréttastofu. Þá liggur beinast við að spyrja hvernig maður fari að því að dúxa MR. Álfrún nefnir það klassíska; að skipuleggja sig og vinna jafnt og þétt sem virðist algjör lykill margra dúxa. Fleira kemur hins vegar til: „Ég þekki líka minn námsstíl mjög vel, hvað hentar mér við lærdóm. Við meðtökum upplýsingar á mjög ólíkan hátt þannig það er mikilvægt að þekkja sinn eigin námsmann. Svo að hafa áhuga á því sem maður er að læra, það gerir allt mun auðveldara.“ Úr verklegum tíma í efnafræði.aðsend Á hefðbundnum degi var Álfrún vön því að mæta fyrr í skólann, um hálftíma, til þess að undirbúa daginn og heimanámið. „Kannski einhver stærðfræðidæmi. Þannig ég nýtti tímann mjög vel í skólanum. Þegar ég kom heim gaf ég mér yfirleitt pásu, ég vildi ekki klára skóladaginn og fara svo beint að læra en ég vildi heldur ekki læra eftir klukkan átta til níu á kvöldin. Þá gat ég átt kvöldin til að njóta og gera eitthvað annað.“ Bekkurinn á fiðluballinu.aðsend Álfrún er því ekki að glíma við einbeitingarskort með tilheyrandi símahangsi. „Ég hugsa frekar að ég drífi í þessu þannig að ég geti farið í símann án sektarkenndar. Þá er ég búin með allt og get frekar notið þess að eiga frítíma. Ég vil ekki vera með heimavinnuna hangandi yfir mér.“ Tolleringar á busadaginn.aðsend Bekkjarfélögum og kennurum mun Álfrún sakna. Tilfinningin að klára MR er góð þó ég það sé pínu sorg líka. Kennarar og starfsfólk eru í miklum metum hjá Álfrúnu og helstu viðburðirnir standa upp úr; busavikan, fiðluballið og tolleringar. Vaknaði klukkan sex degi fyrir próf Stúdentsprófin voru keyrsla. „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Álfrún. „Ég vaknaði alltaf átta og lærði fram á kvöld. Svo daginn fyrir stúdentspróf vaknaði ég klukkan sex til að fara yfir allt efnið einu sinni enn fyrir próf.“ Tímaglósurnar skipta máli. Sömuleiðis ljómar Álfrún helstu atriði í mismunandi litum eftir köflum. „Ég er með gott lesminni þannig ég les aftur og aftur. Sama með stærðfræðidæmin, ég reikna og reikna enda er prófið upp úr blessuðum dæmunum.“ Uppáhaldsfögin voru líffræði, lífræn efnafræði og efnafræði. Hún stefnir enda á læknisfræðinám í haust. „Mér finnst ótrúlega áhugavert að læra meira um líkamann sem er flókinn og merkilegur. Mig langar að læra hvernig þetta allt virkar, hvers vegna við þjáumst af sjúkdómum. Það er heillandi að nýta þekkingu til að hjálpa öðrum,“ segir Álfrún Lind að lokum.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Dúxar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira