Lífið

Dóttir Jolie og Pitt vill ekki heita Pitt lengur

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt vakti heimsathygli á sínum tíma. 
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt vakti heimsathygli á sínum tíma.  AP

Shiloh Nouvel Jolie-Pitt, dóttir stjörnuparsins fyrrverandi, Brad Pitt og Angelinu Jolie, sótti um að láta fjarlægja ættarnafn föður síns, Pitt, á átján ára afmælisdaginn sinn í liðinni viku.  

Dóttirin lagði inn umsókn í héraðsdóm Los Angeles í Kaliforníuríki um að nafni hennar yrði breytt í Shiloh Nouvel Jolie, að því er kemur fram í umfjöllun Los Angeles Times. Átján ára afmælisdagur hennar var mánudaginn 27. maí. 

Parið fyrrverandi á sex börn og er Shiloh sú þriðja elsta. Hún er fyrst barnanna til þess að sækja um nafnbreytingu til þess að láta fjarlægja nafn föður síns en nokkur þeirra hafa hætt að nota nafnið síðustu ár án þess að láta fjarlægja það endanlega.

Sakaður um ofbeldi gegn börnunum

Jolie og Pitt gengu í hjónaband árið 2014 en tveimur árum síðar sótti Jolie um skilnað. Nokkrum dögum eftir að málið rataði í heimsfréttirnar hóf Alríkislögreglan í Bandaríkjunum (FBI) rannsókn á Brad Pitt, en hann hafði verið ásakaður um að hafa beitt börn þeirra líkamlegu ofbeldi. 

Eftir tveggja mánaða rannsókn var Pitt hreinsaður af ásökununum og rannsókninni hætt. Hvort ásakanirnar séu ástæða þess að dóttir þeirra vill láta fjarlægja nafn föður síns úr nafninu sínu liggur ekki fyrir. 

Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt vakti heimsathygli og Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×