Notuðu piparúða á mótmælendur Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2024 10:42 Um tíu mótmælendur eru illa haldin vegna piparúða. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum, Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Mótmælin fóru fram í Skuggasundi í húsnæði umhverfisráðuneytisins eftir fund ríkisstjórnarinnar. „Lögreglan var að piparúða fólk á fullu,“ segir Salvör í samtali við fréttastofu. Mótmælin hófust klukkan hálf níu í morgun og voru nokkuð fjölmenn. Öðru megin hafi um hundrað manns mótmælt og um 50 hinum megin. „Þegar ráðherrarnir eru að fara af fundi koma bílarnir til að sækja. Þá lögðust nokkrir mótmælendur í götuna, fyrir ofan. Ég sá ekki allt sem gerðist. En þau gerðu það til að stöðva eða tefja komu bílsins. Þá dró lögreglan upp piparúða,“ segir Salvör og að hún hafi séð yfirmann innan lögreglunnar gefa þá skipun. Hún segir engan ráðherra hafa verið í bílnum heldur hafi bíllinn verið á leið að sækja ráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar. Um tíu fengu piparúða yfir sig.Vísir/Elín „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða. Fylgdu ekki fyrirmælum lögreglunnar „Það voru mótmæli og fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu. Þannig við þurftum að beita piparúða,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann gat ekki farið nánar út í það hvernig fólk fylgdi ekki fyrirmælum. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.Vísir/Elín Mótmælt var á tveimur stöðum við ráðuneytið í Skuggasundi. Öðru megin var ráðherrabílum ekið að og þar lögðust mótmælendur fyrir bílana. Kristján Helgi segir afar ólíkar aðstæður hafa myndast á þessum tveimur stöðum en lögreglan hafi beitt þeim aðgerðum sem þörf var á að beita. „Við reynum að beita minnstu valdbeitingu sem mögulegt er. En við gerum það sem við þurfum að gera.“ Enginn var handtekinn en einn lögreglumaður fluttur á slysadeild. Hann slasaðist þegar lögregla reyndi að fá mótmælendur til að fara frá ráðherrabílunum en þá var einum ráðherrabílnum ekið utan í lögreglumanninn. Hann sagði mótmælin við það að ljúka. Viðbúnaður lögreglu hafi á vettvangi verið það sem talið var hæfilegt. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum, Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Mótmælin fóru fram í Skuggasundi í húsnæði umhverfisráðuneytisins eftir fund ríkisstjórnarinnar. „Lögreglan var að piparúða fólk á fullu,“ segir Salvör í samtali við fréttastofu. Mótmælin hófust klukkan hálf níu í morgun og voru nokkuð fjölmenn. Öðru megin hafi um hundrað manns mótmælt og um 50 hinum megin. „Þegar ráðherrarnir eru að fara af fundi koma bílarnir til að sækja. Þá lögðust nokkrir mótmælendur í götuna, fyrir ofan. Ég sá ekki allt sem gerðist. En þau gerðu það til að stöðva eða tefja komu bílsins. Þá dró lögreglan upp piparúða,“ segir Salvör og að hún hafi séð yfirmann innan lögreglunnar gefa þá skipun. Hún segir engan ráðherra hafa verið í bílnum heldur hafi bíllinn verið á leið að sækja ráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar. Um tíu fengu piparúða yfir sig.Vísir/Elín „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða. Fylgdu ekki fyrirmælum lögreglunnar „Það voru mótmæli og fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu. Þannig við þurftum að beita piparúða,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann gat ekki farið nánar út í það hvernig fólk fylgdi ekki fyrirmælum. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.Vísir/Elín Mótmælt var á tveimur stöðum við ráðuneytið í Skuggasundi. Öðru megin var ráðherrabílum ekið að og þar lögðust mótmælendur fyrir bílana. Kristján Helgi segir afar ólíkar aðstæður hafa myndast á þessum tveimur stöðum en lögreglan hafi beitt þeim aðgerðum sem þörf var á að beita. „Við reynum að beita minnstu valdbeitingu sem mögulegt er. En við gerum það sem við þurfum að gera.“ Enginn var handtekinn en einn lögreglumaður fluttur á slysadeild. Hann slasaðist þegar lögregla reyndi að fá mótmælendur til að fara frá ráðherrabílunum en þá var einum ráðherrabílnum ekið utan í lögreglumanninn. Hann sagði mótmælin við það að ljúka. Viðbúnaður lögreglu hafi á vettvangi verið það sem talið var hæfilegt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira