Ofurdúóið sá til þess að Dallas spilar til úrslita um NBA titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2024 06:31 Leikmenn Dallas Mavericks fagna því að Luka Doncic var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar og fékk að launum Magic Johnson bikarinn. AP/Abbie Parr Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvíginu um NBA meistaratitilinn í körfubolta eftir stórsigur á Minnesota Timberwolves. Dallas vann leikinn 124-103 og þar með einvígið 4-1. Liðið mætir Boston Celtics í úrslitaeinvíginu. Luka Doncic og Kyrie Irving voru Úlfunum erfiðir í þessu einvígi og það var engin breyting á því í þessum fimmta leik. Luka Doncic and Kyrie Irving were outstanding in the Western Conference Finals!Luka: 32.4 PPG | 9.6 RPG | 8.2 APG | WCF MVPKyrie: 27.0 PPG | 3.6 RPG | 4.6 APGMavs will face the Celtics in the #NBAFinals presented by @YouTubeTV, beginning Thursday, 6/6 at 8:30pm/et on ABC 🍿 pic.twitter.com/DCX6Fnn983— NBA (@NBA) May 31, 2024 Báðir skoraði þeir 36 stig í leiknum en þetta ofurbakverðadúó sprengdi upp Timberwolves vörnina allt einvígið. Vörnina sem hafði gert fráfarandi meisturum Denver Nuggets svo erfitt fyrir í síðustu undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Doncic gaf tóninn í upphafi með því að skora tólf stig á fyrstu 153 sekúndum leiksins. Hann skoraði 21 stig í fyrsta leikhlutanum eða meira en allir leikmenn Timberwolves til samans. Doncic var valinn besti leikmaður einvígsins og fékk að launum Magic Johnson bikarinn. Kyrie tók síðan yfir í öðrum leikhluta þar sem hann skoraði 15 af 36 stigum sínum. Með þá báða í ham þá var ekkert skrýtið að Dallas var búið að stinga af. Saman voru þeir með 44 stig í fyrri hálfleiknum en allt lið Timberwolves skoraði 40 stig. Luka og Kyrie áttu alls þátt í 57 af 69 stigum Mavericks í hálfleiknum með því annað hvort að skora eða gefa stoðsendinguna. "I think we have a young team, outside of Kyrie. Kyrie's getting old."Luka Doncic on this year's Mavs team 🤣 pic.twitter.com/CtgYxULS6L— NBA (@NBA) May 31, 2024 Félagarnir Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns skoruðu báðir 28 stig fyrir Minnesota. Liðið vakti mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu á móti Phoenix Suns og Denver en þeir áttu engin svör við einu bestu bakvarðarsveit sem hefur spilað saman í deildinni. Þetta er í þriðja skiptið sem Dallas spilar til úrslita um titilinn en í fyrsta skiptið síðan liðið vann titilinn árið 2011. Þá var Jason Kidd leikstjórnandi liðsins en nú er hann þjálfarinn. Úrslitaeinvígi Boston og Dallas hefst ekki fyrr en eftir tæpa viku eða 6. júní og það byrjar á heimavelli Boston. MAVERICKS. CELTICS. 🍿The #NBAFinals presented by @YouTubeTV are officially set!Game 1: Thursday, June 6th at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9U9ng7hAjr— NBA (@NBA) May 31, 2024 NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Dallas vann leikinn 124-103 og þar með einvígið 4-1. Liðið mætir Boston Celtics í úrslitaeinvíginu. Luka Doncic og Kyrie Irving voru Úlfunum erfiðir í þessu einvígi og það var engin breyting á því í þessum fimmta leik. Luka Doncic and Kyrie Irving were outstanding in the Western Conference Finals!Luka: 32.4 PPG | 9.6 RPG | 8.2 APG | WCF MVPKyrie: 27.0 PPG | 3.6 RPG | 4.6 APGMavs will face the Celtics in the #NBAFinals presented by @YouTubeTV, beginning Thursday, 6/6 at 8:30pm/et on ABC 🍿 pic.twitter.com/DCX6Fnn983— NBA (@NBA) May 31, 2024 Báðir skoraði þeir 36 stig í leiknum en þetta ofurbakverðadúó sprengdi upp Timberwolves vörnina allt einvígið. Vörnina sem hafði gert fráfarandi meisturum Denver Nuggets svo erfitt fyrir í síðustu undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Doncic gaf tóninn í upphafi með því að skora tólf stig á fyrstu 153 sekúndum leiksins. Hann skoraði 21 stig í fyrsta leikhlutanum eða meira en allir leikmenn Timberwolves til samans. Doncic var valinn besti leikmaður einvígsins og fékk að launum Magic Johnson bikarinn. Kyrie tók síðan yfir í öðrum leikhluta þar sem hann skoraði 15 af 36 stigum sínum. Með þá báða í ham þá var ekkert skrýtið að Dallas var búið að stinga af. Saman voru þeir með 44 stig í fyrri hálfleiknum en allt lið Timberwolves skoraði 40 stig. Luka og Kyrie áttu alls þátt í 57 af 69 stigum Mavericks í hálfleiknum með því annað hvort að skora eða gefa stoðsendinguna. "I think we have a young team, outside of Kyrie. Kyrie's getting old."Luka Doncic on this year's Mavs team 🤣 pic.twitter.com/CtgYxULS6L— NBA (@NBA) May 31, 2024 Félagarnir Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns skoruðu báðir 28 stig fyrir Minnesota. Liðið vakti mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu á móti Phoenix Suns og Denver en þeir áttu engin svör við einu bestu bakvarðarsveit sem hefur spilað saman í deildinni. Þetta er í þriðja skiptið sem Dallas spilar til úrslita um titilinn en í fyrsta skiptið síðan liðið vann titilinn árið 2011. Þá var Jason Kidd leikstjórnandi liðsins en nú er hann þjálfarinn. Úrslitaeinvígi Boston og Dallas hefst ekki fyrr en eftir tæpa viku eða 6. júní og það byrjar á heimavelli Boston. MAVERICKS. CELTICS. 🍿The #NBAFinals presented by @YouTubeTV are officially set!Game 1: Thursday, June 6th at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/9U9ng7hAjr— NBA (@NBA) May 31, 2024
NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira