Fyrstu atkvæðakassarnir opnaðir í Ráðhúsinu Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2024 20:01 Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar opnar fyrstu kjörkassana í forsetakosningunum. Vísir/Vilhelm „Þetta fer allt vel að lokum,“ segir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík sem tók við fyrstu utankjörfundaratkvæðunum til flokkunar í Ráðhúsinu í morgun. Nú þegar þrír dagar eru til kosninga er kjörsókn töluvert lakari en í síðustu forsetakosningum. Þá eru fyrstu utankjörfundaratkvæðin í þessum forsetakosningum komin í hús í Ráðhúsinu. Allt merkt eftir kúnstarinnar reglum og mikilvægt að atkvæðin rati á réttan stað. Samanlagt ættu þetta að vera um sex til átta þúsund atkvæði. Umboðsmenn forsetaframbjóðenda könnuðu hvort kjörkassar væru ekki örugglega innsiglaðir þegar þeir komu í Ráðhúsið.Vísir/Vilhelm Umboðsmenn forsetaframbjóðenda tóku að streyma í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun til að fylgjast með. Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík tók á móti umboðsmönnunum. „Nú vil ég bjóða ykkur, biðja ykkur og hvetja ykkur til að fara og skoða innsiglin á öllum þessum kössum. Hvort þau séu ekki heil, áður en þau verða rofin hér á eftir,“ sagði Eva Bryndis áður en hún og samstarfsmenn hennar opnuðu kjörkassana. Í kössunum voru tæplega tíu þúsund utankjörfundaratkvæði sem greidd höfðu verið frá því utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst á höfuðborgarsvæðinu þar til kjörstað í Holtagörðum var lokað í gærkvöldi. Þetta er því væntanlega bróðurpartur atkvæða sem greidd verða utankjörfundar í borginni enda aðeins þrír dagar til kosninga. Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík er þess fullviss að allt muni ganga vel í framkvæmd kosninganna.Vísir/Vilhelm „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir,“ segir oddvitinn. En atkvæðaseðlarnir eru í lokuðum og ómerktum umslögum sem síðan eru sett í annað umslag sem er merkt kjósandanum. Í Reykjavík einni eru rúmlega 90 kjördeildir á 25 kjörstöðum. Fólk sem kosið hefur utankjörfundar getur einnig kosið á kjördag. Eva Bryndís segir því mjög mikilvægt að atkvæðin lendi á réttum stað til að stemma þau af við þá sem kjósa í kosningunum sjálfum. Þannig væri tryggt að enginn kjósi tvisvar. Vísir/Vilhelm „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og hér. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir oddvitinn ánægð með sitt fólk. Þannig að þú segir bara 7, 9, 13 að þetta muni allt ganga vel? „Já auðvitað. Þetta fer allt vel að lokum,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir glöð í bragði. Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. 29. maí 2024 13:21 Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. 29. maí 2024 12:20 Hvaða frambjóðandi er bestur í að flaka fisk? Forsetaframbjóðendur kepptu í dag í greinum tengdum sjómennsku. Þar flökuðu þeir fisk, svöruðu spurningum og fleira og stóðu sig með einstaka prýði að sögn forstjóra Brim. 28. maí 2024 22:51 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Þá eru fyrstu utankjörfundaratkvæðin í þessum forsetakosningum komin í hús í Ráðhúsinu. Allt merkt eftir kúnstarinnar reglum og mikilvægt að atkvæðin rati á réttan stað. Samanlagt ættu þetta að vera um sex til átta þúsund atkvæði. Umboðsmenn forsetaframbjóðenda könnuðu hvort kjörkassar væru ekki örugglega innsiglaðir þegar þeir komu í Ráðhúsið.Vísir/Vilhelm Umboðsmenn forsetaframbjóðenda tóku að streyma í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun til að fylgjast með. Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík tók á móti umboðsmönnunum. „Nú vil ég bjóða ykkur, biðja ykkur og hvetja ykkur til að fara og skoða innsiglin á öllum þessum kössum. Hvort þau séu ekki heil, áður en þau verða rofin hér á eftir,“ sagði Eva Bryndis áður en hún og samstarfsmenn hennar opnuðu kjörkassana. Í kössunum voru tæplega tíu þúsund utankjörfundaratkvæði sem greidd höfðu verið frá því utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst á höfuðborgarsvæðinu þar til kjörstað í Holtagörðum var lokað í gærkvöldi. Þetta er því væntanlega bróðurpartur atkvæða sem greidd verða utankjörfundar í borginni enda aðeins þrír dagar til kosninga. Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík er þess fullviss að allt muni ganga vel í framkvæmd kosninganna.Vísir/Vilhelm „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir,“ segir oddvitinn. En atkvæðaseðlarnir eru í lokuðum og ómerktum umslögum sem síðan eru sett í annað umslag sem er merkt kjósandanum. Í Reykjavík einni eru rúmlega 90 kjördeildir á 25 kjörstöðum. Fólk sem kosið hefur utankjörfundar getur einnig kosið á kjördag. Eva Bryndís segir því mjög mikilvægt að atkvæðin lendi á réttum stað til að stemma þau af við þá sem kjósa í kosningunum sjálfum. Þannig væri tryggt að enginn kjósi tvisvar. Vísir/Vilhelm „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og hér. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir oddvitinn ánægð með sitt fólk. Þannig að þú segir bara 7, 9, 13 að þetta muni allt ganga vel? „Já auðvitað. Þetta fer allt vel að lokum,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir glöð í bragði.
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. 29. maí 2024 13:21 Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. 29. maí 2024 12:20 Hvaða frambjóðandi er bestur í að flaka fisk? Forsetaframbjóðendur kepptu í dag í greinum tengdum sjómennsku. Þar flökuðu þeir fisk, svöruðu spurningum og fleira og stóðu sig með einstaka prýði að sögn forstjóra Brim. 28. maí 2024 22:51 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. 29. maí 2024 13:21
Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. 29. maí 2024 12:20
Hvaða frambjóðandi er bestur í að flaka fisk? Forsetaframbjóðendur kepptu í dag í greinum tengdum sjómennsku. Þar flökuðu þeir fisk, svöruðu spurningum og fleira og stóðu sig með einstaka prýði að sögn forstjóra Brim. 28. maí 2024 22:51
Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15