Fyrstu atkvæðakassarnir opnaðir í Ráðhúsinu Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2024 20:01 Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar opnar fyrstu kjörkassana í forsetakosningunum. Vísir/Vilhelm „Þetta fer allt vel að lokum,“ segir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík sem tók við fyrstu utankjörfundaratkvæðunum til flokkunar í Ráðhúsinu í morgun. Nú þegar þrír dagar eru til kosninga er kjörsókn töluvert lakari en í síðustu forsetakosningum. Þá eru fyrstu utankjörfundaratkvæðin í þessum forsetakosningum komin í hús í Ráðhúsinu. Allt merkt eftir kúnstarinnar reglum og mikilvægt að atkvæðin rati á réttan stað. Samanlagt ættu þetta að vera um sex til átta þúsund atkvæði. Umboðsmenn forsetaframbjóðenda könnuðu hvort kjörkassar væru ekki örugglega innsiglaðir þegar þeir komu í Ráðhúsið.Vísir/Vilhelm Umboðsmenn forsetaframbjóðenda tóku að streyma í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun til að fylgjast með. Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík tók á móti umboðsmönnunum. „Nú vil ég bjóða ykkur, biðja ykkur og hvetja ykkur til að fara og skoða innsiglin á öllum þessum kössum. Hvort þau séu ekki heil, áður en þau verða rofin hér á eftir,“ sagði Eva Bryndis áður en hún og samstarfsmenn hennar opnuðu kjörkassana. Í kössunum voru tæplega tíu þúsund utankjörfundaratkvæði sem greidd höfðu verið frá því utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst á höfuðborgarsvæðinu þar til kjörstað í Holtagörðum var lokað í gærkvöldi. Þetta er því væntanlega bróðurpartur atkvæða sem greidd verða utankjörfundar í borginni enda aðeins þrír dagar til kosninga. Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík er þess fullviss að allt muni ganga vel í framkvæmd kosninganna.Vísir/Vilhelm „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir,“ segir oddvitinn. En atkvæðaseðlarnir eru í lokuðum og ómerktum umslögum sem síðan eru sett í annað umslag sem er merkt kjósandanum. Í Reykjavík einni eru rúmlega 90 kjördeildir á 25 kjörstöðum. Fólk sem kosið hefur utankjörfundar getur einnig kosið á kjördag. Eva Bryndís segir því mjög mikilvægt að atkvæðin lendi á réttum stað til að stemma þau af við þá sem kjósa í kosningunum sjálfum. Þannig væri tryggt að enginn kjósi tvisvar. Vísir/Vilhelm „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og hér. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir oddvitinn ánægð með sitt fólk. Þannig að þú segir bara 7, 9, 13 að þetta muni allt ganga vel? „Já auðvitað. Þetta fer allt vel að lokum,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir glöð í bragði. Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. 29. maí 2024 13:21 Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. 29. maí 2024 12:20 Hvaða frambjóðandi er bestur í að flaka fisk? Forsetaframbjóðendur kepptu í dag í greinum tengdum sjómennsku. Þar flökuðu þeir fisk, svöruðu spurningum og fleira og stóðu sig með einstaka prýði að sögn forstjóra Brim. 28. maí 2024 22:51 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Þá eru fyrstu utankjörfundaratkvæðin í þessum forsetakosningum komin í hús í Ráðhúsinu. Allt merkt eftir kúnstarinnar reglum og mikilvægt að atkvæðin rati á réttan stað. Samanlagt ættu þetta að vera um sex til átta þúsund atkvæði. Umboðsmenn forsetaframbjóðenda könnuðu hvort kjörkassar væru ekki örugglega innsiglaðir þegar þeir komu í Ráðhúsið.Vísir/Vilhelm Umboðsmenn forsetaframbjóðenda tóku að streyma í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun til að fylgjast með. Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík tók á móti umboðsmönnunum. „Nú vil ég bjóða ykkur, biðja ykkur og hvetja ykkur til að fara og skoða innsiglin á öllum þessum kössum. Hvort þau séu ekki heil, áður en þau verða rofin hér á eftir,“ sagði Eva Bryndis áður en hún og samstarfsmenn hennar opnuðu kjörkassana. Í kössunum voru tæplega tíu þúsund utankjörfundaratkvæði sem greidd höfðu verið frá því utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst á höfuðborgarsvæðinu þar til kjörstað í Holtagörðum var lokað í gærkvöldi. Þetta er því væntanlega bróðurpartur atkvæða sem greidd verða utankjörfundar í borginni enda aðeins þrír dagar til kosninga. Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík er þess fullviss að allt muni ganga vel í framkvæmd kosninganna.Vísir/Vilhelm „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir,“ segir oddvitinn. En atkvæðaseðlarnir eru í lokuðum og ómerktum umslögum sem síðan eru sett í annað umslag sem er merkt kjósandanum. Í Reykjavík einni eru rúmlega 90 kjördeildir á 25 kjörstöðum. Fólk sem kosið hefur utankjörfundar getur einnig kosið á kjördag. Eva Bryndís segir því mjög mikilvægt að atkvæðin lendi á réttum stað til að stemma þau af við þá sem kjósa í kosningunum sjálfum. Þannig væri tryggt að enginn kjósi tvisvar. Vísir/Vilhelm „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og hér. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir oddvitinn ánægð með sitt fólk. Þannig að þú segir bara 7, 9, 13 að þetta muni allt ganga vel? „Já auðvitað. Þetta fer allt vel að lokum,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir glöð í bragði.
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. 29. maí 2024 13:21 Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. 29. maí 2024 12:20 Hvaða frambjóðandi er bestur í að flaka fisk? Forsetaframbjóðendur kepptu í dag í greinum tengdum sjómennsku. Þar flökuðu þeir fisk, svöruðu spurningum og fleira og stóðu sig með einstaka prýði að sögn forstjóra Brim. 28. maí 2024 22:51 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. 29. maí 2024 13:21
Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. 29. maí 2024 12:20
Hvaða frambjóðandi er bestur í að flaka fisk? Forsetaframbjóðendur kepptu í dag í greinum tengdum sjómennsku. Þar flökuðu þeir fisk, svöruðu spurningum og fleira og stóðu sig með einstaka prýði að sögn forstjóra Brim. 28. maí 2024 22:51
Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15