Gefa Úkraínumönnum eftirlitsflugvélar Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2024 09:36 Varnarmálaráðherra Svíþjóðar birti þessa mynd af eftirlitsflugvél en Svíar eru að gefa Úkraínumönnum tvær slíkar. Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur ákveðið að senda umfangsmikinn hergagnapakka til til Úkraínu. Í honum eru fjölmargir bryndrekar, skriðdrekar, Starlink-kerfi, skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi og tvær eftirlitsflugvélar, sem veita eiga Úkraínumönnum mun betri getu til að fylgjast með háloftunum yfir víglínunni, svo eitthvað sé nefnt. Þá ætla Svíar að aðstoða Úkraínumenn við að betrumbæta þeirra eigin hergagnaþróun. Þetta er stærsta hergagnasending Svíþjóðar til Úkraínu hingað til. Verðmæti hennar er, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Svíþjóðar, um 13,3 milljarðar sænskra króna, sem samsvarar rúmum 170 milljörðum króna. ASC 890 will provide 🇺🇦 with a new capability against both airborne and maritime targets. 🇺🇦 capability to identify targets at long range will be strengthened. They will act as a force multiplier with the introduction of F-16. AMRAAMs will also be donated. (2/6)— Pål Jonson (@PlJonson) May 29, 2024 Ráðamenn í Svíþjóð hafa einnig ítrekað að ekki stendur til að senda Úkraínumönnum JAS 39 Gripen herþotur, að svo stöddu. Úkraínumenn hafa lengi beðið Svía um slíkar þotur en þær eru hannaðar og framleiddar í Svíþjóð og alfarið með átök við Rússa í huga. Jonson sagði að enn kæmi til greina að senda Úkraínumönnum þotur seinna meir en nú væri einblínt á F-16 þoturnar. Gripen herþotu flogið í Svíþjóð.AP/Anders Wiklund Eftirlitsflugvélarnar sem Svíar ætla að senda til Úkraínu kallast ASC 890 og eru þær einnig framleiddar í Svíþjóð. Þær eru búnar ratsjám og öðrum eftirlitsbúnaði og er þeim ætlað að styrkja loftvarnir Úkraínumanna til muna. Hægt er að nota þær í samfloti með F-16 orrustuþotum en yfirvöld í Belgíu tilkynntu í gær að þaðan yrðu þrjátíu F-16 orrustuþotur sendar til Úkraínu og eiga þær fyrstu að berast þangað á þessu ári. Danir og Hollendingar hafa einnig heitið því að senda Úkraínumönnum slíkar herþotur sem gætu borist í sumar. Einnig var tilkynnt í morgun að Svíar ætluðu að senda alla sína bryndreka af gerðinni Pbv 302 til Úkraínu. Það er eldri bryndrekar sem fyrst voru teknir í notkun í Svíþjóð árið 1966. Þessa bryndreka á að senda til nýrra herdeilda sem Úkraínumenn eru að mynda. Bryndrekar eru gífurlega mikilvægir í Úkraínu vegna mikillar notkunar stórskotaliðsvopna á víglínunni. Þeir eru meðal annars nauðsynlegir við að flytja menn í og úr orrustu og sækja særða hermenn. Svíþjóð Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. 28. maí 2024 10:44 Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. 27. maí 2024 16:08 Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Þá ætla Svíar að aðstoða Úkraínumenn við að betrumbæta þeirra eigin hergagnaþróun. Þetta er stærsta hergagnasending Svíþjóðar til Úkraínu hingað til. Verðmæti hennar er, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Svíþjóðar, um 13,3 milljarðar sænskra króna, sem samsvarar rúmum 170 milljörðum króna. ASC 890 will provide 🇺🇦 with a new capability against both airborne and maritime targets. 🇺🇦 capability to identify targets at long range will be strengthened. They will act as a force multiplier with the introduction of F-16. AMRAAMs will also be donated. (2/6)— Pål Jonson (@PlJonson) May 29, 2024 Ráðamenn í Svíþjóð hafa einnig ítrekað að ekki stendur til að senda Úkraínumönnum JAS 39 Gripen herþotur, að svo stöddu. Úkraínumenn hafa lengi beðið Svía um slíkar þotur en þær eru hannaðar og framleiddar í Svíþjóð og alfarið með átök við Rússa í huga. Jonson sagði að enn kæmi til greina að senda Úkraínumönnum þotur seinna meir en nú væri einblínt á F-16 þoturnar. Gripen herþotu flogið í Svíþjóð.AP/Anders Wiklund Eftirlitsflugvélarnar sem Svíar ætla að senda til Úkraínu kallast ASC 890 og eru þær einnig framleiddar í Svíþjóð. Þær eru búnar ratsjám og öðrum eftirlitsbúnaði og er þeim ætlað að styrkja loftvarnir Úkraínumanna til muna. Hægt er að nota þær í samfloti með F-16 orrustuþotum en yfirvöld í Belgíu tilkynntu í gær að þaðan yrðu þrjátíu F-16 orrustuþotur sendar til Úkraínu og eiga þær fyrstu að berast þangað á þessu ári. Danir og Hollendingar hafa einnig heitið því að senda Úkraínumönnum slíkar herþotur sem gætu borist í sumar. Einnig var tilkynnt í morgun að Svíar ætluðu að senda alla sína bryndreka af gerðinni Pbv 302 til Úkraínu. Það er eldri bryndrekar sem fyrst voru teknir í notkun í Svíþjóð árið 1966. Þessa bryndreka á að senda til nýrra herdeilda sem Úkraínumenn eru að mynda. Bryndrekar eru gífurlega mikilvægir í Úkraínu vegna mikillar notkunar stórskotaliðsvopna á víglínunni. Þeir eru meðal annars nauðsynlegir við að flytja menn í og úr orrustu og sækja særða hermenn.
Svíþjóð Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. 28. maí 2024 10:44 Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. 27. maí 2024 16:08 Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. 28. maí 2024 10:44
Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. 27. maí 2024 16:08
Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50