„Þetta verður bara stríð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 09:01 Kristófer Acox í baráttunni við Grindvíkinginn DeAndre Kane í síðasta leik. Vísir/Anton Brink Kristófer Acox er að fara spila oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð og í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliða Valsmanna um leikinn við Grindavík sem fer fram í kvöld fyrir framan troðfullan Hlíðarenda. Valsmenn gátu tryggt sér titilinn í Smáranum á sunnudaginn en misstu leikinn frá sér í blálokin. „Tilfinningin var mjög súr. Við vorum kannski ekki alveg með unnin leik en við vorum með þetta í okkar höndum. Nú er maður búinn að horfa á þetta aftur og miðað við okkar spilamennsku í þeim leik þá áttum við ekkert skilið að lyfta titlunum miðað við þessa frammistöðu,“ sagði Kristófer Acox. Ætla að sýna sitt rétta andlit „Við vissum það að ef við spilum ekki góðan leik og sýnum okkar bestu frammistöðu þá er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Grindavíkurlið,“ sagði Kristófer, „Eftir svona slaka frammistöðu þá held ég að við viljum sýna okkar rétta andlit á heimavelli og lyfta bikarnum þar,“ sagði Kristófer. Það hefur reynt verulega á Valsmenn í þessari úrslitakeppni en hvernig er skrokkurinn á Kristófer eftir alla þessa leiki? Kristófer Acox er algjör lykilmaður í Valsliðinu á báðum endum vallarins.Vísir/Anton Brink „Hann er bara á síðustu metrunum eins og hjá öllum öðrum. Það er búið að vera mikið líkamlegt áreiti, sérstaklega í Hattar- og Njarðvíkurseríunum. Það er búið að vera mikið af leikjum og auðvitað stutt á milli leikja í þessu öllu saman. Maður kemst áfram á adrenalíninu og geðveikinni,“ sagði Kristófer. Næstu vikur verða helvíti „Það er aldrei auðvelt að vinna titil og maður veit það þegar maður fer inn í úrslitakeppni að næstu vikur verða helvíti. Það er líka mikið áreiti andlega. Það þarf að halda sér góðum bæði líkamlega og andlega í þessu öllu saman. Liðið sem nær að vera sterkast þar nær að lyfta titlinum,“ sagði Kristófer. Eru margir að biðja hann um miða á leikinn? „Já svolítið mikið. Það er líka ótrúlegasta fólk sem biður um miða. Þetta hefur verið svona síðustu tvö ár. Þetta er þriðji oddaleikurinn í röð sem ég er að spila um titil. Þá vilja allir koma á þennan leik fimm í Valsheimilinu,“ sagði Kristófer. Kristófer ræðir um hvernig svefninn hans hafi verið síðustu vikur og það að allir vilji spyrja hann út í leikina. Hann vonast til að reynsla Valsliðsins af oddaleikjum síðustu ára hjálpi þeim núna. Að þrauka aðeins lengur „Þetta verður bara stríð. Bæði liðin eru komin bókstaflega á síðustu metrana. Þetta er síðasti leikurinn sem þú getur spilað næstu mánuði. Þetta verður drulluerfitt fyrir bæði lið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það verði liðið sem nær að þrauka aðeins lengur, berjast aðeins betur í gegnum þreytuna sem nær að vinna þennan leik,“ sagði Kristófer. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Kristófer Acox: Það er aldrei auðvelt að vinna titil Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira
Valsmenn gátu tryggt sér titilinn í Smáranum á sunnudaginn en misstu leikinn frá sér í blálokin. „Tilfinningin var mjög súr. Við vorum kannski ekki alveg með unnin leik en við vorum með þetta í okkar höndum. Nú er maður búinn að horfa á þetta aftur og miðað við okkar spilamennsku í þeim leik þá áttum við ekkert skilið að lyfta titlunum miðað við þessa frammistöðu,“ sagði Kristófer Acox. Ætla að sýna sitt rétta andlit „Við vissum það að ef við spilum ekki góðan leik og sýnum okkar bestu frammistöðu þá er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Grindavíkurlið,“ sagði Kristófer, „Eftir svona slaka frammistöðu þá held ég að við viljum sýna okkar rétta andlit á heimavelli og lyfta bikarnum þar,“ sagði Kristófer. Það hefur reynt verulega á Valsmenn í þessari úrslitakeppni en hvernig er skrokkurinn á Kristófer eftir alla þessa leiki? Kristófer Acox er algjör lykilmaður í Valsliðinu á báðum endum vallarins.Vísir/Anton Brink „Hann er bara á síðustu metrunum eins og hjá öllum öðrum. Það er búið að vera mikið líkamlegt áreiti, sérstaklega í Hattar- og Njarðvíkurseríunum. Það er búið að vera mikið af leikjum og auðvitað stutt á milli leikja í þessu öllu saman. Maður kemst áfram á adrenalíninu og geðveikinni,“ sagði Kristófer. Næstu vikur verða helvíti „Það er aldrei auðvelt að vinna titil og maður veit það þegar maður fer inn í úrslitakeppni að næstu vikur verða helvíti. Það er líka mikið áreiti andlega. Það þarf að halda sér góðum bæði líkamlega og andlega í þessu öllu saman. Liðið sem nær að vera sterkast þar nær að lyfta titlinum,“ sagði Kristófer. Eru margir að biðja hann um miða á leikinn? „Já svolítið mikið. Það er líka ótrúlegasta fólk sem biður um miða. Þetta hefur verið svona síðustu tvö ár. Þetta er þriðji oddaleikurinn í röð sem ég er að spila um titil. Þá vilja allir koma á þennan leik fimm í Valsheimilinu,“ sagði Kristófer. Kristófer ræðir um hvernig svefninn hans hafi verið síðustu vikur og það að allir vilji spyrja hann út í leikina. Hann vonast til að reynsla Valsliðsins af oddaleikjum síðustu ára hjálpi þeim núna. Að þrauka aðeins lengur „Þetta verður bara stríð. Bæði liðin eru komin bókstaflega á síðustu metrana. Þetta er síðasti leikurinn sem þú getur spilað næstu mánuði. Þetta verður drulluerfitt fyrir bæði lið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það verði liðið sem nær að þrauka aðeins lengur, berjast aðeins betur í gegnum þreytuna sem nær að vinna þennan leik,“ sagði Kristófer. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Kristófer Acox: Það er aldrei auðvelt að vinna titil
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira