Kjósum Baldur fyrir unga fólkið Brynja Kristín Guðmundsdóttir skrifar 28. maí 2024 08:46 Fyrir ári missti ég son minn í sjálfsvígi, hann var 17 ára gamall. Hann var skemmtilegur, opinn og snerti mörg hjörtu með sínu frjálslega fasi en glímdi við ákveðnar áskoranir. Mörg voru hjálpleg, gripu hann á hinum ýmsu stöðum og gerðu meira en þau þurftu. Þrátt fyrir það var skrefið úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla mjög stórt. Mörg ungmenni týnast þegar á framhaldsskólastigið er komið. Framboð íþrótta og tómstunda er minna en þegar þau voru yngri og það er ekki sjálfsagt að þau fái sumarvinnu. Það getur leitt af sér að þau einangrast og vanlíðan eykst. Kerfið er þungt og þegar þau nálgast 18 ára sjálfræðisaldurinn þá eru sum engan veginn tilbúin til að vera flokkuð með fullorðnum og þurfa að leita eftir og nýta þá þjónustu sem fullorðnum ber að nota. Það er mér fátt ofar í huga en velferð og líðan ungmenna og þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í komandi forsetakosningum. Hann er með skýra sýn á hvernig hann mun nýta forsetaembættið í þágu ungs fólks og líðan þeirra verði hann kosinn. Það er staðreynd að mörgum börnum og ungmennum líður ekki vel. Það er sárt að sjá að mörg glíma við geðraskanir, vanlíðan eða verða útundan á einhvern hátt. Þegar þannig er fá þau ekki tækifæri til að njóta sín heldur verða ein og einangruð. Ég tel að liður í því að koma þessum hópi til hjálpar sé að leiða marga sem koma að málefnum barna og ungmenna saman. Skólar, framhaldsskólar, ríki, sveitafélög, íþrótta- og tómstundafélög, heilbrigðiskerfið, sálfræðingar og fleiri þurfa að taka höndum saman og gera miklu meira fyrir þennan hóp en hefur verið gert. Ég hef þekkt til Baldurs frá því ég var unglingur og ég veit að hann er maður verka og sátta. Þar má nefna að hann fór fyrir samtökunum´78 til að leita sátta við kirkjuna en þar á milli hafði verið gjá svo áratugum skipti. Hann hefur sjálfur staðið í mannréttindabaráttu í yfir 30 ár og ætlar sér að standa með þeim sem hallað er á í samfélaginu. Ég treysti Baldri fyrir þessu mikilvæga verkefni og veit að hann með Felix sér við hlið mun lyfta upp umræðunni um líðan barna og unglinga. Þeir þora að tala um það sem margir bara hugsa og munu ná árangri í því mikilvæga verkefni sem líðan barna og ungmenna er. Kjósum Baldur fyrir unga fólkið! Höfundur er innilegur stuðningsaðili Baldur Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Fyrir ári missti ég son minn í sjálfsvígi, hann var 17 ára gamall. Hann var skemmtilegur, opinn og snerti mörg hjörtu með sínu frjálslega fasi en glímdi við ákveðnar áskoranir. Mörg voru hjálpleg, gripu hann á hinum ýmsu stöðum og gerðu meira en þau þurftu. Þrátt fyrir það var skrefið úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla mjög stórt. Mörg ungmenni týnast þegar á framhaldsskólastigið er komið. Framboð íþrótta og tómstunda er minna en þegar þau voru yngri og það er ekki sjálfsagt að þau fái sumarvinnu. Það getur leitt af sér að þau einangrast og vanlíðan eykst. Kerfið er þungt og þegar þau nálgast 18 ára sjálfræðisaldurinn þá eru sum engan veginn tilbúin til að vera flokkuð með fullorðnum og þurfa að leita eftir og nýta þá þjónustu sem fullorðnum ber að nota. Það er mér fátt ofar í huga en velferð og líðan ungmenna og þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í komandi forsetakosningum. Hann er með skýra sýn á hvernig hann mun nýta forsetaembættið í þágu ungs fólks og líðan þeirra verði hann kosinn. Það er staðreynd að mörgum börnum og ungmennum líður ekki vel. Það er sárt að sjá að mörg glíma við geðraskanir, vanlíðan eða verða útundan á einhvern hátt. Þegar þannig er fá þau ekki tækifæri til að njóta sín heldur verða ein og einangruð. Ég tel að liður í því að koma þessum hópi til hjálpar sé að leiða marga sem koma að málefnum barna og ungmenna saman. Skólar, framhaldsskólar, ríki, sveitafélög, íþrótta- og tómstundafélög, heilbrigðiskerfið, sálfræðingar og fleiri þurfa að taka höndum saman og gera miklu meira fyrir þennan hóp en hefur verið gert. Ég hef þekkt til Baldurs frá því ég var unglingur og ég veit að hann er maður verka og sátta. Þar má nefna að hann fór fyrir samtökunum´78 til að leita sátta við kirkjuna en þar á milli hafði verið gjá svo áratugum skipti. Hann hefur sjálfur staðið í mannréttindabaráttu í yfir 30 ár og ætlar sér að standa með þeim sem hallað er á í samfélaginu. Ég treysti Baldri fyrir þessu mikilvæga verkefni og veit að hann með Felix sér við hlið mun lyfta upp umræðunni um líðan barna og unglinga. Þeir þora að tala um það sem margir bara hugsa og munu ná árangri í því mikilvæga verkefni sem líðan barna og ungmenna er. Kjósum Baldur fyrir unga fólkið! Höfundur er innilegur stuðningsaðili Baldur Þórhallssonar.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar