Goðsögnin Bill Walton látinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2024 18:01 Bill varð tvívegis NBA-meistari. Ethan Miller/Getty Images William Theodore (Bill) Walton III er látinn 71 árs að aldri. Nafn hans ættu öll þau sem horfðu á NBA-deildina í körfubolta á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en Bill varð tvívegis meistari og var meðal annars valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna 1977. Hann skilur eftir sig eiginkonu, Lori Walton, og fjóra syni; Adam, Nathan, Chris og Luke. Sá síðastnefndi spilaði í deildinni og varð meistari með Los Angeles Lakers árin 2009 og 2010. Voru þeir Bill og Luke þá einu feðurnir sem höfðu báðir unnið meira en einn NBA-titil. Luke sneri sér síðar að þjálfun og er í dag aðstoðarþjálfari Cleveland Cavaliers. RIP Bill Walton 💔🙏 pic.twitter.com/mQF3DNKUmi— NBACentral (@TheDunkCentral) May 27, 2024 Bill sjálfur átti mjög farsælan feril eins og segir hér að ofan. Hefði hann líklega orðið enn farsælli hefði hann ekki verið að glíma við bakvandamál lengi vel. Alls spilaði hann 14 ár í NBA-deildinni. Frá 1974-79 spilaði hann með Portland Trail Blazers og varð meistari liðinu 1977. Sama ár var hann valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna þar sem liðið vann Philadelphia 76ers í sex leikjum. Árið eftir var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þaðan lá leiðin til San Diego árið 1979 þar sem hann lék með San Diego Clippers, síðar Los Angeles Clippers Árið 1985 fór hann svo til Boston Celtics þar sem hann lék allt til loka ferilsins. .@BillWalton ate the cupcake — CANDLE AND ALL 😳 pic.twitter.com/pz512G6DbF— ESPN (@espn) February 10, 2019 Eftir að skórnir fóru upp á hillu hélt Walton áfram að vinna í kringum NBA-deildina. Vann hann lengi vel fyrir ESPN sem lýsandi og var þekktur sem slíkur. Var hann þekktur fyrir litríkar lýsingar sem og litrík atriði í beinni útsendingu eins og þetta hér að ofan. Í yfirlýsingu frá NBA-deildinni segir að Walton hafi látist í dag, mánudag, umkringdur fjölskyldumeðlimum sínum eftir langa baráttu við krabbamein. https://t.co/I8QRobQL8t pic.twitter.com/jKSJjAg7GU— NBA (@NBA) May 27, 2024 Körfubolti NBA Andlát Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira
Nafn hans ættu öll þau sem horfðu á NBA-deildina í körfubolta á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en Bill varð tvívegis meistari og var meðal annars valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna 1977. Hann skilur eftir sig eiginkonu, Lori Walton, og fjóra syni; Adam, Nathan, Chris og Luke. Sá síðastnefndi spilaði í deildinni og varð meistari með Los Angeles Lakers árin 2009 og 2010. Voru þeir Bill og Luke þá einu feðurnir sem höfðu báðir unnið meira en einn NBA-titil. Luke sneri sér síðar að þjálfun og er í dag aðstoðarþjálfari Cleveland Cavaliers. RIP Bill Walton 💔🙏 pic.twitter.com/mQF3DNKUmi— NBACentral (@TheDunkCentral) May 27, 2024 Bill sjálfur átti mjög farsælan feril eins og segir hér að ofan. Hefði hann líklega orðið enn farsælli hefði hann ekki verið að glíma við bakvandamál lengi vel. Alls spilaði hann 14 ár í NBA-deildinni. Frá 1974-79 spilaði hann með Portland Trail Blazers og varð meistari liðinu 1977. Sama ár var hann valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna þar sem liðið vann Philadelphia 76ers í sex leikjum. Árið eftir var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þaðan lá leiðin til San Diego árið 1979 þar sem hann lék með San Diego Clippers, síðar Los Angeles Clippers Árið 1985 fór hann svo til Boston Celtics þar sem hann lék allt til loka ferilsins. .@BillWalton ate the cupcake — CANDLE AND ALL 😳 pic.twitter.com/pz512G6DbF— ESPN (@espn) February 10, 2019 Eftir að skórnir fóru upp á hillu hélt Walton áfram að vinna í kringum NBA-deildina. Vann hann lengi vel fyrir ESPN sem lýsandi og var þekktur sem slíkur. Var hann þekktur fyrir litríkar lýsingar sem og litrík atriði í beinni útsendingu eins og þetta hér að ofan. Í yfirlýsingu frá NBA-deildinni segir að Walton hafi látist í dag, mánudag, umkringdur fjölskyldumeðlimum sínum eftir langa baráttu við krabbamein. https://t.co/I8QRobQL8t pic.twitter.com/jKSJjAg7GU— NBA (@NBA) May 27, 2024
Körfubolti NBA Andlát Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira