Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2024 20:40 Elías Jónatansson, orkubússtjóri á Vestfjörðum, við borholuna í dag. Hafþór Gunnarsson Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá rjúkandi heitt vatnið flæða upp úr borholunni í Tungudal í Skutulsfirði á myndum sem bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða tóku í gær. Ísafjarðarbær er næst stærsti þéttbýlisstaður landsins án jarðvarmaveitu, á eftir Vestmannaeyjum, en núna hafa vaknað vonir um að Ísafjörður komist í flokk hitaveitubæja. 58 stiga heitt vatnið flæðir úr borholunni.Ræktunarsamband Flóa og Skeiða „Hitastigið mælist núna vera 58 gráður,” segir Elías Jónatansson orkubússtjóri í samtali við Hafþór Gunnarsson, fréttaritara Stöðvar 2 á Vestfjörðum, sem spurði hvort það væri nothæft: „Það er vel nothæft, það hitastig. Þá skiptir bara máli hversu mikið magnið er.” Og gæti að minnsta kosti dugað hluta nærri þrjú þúsund manna byggðar við Skutulsfjörð en framundan er að mæla magnið. „Þetta myndi þá nýtast allavega hér í firðinum væntanlega. Og vonandi bara meira, líka fyrir eyrina,” segir Elías. Heita vatnið fannst á 480 metra dýpi og segir Elías greinilegt að þar hafi bormennirnir hitt á æð. Þeir eiga eftir að bora dýpra, sennilega niður á 700 metra. Bæjarstjórinn á Ísafirði, Arna Lára Jónsdóttir, gat ekki leynt gleði sinni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar líkti hún þessu við gullfund. En hvað segir orkubússtjórinn? Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði.Stöð 2 „Þetta er auðvitað bara mjög jákvæð vísbending. Við erum ekki búnir að finna kannski í því magni sem við þurfum. Við vitum það ekki ennþá. En þetta hefur gríðarlega þýðingu ef þetta er í nægilegu magni. Því að þá getum við vonandi dregið úr notkun rafmagns við kyndingu. Ef við finnum ekki nægilegt magn þurfum við varmadælu á vatnið. En það sem sagt ræðst vonandi bara á næstu vikum hvað þessi hola gefur raunverulega.” -En þetta gæti verið gullnáma? „Ja, það er engin spurning um að þetta hressir upp á fjárhaginn,” svarar orkubússtjórinn. Borholan er í Tungudal í Skutulsfirði.Hafþór Gunnarsson Og rifjar upp að Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að keyra dísilrafstöðvar með tilheyrandi mengun og kostnaði. „Já, það er auðvitað mjög slæmt fyrir umhverfið. Og það er líka mjög slæmt fyrir fjárhaginn. Við erum sennilega búin að setja í þetta 550 milljónir, bara í vetur, í olíu.” Og svo mikið er víst: Ísfirðingar hafa núna fengið staðfestingu á því að heitt vatn er í Skutulsfirði og þakkar Elías það sérfræðingum ÍSOR. „Ég ætla nú bara að óska þeim til hamingju með að hafa hitt á rétta staðinn. Því að það eru auðvitað sérfræðingarnir sem sögðu okkur hvar við ættum að bora,” segir Elías Jónatansson orkubússtjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Jarðhiti Bensín og olía Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Vatn Tengdar fréttir „Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42 Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56 Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. 28. júní 2022 22:44 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá rjúkandi heitt vatnið flæða upp úr borholunni í Tungudal í Skutulsfirði á myndum sem bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða tóku í gær. Ísafjarðarbær er næst stærsti þéttbýlisstaður landsins án jarðvarmaveitu, á eftir Vestmannaeyjum, en núna hafa vaknað vonir um að Ísafjörður komist í flokk hitaveitubæja. 58 stiga heitt vatnið flæðir úr borholunni.Ræktunarsamband Flóa og Skeiða „Hitastigið mælist núna vera 58 gráður,” segir Elías Jónatansson orkubússtjóri í samtali við Hafþór Gunnarsson, fréttaritara Stöðvar 2 á Vestfjörðum, sem spurði hvort það væri nothæft: „Það er vel nothæft, það hitastig. Þá skiptir bara máli hversu mikið magnið er.” Og gæti að minnsta kosti dugað hluta nærri þrjú þúsund manna byggðar við Skutulsfjörð en framundan er að mæla magnið. „Þetta myndi þá nýtast allavega hér í firðinum væntanlega. Og vonandi bara meira, líka fyrir eyrina,” segir Elías. Heita vatnið fannst á 480 metra dýpi og segir Elías greinilegt að þar hafi bormennirnir hitt á æð. Þeir eiga eftir að bora dýpra, sennilega niður á 700 metra. Bæjarstjórinn á Ísafirði, Arna Lára Jónsdóttir, gat ekki leynt gleði sinni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar líkti hún þessu við gullfund. En hvað segir orkubússtjórinn? Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði.Stöð 2 „Þetta er auðvitað bara mjög jákvæð vísbending. Við erum ekki búnir að finna kannski í því magni sem við þurfum. Við vitum það ekki ennþá. En þetta hefur gríðarlega þýðingu ef þetta er í nægilegu magni. Því að þá getum við vonandi dregið úr notkun rafmagns við kyndingu. Ef við finnum ekki nægilegt magn þurfum við varmadælu á vatnið. En það sem sagt ræðst vonandi bara á næstu vikum hvað þessi hola gefur raunverulega.” -En þetta gæti verið gullnáma? „Ja, það er engin spurning um að þetta hressir upp á fjárhaginn,” svarar orkubússtjórinn. Borholan er í Tungudal í Skutulsfirði.Hafþór Gunnarsson Og rifjar upp að Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að keyra dísilrafstöðvar með tilheyrandi mengun og kostnaði. „Já, það er auðvitað mjög slæmt fyrir umhverfið. Og það er líka mjög slæmt fyrir fjárhaginn. Við erum sennilega búin að setja í þetta 550 milljónir, bara í vetur, í olíu.” Og svo mikið er víst: Ísfirðingar hafa núna fengið staðfestingu á því að heitt vatn er í Skutulsfirði og þakkar Elías það sérfræðingum ÍSOR. „Ég ætla nú bara að óska þeim til hamingju með að hafa hitt á rétta staðinn. Því að það eru auðvitað sérfræðingarnir sem sögðu okkur hvar við ættum að bora,” segir Elías Jónatansson orkubússtjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Jarðhiti Bensín og olía Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Vatn Tengdar fréttir „Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42 Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56 Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. 28. júní 2022 22:44 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
„Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42
Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56
Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. 28. júní 2022 22:44