Við eigum skilið Höllu Tómasdóttur! Thor Ólafsson skrifar 27. maí 2024 16:46 Forseta sem er hugrakkur og berst ástríðufullur fyrir betri heimi. Í rúm 20 ár hef ég stutt við leiðtoga í vel á fjórða tug landa. Starf mitt hefur falist í því að stúdera með þeim hvað góður leiðtogi er og í því að vera til staðar fyrir þá þegar þeir vaxa og þroskast í sínu hlutverki. Á þessum tíma hef ég fengið þó nokkra innsýn í helstu persónueiginleika öflugra leiðtoga. Í þeim kosningum sem framundan eru, búum við Íslendingar sem betur fer við betra val en t.d. nágrannar okkar í USA. Við erum heppin með það að okkur bjóðast all nokkrir álitlegir frambjóðendur. En atkvæði okkar eigum við samt sem áður að greiða þeim sem við teljum bestan. Þann sem við teljum öflugasta leiðtogann. Og út frá reynslu minni af leiðtogum er mitt val Halla Tómasdóttir. Ástæðan er sú að bestu leiðtogarnir búa yfir eftirfarandi eiginleikum: Þeir brenna svo fyrir baráttumálum sínum, að þeirra eigin egó víkur til hliðar. Þetta lýsir sér til dæmis þannig að þrátt fyrir eigið óöryggi og mögulegar efasemdar raddir um eigið ágæti, finna þeir sig tilknúna að taka til máls og berjast fyrir sínum málstað. Þetta lýsir sér líka í því að þeir hafa hugrekkið til að vera ósammála öðrum, eða til að veita skýr svör við erfiðum spurningum (fara ekki undan í flæmingi). Og þetta lýsir sér líka í því að þeir brenna svo fyrir sínum málstað að fölskvalaus ástríða þeirra kveikir í öðrum. Það er ekki að ástæðulausu að Halla Tómasdóttir var talin sigurvegari kappræðnanna í sjónvarpinu. Þar gátu íslendingar séð alla þessa kosti skýrt og greinilega (horfið endilega á þessar kappræður ef þið hafið ekki séð þær). Ef við skoðum aðeins sögu Höllu, þá er hún píparadóttir úr Kópavoginum, úr fjölskyldu sem átti á köflum við fjárhagslegt óöryggi að stríða. Rétt rúmlega tvítug fer hún þó brött til Bandaríkjanna í nám, nær frábærum árangri og heillar bæði kennara og vinnuveitendur. Ferill hennar hefur síðan þá verið ótrúlega farsæll og þó að við íslendingar höfum ekki borið gæfu til að velja hana sem forseta árið 2016, hafa aðrir erlendis komið auga á hennar óvéfengjanlegu leiðtogahæfileika. Til dæmis var hún valin til að tala á aðalsviði TED.COM, sem er mikill heiður. Þar stóð hún sig svo vel að henni var boðið aftur og aftur. Það er nánast einsdæmi. Eins sáu áhrifamiklir aðilar, sem vildu bæta heiminn, réttu hæfileikana í henni og báðu hana um að verða forstjóra The B Team. Því starfi hefur Halla gegnt í 6 ár og brennur fyrir því að sannfæra bæði stjórnmálamenn og ráðamenn í atvinnulífinu um að breyta hugarfarinu á bak við rekstur fyrirtækja með þeim hætti að hagnaðarsjónarmið sé ekki allsráðandi. Hún berst fyrir nýrri skilgreiningu á langtíma velgengni fyrirtækja þar sem allir hagaðilar fái að njóta. Fyrir mér er það einmitt sú ástríða sem ég vil sjá í forseta landsins. Í samtölum mínum við Höllu Tómasar hef ég sannfærst um að við íslendingar þurfum á hennar leiðtogahæfileikum að halda. Hún mun ekki hygla ákveðnum stjórnálaflokkum eða stefnum. Sannfæring hennar leyfir ekki slíka meðvirkni og í stað þess mun hennar innri áttaviti krefjast þess að hún styðji eingöngu við það sem er rétt fyrir íslensku þjóðina. Ég veit að Halla mun verja langtíma hag okkar íslendinga og vera skær og öflug rödd okkar litla lands í stórum heimi. Hún er leiðtogi sem allir kjósendur ættu að kynna sér vel því hún hefur nú þegar augu og eyru áhrifafólks um allan heim. Ég persónulega er viss í minni sök. Ég er stoltur af því að velja Höllu Tómasar sem minn forseta. Höfundur þessarar greinar hefur í rúm 20 ár starfað sem stjórnendaþjálfari fyrir mörg af stærstu fyritækjum heims, stofnanir og samtök, í á fjórða tug landa í 5 heimsálfum. Árið 2022 gaf hann út metsölubókina Beyond Ego – The Inner Compass of Conscious Leadership. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Forseta sem er hugrakkur og berst ástríðufullur fyrir betri heimi. Í rúm 20 ár hef ég stutt við leiðtoga í vel á fjórða tug landa. Starf mitt hefur falist í því að stúdera með þeim hvað góður leiðtogi er og í því að vera til staðar fyrir þá þegar þeir vaxa og þroskast í sínu hlutverki. Á þessum tíma hef ég fengið þó nokkra innsýn í helstu persónueiginleika öflugra leiðtoga. Í þeim kosningum sem framundan eru, búum við Íslendingar sem betur fer við betra val en t.d. nágrannar okkar í USA. Við erum heppin með það að okkur bjóðast all nokkrir álitlegir frambjóðendur. En atkvæði okkar eigum við samt sem áður að greiða þeim sem við teljum bestan. Þann sem við teljum öflugasta leiðtogann. Og út frá reynslu minni af leiðtogum er mitt val Halla Tómasdóttir. Ástæðan er sú að bestu leiðtogarnir búa yfir eftirfarandi eiginleikum: Þeir brenna svo fyrir baráttumálum sínum, að þeirra eigin egó víkur til hliðar. Þetta lýsir sér til dæmis þannig að þrátt fyrir eigið óöryggi og mögulegar efasemdar raddir um eigið ágæti, finna þeir sig tilknúna að taka til máls og berjast fyrir sínum málstað. Þetta lýsir sér líka í því að þeir hafa hugrekkið til að vera ósammála öðrum, eða til að veita skýr svör við erfiðum spurningum (fara ekki undan í flæmingi). Og þetta lýsir sér líka í því að þeir brenna svo fyrir sínum málstað að fölskvalaus ástríða þeirra kveikir í öðrum. Það er ekki að ástæðulausu að Halla Tómasdóttir var talin sigurvegari kappræðnanna í sjónvarpinu. Þar gátu íslendingar séð alla þessa kosti skýrt og greinilega (horfið endilega á þessar kappræður ef þið hafið ekki séð þær). Ef við skoðum aðeins sögu Höllu, þá er hún píparadóttir úr Kópavoginum, úr fjölskyldu sem átti á köflum við fjárhagslegt óöryggi að stríða. Rétt rúmlega tvítug fer hún þó brött til Bandaríkjanna í nám, nær frábærum árangri og heillar bæði kennara og vinnuveitendur. Ferill hennar hefur síðan þá verið ótrúlega farsæll og þó að við íslendingar höfum ekki borið gæfu til að velja hana sem forseta árið 2016, hafa aðrir erlendis komið auga á hennar óvéfengjanlegu leiðtogahæfileika. Til dæmis var hún valin til að tala á aðalsviði TED.COM, sem er mikill heiður. Þar stóð hún sig svo vel að henni var boðið aftur og aftur. Það er nánast einsdæmi. Eins sáu áhrifamiklir aðilar, sem vildu bæta heiminn, réttu hæfileikana í henni og báðu hana um að verða forstjóra The B Team. Því starfi hefur Halla gegnt í 6 ár og brennur fyrir því að sannfæra bæði stjórnmálamenn og ráðamenn í atvinnulífinu um að breyta hugarfarinu á bak við rekstur fyrirtækja með þeim hætti að hagnaðarsjónarmið sé ekki allsráðandi. Hún berst fyrir nýrri skilgreiningu á langtíma velgengni fyrirtækja þar sem allir hagaðilar fái að njóta. Fyrir mér er það einmitt sú ástríða sem ég vil sjá í forseta landsins. Í samtölum mínum við Höllu Tómasar hef ég sannfærst um að við íslendingar þurfum á hennar leiðtogahæfileikum að halda. Hún mun ekki hygla ákveðnum stjórnálaflokkum eða stefnum. Sannfæring hennar leyfir ekki slíka meðvirkni og í stað þess mun hennar innri áttaviti krefjast þess að hún styðji eingöngu við það sem er rétt fyrir íslensku þjóðina. Ég veit að Halla mun verja langtíma hag okkar íslendinga og vera skær og öflug rödd okkar litla lands í stórum heimi. Hún er leiðtogi sem allir kjósendur ættu að kynna sér vel því hún hefur nú þegar augu og eyru áhrifafólks um allan heim. Ég persónulega er viss í minni sök. Ég er stoltur af því að velja Höllu Tómasar sem minn forseta. Höfundur þessarar greinar hefur í rúm 20 ár starfað sem stjórnendaþjálfari fyrir mörg af stærstu fyritækjum heims, stofnanir og samtök, í á fjórða tug landa í 5 heimsálfum. Árið 2022 gaf hann út metsölubókina Beyond Ego – The Inner Compass of Conscious Leadership.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar