Lending í Nauthólsvík lengi ferðina um korter til tuttugu mínútur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2024 14:01 Hópur lækna sem starfar meðal annars á þyrlum Landhelgisgæslunnar vill að þyrlupallur verði ofan á nýja Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar hefur áhyggjur af því að enginn þyrlupallur verði á hinu nýja Þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. Það sé allt of langt og áhættusamt að ferðast með þá allra veikustu og mest slösuðu frá þyrlupalli í Nauthólsvík. Hver einasta mínúta skipti máli. Fyrir helgi sendi hópurinn frá sér yfirlýsingu á Vísi þar sem læknarnir sögðust ekki geta orða bundist vegna framtíðarskipulags sjúkraflutninga með þyrlu. Þeir tóku mið af samkomulagi sem gert var nýverið á milli Reykjavíkurborgar og Landspítala um byggingu þyrlupalls við Nauthólsvík vegna sjúkraflugs að nýja þjóðarsjúkrahúsinu við Hringbraut. Viðar Magnússon, einn læknanna, segir að upphaflega hafi staðið til að þyrlupallur yrði á sjúkrahúsinu sjálfu. „Síðan virðist eitthvað hafa komið upp í þessu ferli, mögulega út frá því að Landhelgisgæslan breytti um og er núna á stærri þyrlum heldur en áður. Áður voru þyrlurnar 8,6 tonn og eru núna 11 tonna þyrlur og það krefst jú stærri þyrlupalls og betri nálgunar við pallinn, hann þarf að vera stór og sterkur og þarf að þola þessar stóru þyrlur sem eru með mikið niðurstreymi og þá þarf líka að verja gesti og gangandi niðri á jörðu og svoleiðis,“ útskýrir Viðar. Viðar segist eindregið hafa hvatt framkvæmdastjóra nýs Landspítala, ráðherra og forstjóra Landspítala til að hafa þyrlupall á þjóðarsjúkrahúsinu en hann óttast að nú sé mikil óvissa um málið. Hver einasta mínúta skipti máli þegar verið sé að flytja þá alla veikustu og mest slösuðu. Hann telur að með því að lenda í Nauthólsvík muni það lengja ferðina um fimmtán til tuttugu mínútur þrátt fyrir að verkfræðingar hafi áætlað lenginguna níutíu sekúndur. „En við sem störfum við þetta, læknarnir sem starfa á þyrlunni og erum ýmist að lenda með sjúklinga beint við hliðina á bráðamóttökunni í Fossvogi eða á flugvelli og flytja þá þaðan ýmist upp á Fossvog eða upp á Landspítalann við Hringbraut, við vitum það að þegar við erum með okkar veikustu sjúklinga sem hafa sem mestan búnað hangandi við sig; öndunarvélar, stuðtæki, mónitorar og alls konar dælur, þetta eru bara svo flóknir flutningar, þeir taka lengri tíma, það tekur lengri tíma að taka þá út úr þyrlunni og færa þá yfir á sjúkrabíl og úr sjúkrabílnum yfir á spítalann,“ segir Viðar. Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Það þarf þyrlupall við þjóðarsjúkrahúsið Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. 24. maí 2024 09:00 Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
Fyrir helgi sendi hópurinn frá sér yfirlýsingu á Vísi þar sem læknarnir sögðust ekki geta orða bundist vegna framtíðarskipulags sjúkraflutninga með þyrlu. Þeir tóku mið af samkomulagi sem gert var nýverið á milli Reykjavíkurborgar og Landspítala um byggingu þyrlupalls við Nauthólsvík vegna sjúkraflugs að nýja þjóðarsjúkrahúsinu við Hringbraut. Viðar Magnússon, einn læknanna, segir að upphaflega hafi staðið til að þyrlupallur yrði á sjúkrahúsinu sjálfu. „Síðan virðist eitthvað hafa komið upp í þessu ferli, mögulega út frá því að Landhelgisgæslan breytti um og er núna á stærri þyrlum heldur en áður. Áður voru þyrlurnar 8,6 tonn og eru núna 11 tonna þyrlur og það krefst jú stærri þyrlupalls og betri nálgunar við pallinn, hann þarf að vera stór og sterkur og þarf að þola þessar stóru þyrlur sem eru með mikið niðurstreymi og þá þarf líka að verja gesti og gangandi niðri á jörðu og svoleiðis,“ útskýrir Viðar. Viðar segist eindregið hafa hvatt framkvæmdastjóra nýs Landspítala, ráðherra og forstjóra Landspítala til að hafa þyrlupall á þjóðarsjúkrahúsinu en hann óttast að nú sé mikil óvissa um málið. Hver einasta mínúta skipti máli þegar verið sé að flytja þá alla veikustu og mest slösuðu. Hann telur að með því að lenda í Nauthólsvík muni það lengja ferðina um fimmtán til tuttugu mínútur þrátt fyrir að verkfræðingar hafi áætlað lenginguna níutíu sekúndur. „En við sem störfum við þetta, læknarnir sem starfa á þyrlunni og erum ýmist að lenda með sjúklinga beint við hliðina á bráðamóttökunni í Fossvogi eða á flugvelli og flytja þá þaðan ýmist upp á Fossvog eða upp á Landspítalann við Hringbraut, við vitum það að þegar við erum með okkar veikustu sjúklinga sem hafa sem mestan búnað hangandi við sig; öndunarvélar, stuðtæki, mónitorar og alls konar dælur, þetta eru bara svo flóknir flutningar, þeir taka lengri tíma, það tekur lengri tíma að taka þá út úr þyrlunni og færa þá yfir á sjúkrabíl og úr sjúkrabílnum yfir á spítalann,“ segir Viðar.
Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Það þarf þyrlupall við þjóðarsjúkrahúsið Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. 24. maí 2024 09:00 Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
Það þarf þyrlupall við þjóðarsjúkrahúsið Nýverið bárust af því fréttir að Reykjavíkurborg og Landspítali hafi gert með sér samkomulag um vilja til byggingar þyrlupalls við Nauthólsvík. Tilgangurinn mun vera að stytta flutningstíma þeirra sjúklinga sem þyrftu að koma með þyrlu til Landspítalans í Reykjavík þegar öll starfsemi spítalans væri sameinuð í nýjum byggingum við Hringbraut. 24. maí 2024 09:00
Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12