Andrea Kristín enn dæmd í fangelsi Árni Sæberg skrifar 27. maí 2024 14:07 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Andrea Kristín Unnarsdóttir, kona á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur hlotið refsidóma, hefur verið dæmd til 25 mánaða fangelsisvistar fyrir skjala- og umferðarlagabrot. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 21. maí, segir að málið hafi verið höfðað með tveimur ákærum. Annars vegar fyrir umferðarlagabrot, með því að aka undir áhrifum amfetamíns og kannabiss og svipt ökuréttindum. Hins vegar fyrir skjala-og umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 26. júní 2023, sett í blekkingarskyni skráningarmerki, sem tilheyrði bíl af gerðinni Toyota Corolla, á aðra bifreið og ekið henni þannig svipt ökurétti um Kaldárselsveg í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Sjötta skiptið Í dóminum segir að Andrea Kristín hafi játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi hún nú í sjötta sinn, eftir að hún varð fullra átján ára og innan ítrekunartíma gerst sek um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og/eða áfengis og í fjórða sinn gerst sek um akstur svipt ökurétti. Áralangur brotaferill Sem áður segir hefur Andrea Kristín ítrekað verið dæmd til fangelsisvistar. Hún hefur í gegnum tíðina verið kölluð Andrea slæma stelpa í fjölmiðlaumfjöllun um glæpaferil hennar. Þekktust er hún fyrir að hafa hlotið fimm og hálfs árs dóm í Hæstarétti fyrir hrottalega líkamsárás árið 2011. Í dómi héraðsdóms er farið ítarlega yfir dómasögu Andreu Kristínar hvað umferðarlagabrot varðar. Þar segir að hún hafi síðast verið dæmd í sex mánaða fangelsi árið 2021 og þar áður í tveggja ára og átta mánaða fangelsi árið 2022. Henni hafi verið veitt reynslulausn á afplánun 595 daga eftirstöðva refsingar vegna fyrri dóma, skilorðsbundið í tvö ár frá 27. desember 2022. Með broti því sem Andrea Kristín er nú sakfelld fyrir hafi hún rofið skilorð reynslulausnarinnar sem henni var veitt og hún því dæmd upp og refsing hennar ákveðin í einu lagi. Mátu sakhæfi Í dóminum segir að við meðferð málsins hafi verið dómkvaddir tveir matsmenn, geðlæknir og bæklunarlæknir, til að leggja mat á sakhæfi Andreu Kristínar og andlegt og líkamlegt heilbrigði hennar. Í niðurstöðu þeirra hafi komið fram að Andrea Kristín uppfyllti ekki skilyrði hegningarlaga um ósakhæfi, og hefði sennilega aldrei gert. Varðandi það hvort fangelsisvist myndi bera árangur í tilfelli Andreu Kristínar hafi læknarnir talið ljóst að fangelsisrefsing hafi litlu breytt fyrir hana. Aðalvandamál hennar nú virðist vera að hún fái mjög lítinn félagslegan stuðning og meðan svo sé sé nánast einsýnt að hún geti ekki þrifist utan fangelsisins í langan tíma í senn. Í niðurstöðu dómsins segir að með vísan til sakarefnis og dómvenju væri refsing Andreu Kristínar hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði. Þá var henni gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 600 þúsund krónur, og 1,2 milljónir króna í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Umferð Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 21. maí, segir að málið hafi verið höfðað með tveimur ákærum. Annars vegar fyrir umferðarlagabrot, með því að aka undir áhrifum amfetamíns og kannabiss og svipt ökuréttindum. Hins vegar fyrir skjala-og umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 26. júní 2023, sett í blekkingarskyni skráningarmerki, sem tilheyrði bíl af gerðinni Toyota Corolla, á aðra bifreið og ekið henni þannig svipt ökurétti um Kaldárselsveg í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Sjötta skiptið Í dóminum segir að Andrea Kristín hafi játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi hún nú í sjötta sinn, eftir að hún varð fullra átján ára og innan ítrekunartíma gerst sek um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og/eða áfengis og í fjórða sinn gerst sek um akstur svipt ökurétti. Áralangur brotaferill Sem áður segir hefur Andrea Kristín ítrekað verið dæmd til fangelsisvistar. Hún hefur í gegnum tíðina verið kölluð Andrea slæma stelpa í fjölmiðlaumfjöllun um glæpaferil hennar. Þekktust er hún fyrir að hafa hlotið fimm og hálfs árs dóm í Hæstarétti fyrir hrottalega líkamsárás árið 2011. Í dómi héraðsdóms er farið ítarlega yfir dómasögu Andreu Kristínar hvað umferðarlagabrot varðar. Þar segir að hún hafi síðast verið dæmd í sex mánaða fangelsi árið 2021 og þar áður í tveggja ára og átta mánaða fangelsi árið 2022. Henni hafi verið veitt reynslulausn á afplánun 595 daga eftirstöðva refsingar vegna fyrri dóma, skilorðsbundið í tvö ár frá 27. desember 2022. Með broti því sem Andrea Kristín er nú sakfelld fyrir hafi hún rofið skilorð reynslulausnarinnar sem henni var veitt og hún því dæmd upp og refsing hennar ákveðin í einu lagi. Mátu sakhæfi Í dóminum segir að við meðferð málsins hafi verið dómkvaddir tveir matsmenn, geðlæknir og bæklunarlæknir, til að leggja mat á sakhæfi Andreu Kristínar og andlegt og líkamlegt heilbrigði hennar. Í niðurstöðu þeirra hafi komið fram að Andrea Kristín uppfyllti ekki skilyrði hegningarlaga um ósakhæfi, og hefði sennilega aldrei gert. Varðandi það hvort fangelsisvist myndi bera árangur í tilfelli Andreu Kristínar hafi læknarnir talið ljóst að fangelsisrefsing hafi litlu breytt fyrir hana. Aðalvandamál hennar nú virðist vera að hún fái mjög lítinn félagslegan stuðning og meðan svo sé sé nánast einsýnt að hún geti ekki þrifist utan fangelsisins í langan tíma í senn. Í niðurstöðu dómsins segir að með vísan til sakarefnis og dómvenju væri refsing Andreu Kristínar hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði. Þá var henni gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 600 þúsund krónur, og 1,2 milljónir króna í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Umferð Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent