Hart sótt að Sunak vegna hugmynda um herþjónustu fyrir 18 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2024 07:09 Kosningabaráttan er hafin og Sunak verið á ferð og flugi að hitta kjósendur. Með honum í för er eigikona hans, Akshata Murty, en faðir hennar er meðal ríkustu manna heims. AP/Chris Ratcliffe Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hugmyndir sem hann varpaði fram á dögunum um að taka upp herþjónustu fyrir 18 ára. Forsætisráðherrann sagði Íhaldsflokkinn hyggjast skikka 18 ára einstaklinga til að sinna samfélagsþjónustu, annað hvort með því að ganga í herinn eða sinna öðrum störfum eina viku í mánuði. Útfærslan virðist aðeins á reiki en tilgangurinn ku meðal annars sá að rækta hjá unga fólkinu skyldurækni gagnvart landi og þjóð. Sunak boðaði á dögunum til þingkosninga í júlí, sem kom nokkuð á óvart þar sem allar kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn muni bíða afhroð. Þá þykir þetta nýjasta útspil ekki munu verða til þess að auka fylgi flokksins. Talsmenn Verkamannaflokksins voru ekki lengi að gagnrýna hugmyndirnar, sem þeir sögðu ekki annað en enn eitt kostnaðarsamt kosningaloforð Íhaldsmanna. Hugmyndirnar væru í raun til marks um hugmyndaþurrð. Undir þetta taka fyrrverandi yfirmenn innan hersins, sem segja um að ræða gríðarlega kostnaðarsamt uppátæki. „Það gleður mig ef fleira ungt fólk kynnir sér varnarmál og langar að taka þátt... en þetta er klikkað,“ hefur Guardian eftir Alan West, fyrrverandi yfirmanni hjá sjóhernum. „Við þurfum að verja meiru til varnarmála en með því að gera það sem hann er að leggja til erum við að sjúga pening frá varnarmálum.“ Richard Dannatt, annar fyrrverandi yfirmaður innan hersins, segir hugmyndirnar lítið annað en kosningabrellu. „Kostnaðurinn við þetta yrði talsverður þegar kemur að þjálfun og innviðum. Það er ekki bara hægt að láta þetta á herðar hersins sem eitt verkefnið í viðbót.“ Það vekur athygli að hugmyndunum var varpað fram aðeins tveimur dögum eftir að varnarmálaráðherrann Andrew Murrison sagði að stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að taka upp herþjónustu fyrir ungt fólk, þar sem skaðinn yrði mögulega meiri en ávinningurinn. Það gæti til að mynda komið niður á hernum ef mögulega óviljug ungmenni yrðu skikkuð til að sinna herþjónustu með atvinnuhermönnum og á hinn bóginn hefði það takmarkað gagn að halda þeim aðskildum frá öðrum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Forsætisráðherrann sagði Íhaldsflokkinn hyggjast skikka 18 ára einstaklinga til að sinna samfélagsþjónustu, annað hvort með því að ganga í herinn eða sinna öðrum störfum eina viku í mánuði. Útfærslan virðist aðeins á reiki en tilgangurinn ku meðal annars sá að rækta hjá unga fólkinu skyldurækni gagnvart landi og þjóð. Sunak boðaði á dögunum til þingkosninga í júlí, sem kom nokkuð á óvart þar sem allar kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn muni bíða afhroð. Þá þykir þetta nýjasta útspil ekki munu verða til þess að auka fylgi flokksins. Talsmenn Verkamannaflokksins voru ekki lengi að gagnrýna hugmyndirnar, sem þeir sögðu ekki annað en enn eitt kostnaðarsamt kosningaloforð Íhaldsmanna. Hugmyndirnar væru í raun til marks um hugmyndaþurrð. Undir þetta taka fyrrverandi yfirmenn innan hersins, sem segja um að ræða gríðarlega kostnaðarsamt uppátæki. „Það gleður mig ef fleira ungt fólk kynnir sér varnarmál og langar að taka þátt... en þetta er klikkað,“ hefur Guardian eftir Alan West, fyrrverandi yfirmanni hjá sjóhernum. „Við þurfum að verja meiru til varnarmála en með því að gera það sem hann er að leggja til erum við að sjúga pening frá varnarmálum.“ Richard Dannatt, annar fyrrverandi yfirmaður innan hersins, segir hugmyndirnar lítið annað en kosningabrellu. „Kostnaðurinn við þetta yrði talsverður þegar kemur að þjálfun og innviðum. Það er ekki bara hægt að láta þetta á herðar hersins sem eitt verkefnið í viðbót.“ Það vekur athygli að hugmyndunum var varpað fram aðeins tveimur dögum eftir að varnarmálaráðherrann Andrew Murrison sagði að stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að taka upp herþjónustu fyrir ungt fólk, þar sem skaðinn yrði mögulega meiri en ávinningurinn. Það gæti til að mynda komið niður á hernum ef mögulega óviljug ungmenni yrðu skikkuð til að sinna herþjónustu með atvinnuhermönnum og á hinn bóginn hefði það takmarkað gagn að halda þeim aðskildum frá öðrum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira