Úlfarnir ráða ekkert við Luka og Kyrie Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 06:31 Luka Doncic faðmar Kyrie Irving eftir sigur Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves í nótt. AP/Gareth Patterson Dallas Mavericks er aðeins einum sigri frá lokaúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta eftir þriðja sigurinn í röð á Minnesota Timberwolves í nótt. Dallas hefur ekki komist alla leið í úrslitaeinvígið í þrettán ár en það er fátt sem virðist koma í veg fyrir það. Staðan er orðin 3-0 og ekkert lið hefur komið til baka úr þeirri stöðu í úrslitakeppni NBA. Luka Doncic og Kyrie Irving skoruðu báðir 33 stig í 116-107 sigri í fyrsta leiknum sem fór fram á heimavelli Dallas liðsins. Fyrstu tvo leikina vann liðið á heimavelli Timberwolves. Dallas var enn á ný sterkara liðið á lokamínútunum sem liðið vann að þessu sinni 14-3. Minnesota var þannig 104-102 yfir þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Kyrie var sérstaklega öflugur í lokin en hann skoraði fjórtán stig í fjórða leikhlutanum. "That's why they call him Mr. 4th quarter... he's born for clutch situations"Kyrie dropped 14 in the 4th to close out Game 3 🔥 pic.twitter.com/7G6p5hEq9k— NBA (@NBA) May 27, 2024 Luka og Kyrie tóku yfir leikinn í lokin enda er þetta tvíeyki er hannað til að klára leiki. Það er nógu erfitt að eiga við þá í sitthvoru lagi hvað þá saman. Þeir eru líka búnir að finna taktinn enda er þetta fimmti sigur liðsins í röð í úrslitakeppninni. Þetta var líka þriðji leikurinn í þessari úrslitakeppni þar sem þeir skora báðir þrjátíu stig eða meira. „Við segjum bara einn í viðbót. Við þurfum að vinna einn í viðbót. Það er ekkert í höfn. Þeir eru með stórkostlegt lið þannig að þetta er ekkert búið. Við verðum að vinna einn í viðbót því við þurfum á hvíldinni að halda,“ sagði Luka Doncic. „Þeir eru að reyna tvídekka mig allan leikinn og að reyna að tvídekka Kai líka. Það gerir okkur bara betri. Allir snerta boltann og allir eru í inn í leiknum. Þetta var stórkostlegur sigur,“ sagði Luka. Luka og Kyrie voru líka tveir stoðsendingahæstu menn Dallas liðsins og því allt í öllu. Næstur í stigaskori var P.J. Washington með 16 stig. Anthony Edwards skoraði 26 stig þar af átta stig í röð þegar Timberwolves jafnaði leikinn í þriðja leikhluta. Hann var einnig með 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Mike Conley skoraði 16 stig og Jaden McDaniels var með 15 stig. Karl-Anthony Towns skoraði bara fjórtán stig og klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. THIS. DUO. 🤩Luka: 33 PTS, 5 3PM, 7 REB, 5 AST, 5 STLKyrie: 33 PTS (14 in 4Q), 3 3PM, 4 ASTMavs take a 3-0 lead in the West Finals! pic.twitter.com/KJYawcmsEl— NBA (@NBA) May 27, 2024 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fleiri fréttir Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Sjá meira
Dallas hefur ekki komist alla leið í úrslitaeinvígið í þrettán ár en það er fátt sem virðist koma í veg fyrir það. Staðan er orðin 3-0 og ekkert lið hefur komið til baka úr þeirri stöðu í úrslitakeppni NBA. Luka Doncic og Kyrie Irving skoruðu báðir 33 stig í 116-107 sigri í fyrsta leiknum sem fór fram á heimavelli Dallas liðsins. Fyrstu tvo leikina vann liðið á heimavelli Timberwolves. Dallas var enn á ný sterkara liðið á lokamínútunum sem liðið vann að þessu sinni 14-3. Minnesota var þannig 104-102 yfir þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Kyrie var sérstaklega öflugur í lokin en hann skoraði fjórtán stig í fjórða leikhlutanum. "That's why they call him Mr. 4th quarter... he's born for clutch situations"Kyrie dropped 14 in the 4th to close out Game 3 🔥 pic.twitter.com/7G6p5hEq9k— NBA (@NBA) May 27, 2024 Luka og Kyrie tóku yfir leikinn í lokin enda er þetta tvíeyki er hannað til að klára leiki. Það er nógu erfitt að eiga við þá í sitthvoru lagi hvað þá saman. Þeir eru líka búnir að finna taktinn enda er þetta fimmti sigur liðsins í röð í úrslitakeppninni. Þetta var líka þriðji leikurinn í þessari úrslitakeppni þar sem þeir skora báðir þrjátíu stig eða meira. „Við segjum bara einn í viðbót. Við þurfum að vinna einn í viðbót. Það er ekkert í höfn. Þeir eru með stórkostlegt lið þannig að þetta er ekkert búið. Við verðum að vinna einn í viðbót því við þurfum á hvíldinni að halda,“ sagði Luka Doncic. „Þeir eru að reyna tvídekka mig allan leikinn og að reyna að tvídekka Kai líka. Það gerir okkur bara betri. Allir snerta boltann og allir eru í inn í leiknum. Þetta var stórkostlegur sigur,“ sagði Luka. Luka og Kyrie voru líka tveir stoðsendingahæstu menn Dallas liðsins og því allt í öllu. Næstur í stigaskori var P.J. Washington með 16 stig. Anthony Edwards skoraði 26 stig þar af átta stig í röð þegar Timberwolves jafnaði leikinn í þriðja leikhluta. Hann var einnig með 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Mike Conley skoraði 16 stig og Jaden McDaniels var með 15 stig. Karl-Anthony Towns skoraði bara fjórtán stig og klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. THIS. DUO. 🤩Luka: 33 PTS, 5 3PM, 7 REB, 5 AST, 5 STLKyrie: 33 PTS (14 in 4Q), 3 3PM, 4 ASTMavs take a 3-0 lead in the West Finals! pic.twitter.com/KJYawcmsEl— NBA (@NBA) May 27, 2024
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fleiri fréttir Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Sjá meira