Genoa endar tímabilið með 49 stig og gulltryggði ellefta sætið með þessum sigri.
Albert Guðmundsson náði ekki að bæta við marki en lagði upp síðara mark liðsins í leiknum.
Ruslan Malinovsky skoraði fyrra markið á 13. mínútu leiksins og staðan var 1-0 í hálfleik.
Albert lagði síðan upp annað markið fyrir Vitor Oliveira á 59. mínútu.
Albert endar tímabilið með fjórtán mörk og fjórar stoðsendingar. Hann er eins og er í fjórða til fimmta sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.