Alþingi slátrar jafnræðisreglunni Ólafur Stephensen skrifar 24. maí 2024 13:16 Þessa dagana stendur yfir útboð á tollkvóta til að flytja inn búvörur frá Evrópusambandinu. Tollkvótar eru takmarkað magn búvara, sem flytja má inn án tolla samkvæmt samningi Íslands og ESB frá 2015. Til að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru þurfa innflytjendur að bjóða í kvótana og greiða fyrir þá svokallað útboðsgjald. Í opinberri umræðu er þessum innflutningi oft stillt upp sem ógn við innlenda búvöruframleiðslu, en staðreyndin er þó sú að innlendir framleiðendur, einkum kjötafurðastöðvar, flytja inn drjúgan hluta tollkvótans. Frá ársbyrjun 2022 hafa innlendar afurðastöðvar, sláturhús og tengd fyrirtæki, flutt inn 90% tollkvótans fyrir svínakjöt frá ESB, 46% tollkvóta fyrir alifuglakjöt ræktað með hefðbundnum hætti og 24% nautakjötskvótans. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, stór aðildarfélög Alþýðusambandins og fleiri samtök hafa bent á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar keppi við innflutningsfyrirtæki um tollkvótana. Með því að bjóða hátt í kvótana tryggja afurðastöðvarnar hlutdeild sína í innflutningnum, en stuðla jafnframt að hækkun á verði innfluttu vörunnar og þar með að því að hægt sé að halda uppi verði innlendrar framleiðslu, sem fær minni samkeppni fyrir vikið. Stjórnvöld hafa í engu sinnt ítrekuðum ábendingum um að með þessu sé innlendum framleiðendum í raun gert kleift að hindra þá samkeppni við sjálfa sig, sem tollkvótarnir áttu að skapa. Sumir undanþegnir refsingu, aðrir ekki Nú hefur ríkisvaldið þvert á móti bætt um betur, með því að veita kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum með nýlegum breytingum Alþingis á búvörulögum. Í bréfi matvælaráðuneytisins til atvinnuveganefndar þingsins 8. apríl sl. segist ráðuneytið meta það svo að undanþága afurðastöðvanna nái einnig til annars rekstrar þeirra en slátrunar og vinnslu kjötafurða, t.d. til innflutnings landbúnaðarafurða. Samráð afurðastöðvanna um tilboð í tollkvóta er þá líka undanþegið bannákvæðum samkeppnislaganna. Þetta þýðir að stjórnendur afurðastöðvanna geta átt með sér samráð um tilboð í tollkvóta til að tryggja sér enn stærri hluta af honum og hækka á honum verðið til að draga úr samkeppni innflutnings við eigin framleiðslu. Slíkt samráð hefði engar afleiðingar fyrir þá, af því að samkeppnislögin og refsiákvæði þeirra hafa verið tekin úr sambandi. Stjórnendur kjötinnflutningsfyrirtækja, sem eru ekki afurðastöðvar, mega hins vegar ekki hafa með sér slíkt samráð. Við slíku athæfi þeirra liggur allt að sex ára fangelsisrefsing, skv. tölulið d. í 41. grein a. í samkeppislögum. Jafnræðisreglan er formfesting á hornsteini allrar réttlætiskenndar. Í henni felst að sömu reglur eigi við um þá sem eru í sömu stöðu. Sérstaklega er jafnræðisreglan mikilvæg þegar kemur að því að ákveða hvaða háttsemi sé refsiverð í samfélagi okkar. Þegar ákveðið er að einum hópi fyrirtækja sé heimilt að fremja verknað sem öðrum væri refsað fyrir, við nákvæmlega sömu aðstæður, er almennri réttlætiskennd misboðið. Einmitt það hefur Alþingi gert með því að koma á ástandi, þar sem hópur stjórnenda fyrirtækja er undanþeginn refsingu fyrir brot, sem keppinautar þeirra á sama markaði geta fengið sekt eða sex ára fangelsi fyrir. Þetta er eitt af mörgum atriðum í hinni nýlegu breytingu á búvörulögunum sem gerir hana að ólögum, sem þarf að hnekkja eða draga til baka. Höfundur er formaður Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Alþingi Evrópusambandið Neytendur Atvinnurekendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir útboð á tollkvóta til að flytja inn búvörur frá Evrópusambandinu. Tollkvótar eru takmarkað magn búvara, sem flytja má inn án tolla samkvæmt samningi Íslands og ESB frá 2015. Til að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru þurfa innflytjendur að bjóða í kvótana og greiða fyrir þá svokallað útboðsgjald. Í opinberri umræðu er þessum innflutningi oft stillt upp sem ógn við innlenda búvöruframleiðslu, en staðreyndin er þó sú að innlendir framleiðendur, einkum kjötafurðastöðvar, flytja inn drjúgan hluta tollkvótans. Frá ársbyrjun 2022 hafa innlendar afurðastöðvar, sláturhús og tengd fyrirtæki, flutt inn 90% tollkvótans fyrir svínakjöt frá ESB, 46% tollkvóta fyrir alifuglakjöt ræktað með hefðbundnum hætti og 24% nautakjötskvótans. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, stór aðildarfélög Alþýðusambandins og fleiri samtök hafa bent á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar keppi við innflutningsfyrirtæki um tollkvótana. Með því að bjóða hátt í kvótana tryggja afurðastöðvarnar hlutdeild sína í innflutningnum, en stuðla jafnframt að hækkun á verði innfluttu vörunnar og þar með að því að hægt sé að halda uppi verði innlendrar framleiðslu, sem fær minni samkeppni fyrir vikið. Stjórnvöld hafa í engu sinnt ítrekuðum ábendingum um að með þessu sé innlendum framleiðendum í raun gert kleift að hindra þá samkeppni við sjálfa sig, sem tollkvótarnir áttu að skapa. Sumir undanþegnir refsingu, aðrir ekki Nú hefur ríkisvaldið þvert á móti bætt um betur, með því að veita kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum með nýlegum breytingum Alþingis á búvörulögum. Í bréfi matvælaráðuneytisins til atvinnuveganefndar þingsins 8. apríl sl. segist ráðuneytið meta það svo að undanþága afurðastöðvanna nái einnig til annars rekstrar þeirra en slátrunar og vinnslu kjötafurða, t.d. til innflutnings landbúnaðarafurða. Samráð afurðastöðvanna um tilboð í tollkvóta er þá líka undanþegið bannákvæðum samkeppnislaganna. Þetta þýðir að stjórnendur afurðastöðvanna geta átt með sér samráð um tilboð í tollkvóta til að tryggja sér enn stærri hluta af honum og hækka á honum verðið til að draga úr samkeppni innflutnings við eigin framleiðslu. Slíkt samráð hefði engar afleiðingar fyrir þá, af því að samkeppnislögin og refsiákvæði þeirra hafa verið tekin úr sambandi. Stjórnendur kjötinnflutningsfyrirtækja, sem eru ekki afurðastöðvar, mega hins vegar ekki hafa með sér slíkt samráð. Við slíku athæfi þeirra liggur allt að sex ára fangelsisrefsing, skv. tölulið d. í 41. grein a. í samkeppislögum. Jafnræðisreglan er formfesting á hornsteini allrar réttlætiskenndar. Í henni felst að sömu reglur eigi við um þá sem eru í sömu stöðu. Sérstaklega er jafnræðisreglan mikilvæg þegar kemur að því að ákveða hvaða háttsemi sé refsiverð í samfélagi okkar. Þegar ákveðið er að einum hópi fyrirtækja sé heimilt að fremja verknað sem öðrum væri refsað fyrir, við nákvæmlega sömu aðstæður, er almennri réttlætiskennd misboðið. Einmitt það hefur Alþingi gert með því að koma á ástandi, þar sem hópur stjórnenda fyrirtækja er undanþeginn refsingu fyrir brot, sem keppinautar þeirra á sama markaði geta fengið sekt eða sex ára fangelsi fyrir. Þetta er eitt af mörgum atriðum í hinni nýlegu breytingu á búvörulögunum sem gerir hana að ólögum, sem þarf að hnekkja eða draga til baka. Höfundur er formaður Félags atvinnurekenda.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun