„Langaði að klára þetta og svo ákveða hvað ég geri næst“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. maí 2024 13:01 Sara Rún með Íslandsmeistaratitilinn sem Keflavík vann í gær. skjáskot Sara Rún Hinriksdóttir sneri heim til Keflavíkur úr atvinnumennsku í janúar og endaði tímabilið sem tvöfaldur meistari. Hún var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins þegar Keflavík hampaði Íslandsmeistaratitlinum í gær. „Mjög glöð, mjög ánægð með þetta. Sérstakt að gera þetta fyrir framan fólkið sitt og allan bæinn. Þvílík stemning sem er hérna.“ Sara spilaði síðast á Íslandi með Haukum tímabilið 2020-21, þá var hún valin besti leikmaður deildarinnar. Síðan þá hefur hún spilað erlendis og var fyrri hluta þessa tímabils leikmaður AE Sedis Bàsquet á Spáni. „Það tók mig smá tíma að venjast körfuboltanum hérna heima. Þetta er bara allt öðruvísi en ég er vön. En það kom á réttum tíma. Bara virkilega sátt. Að vissu leiti Stjörnunni að þakka Keflavík vann úrslitaeinvígið afar sannfærandi, fyrsti leikur var reyndar tvíframlengdur en næstu leikur unnust nokkuð örugglega og einvígið endaði 3-0. Sara sagði undanúrslitaeinvígi Keflavíkur gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hafa gert liðið betur búið fyrir úrslitaeinvígið. „Má maður segja Stjörnunni? Þær gerðu okkur tilbúnar í þessa seríu. Við urðum vanar því að spila marga leiki á stuttum tíma. Þakka þeim fyrir, þær voru geggjaðar og gerðu okkur góðar.“ Mikil pressa og framtíðin óráðin Pressan var auðvitað mikil á Söru þegar hún sneri heim. Hún hefur fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins, verið burðarás í íslenska landsliðinu og gekk til liðs við besta lið deildarinnar. Kröfurnar voru skýrar, titlar þurftu að skila sér. Sara segist hafa þurft tíma til að koma sér inn í hlutina og sýna sínar bestu hliðar. „Já, ég held að erfiðast fyrir mig er að ég skora mikið og tek mikið að mér en stundum finnst mér það erfitt. Það var pressa en ég vildi ekki gera of mikið og fannst erfitt að taka pláss. En svo reyndi ég bara að aðlaga leik minn þannig að ég dró hinar með mér og geri þær betri í kringum mig.“ Hvað framtíð Söru varðar er hún óráðin, eflaust vill Keflavík halda henni í sínum röðum, en sjálf segist hún opin fyrir öllu. „Ég veit það ekki, get ekkert sagt, langaði að klára þetta og svo ákveða hvað ég geri næst. Ég er opinn fyrir öllu, ótrúlega gott að vera heima en líka ógeðslega gaman að vera úti.“ Klippa: PlayAir leiksins: Sara Rún Innslagið allt og viðtalið við Söru má sjá spilaranum hér að ofan. Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. 22. maí 2024 20:55 Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. 17. janúar 2024 22:39 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
„Mjög glöð, mjög ánægð með þetta. Sérstakt að gera þetta fyrir framan fólkið sitt og allan bæinn. Þvílík stemning sem er hérna.“ Sara spilaði síðast á Íslandi með Haukum tímabilið 2020-21, þá var hún valin besti leikmaður deildarinnar. Síðan þá hefur hún spilað erlendis og var fyrri hluta þessa tímabils leikmaður AE Sedis Bàsquet á Spáni. „Það tók mig smá tíma að venjast körfuboltanum hérna heima. Þetta er bara allt öðruvísi en ég er vön. En það kom á réttum tíma. Bara virkilega sátt. Að vissu leiti Stjörnunni að þakka Keflavík vann úrslitaeinvígið afar sannfærandi, fyrsti leikur var reyndar tvíframlengdur en næstu leikur unnust nokkuð örugglega og einvígið endaði 3-0. Sara sagði undanúrslitaeinvígi Keflavíkur gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hafa gert liðið betur búið fyrir úrslitaeinvígið. „Má maður segja Stjörnunni? Þær gerðu okkur tilbúnar í þessa seríu. Við urðum vanar því að spila marga leiki á stuttum tíma. Þakka þeim fyrir, þær voru geggjaðar og gerðu okkur góðar.“ Mikil pressa og framtíðin óráðin Pressan var auðvitað mikil á Söru þegar hún sneri heim. Hún hefur fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins, verið burðarás í íslenska landsliðinu og gekk til liðs við besta lið deildarinnar. Kröfurnar voru skýrar, titlar þurftu að skila sér. Sara segist hafa þurft tíma til að koma sér inn í hlutina og sýna sínar bestu hliðar. „Já, ég held að erfiðast fyrir mig er að ég skora mikið og tek mikið að mér en stundum finnst mér það erfitt. Það var pressa en ég vildi ekki gera of mikið og fannst erfitt að taka pláss. En svo reyndi ég bara að aðlaga leik minn þannig að ég dró hinar með mér og geri þær betri í kringum mig.“ Hvað framtíð Söru varðar er hún óráðin, eflaust vill Keflavík halda henni í sínum röðum, en sjálf segist hún opin fyrir öllu. „Ég veit það ekki, get ekkert sagt, langaði að klára þetta og svo ákveða hvað ég geri næst. Ég er opinn fyrir öllu, ótrúlega gott að vera heima en líka ógeðslega gaman að vera úti.“ Klippa: PlayAir leiksins: Sara Rún Innslagið allt og viðtalið við Söru má sjá spilaranum hér að ofan.
Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. 22. maí 2024 20:55 Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. 17. janúar 2024 22:39 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. 22. maí 2024 20:55
Sara Rún snýr heim til Keflavíkur Sara Rún Hinriksdóttir er snúin heim frá Spáni og gengin aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík í Subway deild kvenna. Sara hefur verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár og fjórum sinnum hlotið nafnbótina körfuboltakona ársins. 17. janúar 2024 22:39