Segja fiskiolíu geta aukið líkurnar á gáttatifi og heilablóðfalli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2024 10:53 Fjölmargir taka lýsi og omega-3 á hverjum degi, í von um að það geri þeim gott. Getty Vísindamenn segja mögulega tímabært að leggja lýsispillurnar á hilluna, eða láta þær vera í hillunum, en niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis. Rannsóknin náði til gagna um 415 þúsund einstaklinga á aldrinum 40 til 69 ára í Breska lífgagnabankanum, sem geymir heilbrigðisgögn og lífsýni um 500 þúsund Breta. Hún leiddi í ljós að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Þessu var öfugt farið með þá sem höfðu þegar greinst með hjartasjúkdóm; hjá þeim virtist reglubundin neysla fiskolíu í formi fæðubótarefnis minnka líkurnar á hjartaáfalli í kjölfar gáttatifs um fimmtán prósent og minnka líkurnar á dauða af völdum hjartabilunar um níu prósent. Dr. Andrew Freeman, framkvæmdastjóri fyrirbyggjandi aðgerða og heilbrigðis hjá National Jewish Health í Denver, bendir á að þrátt fyrir að fjöldi fólks taki fiskiolíu í formi fæðubótarefnis sé almennt ekki mælt með neyslu hennar. Þá segir hann rannsóknir síðustu ár hafa leitt í ljós að neysla fiskiolíu í pilluformi hafi lítil eða engin áhrif. Freeman, sem átti ekki aðkomu að rannsókninni, segir hætturnar varðandi gáttatif og heilablóðfall séu þekktar. „Heilt á litið myndi ég segja að þeir dagar þegar fólk fór út í búð og keypti fötur af fiskiolíupillum til að halda sér heilbrigðu séu liðnir en fiskiolía kann enn að vera viðeigandi meðal fólks sem er veikt fyrir,“ segir hann. Sérfræðingar mæla almennt með því að fólk fái omega-3 fitusýrur beint úr feitum fisk, eða öðrum matvælum á borð við fræ og hnetur. Þá hefur CNN eftir Dr. Richard Isaacson, framkvæmdastjóra rannsókna hjá Institute for Neurodegenerative Diseases í Boca Raton á Flórída, að himinn og haf sé á milli þess að taka mikið unnar og geymsluþolnar pillur annars vegar og hreina og kælda vöru hins vegar. Heilbrigðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Rannsóknin náði til gagna um 415 þúsund einstaklinga á aldrinum 40 til 69 ára í Breska lífgagnabankanum, sem geymir heilbrigðisgögn og lífsýni um 500 þúsund Breta. Hún leiddi í ljós að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Þessu var öfugt farið með þá sem höfðu þegar greinst með hjartasjúkdóm; hjá þeim virtist reglubundin neysla fiskolíu í formi fæðubótarefnis minnka líkurnar á hjartaáfalli í kjölfar gáttatifs um fimmtán prósent og minnka líkurnar á dauða af völdum hjartabilunar um níu prósent. Dr. Andrew Freeman, framkvæmdastjóri fyrirbyggjandi aðgerða og heilbrigðis hjá National Jewish Health í Denver, bendir á að þrátt fyrir að fjöldi fólks taki fiskiolíu í formi fæðubótarefnis sé almennt ekki mælt með neyslu hennar. Þá segir hann rannsóknir síðustu ár hafa leitt í ljós að neysla fiskiolíu í pilluformi hafi lítil eða engin áhrif. Freeman, sem átti ekki aðkomu að rannsókninni, segir hætturnar varðandi gáttatif og heilablóðfall séu þekktar. „Heilt á litið myndi ég segja að þeir dagar þegar fólk fór út í búð og keypti fötur af fiskiolíupillum til að halda sér heilbrigðu séu liðnir en fiskiolía kann enn að vera viðeigandi meðal fólks sem er veikt fyrir,“ segir hann. Sérfræðingar mæla almennt með því að fólk fái omega-3 fitusýrur beint úr feitum fisk, eða öðrum matvælum á borð við fræ og hnetur. Þá hefur CNN eftir Dr. Richard Isaacson, framkvæmdastjóra rannsókna hjá Institute for Neurodegenerative Diseases í Boca Raton á Flórída, að himinn og haf sé á milli þess að taka mikið unnar og geymsluþolnar pillur annars vegar og hreina og kælda vöru hins vegar.
Heilbrigðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira