Erlent

Boðar til kosninga í Bret­landi í sumar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands.
Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. EPA-EFE/NEIL HALL

Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 4. júlí næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi hans fyrir utan Downing stræti nú á fjórða tímanum.

Fyrr í dag mættu ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hver og einn í Downing stræti. Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að Sunak hafi þar látið þá vita að hann hygðist boða til kosninga strax í upphafi júlí. Síðast var kosið til þings í Bretlandi í desember 2019 og því stutt eftir af kjörtímabilinu, sem er fimm ár þar í landi. 

Þetta þýðir að breska þingið mun því gera hlé á störfum sínum strax í næstu viku. Hefst kosningabaráttan þá með formlegum hætti en Íhaldsflokkur Sunak hefur ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum undanfarnar vikur og mánuði og Verkamannaflokkurinn ítrekað mælst með meira fylgi.

Fram kom á blaðamannafundi Sunak að nú sé réttur tímapunktur fyrir Breta til þess að velja sér  nýja stjórn. Hann segist hafa farið á fund Karls Bretakonungs og beðist lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Þá fór hann yfir árangur ríkisstjórnar sinnar í löngu máli og sagði Verkamannaflokkinn ekki eiga neinar konkret áætlanir fyrir landið. 

Hægt er að fylgjast með umfjöllun bresku Sky fréttastöðvarinnar um málið hér fyrir neðan.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×