Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2024 08:54 Flutningabílar keyrðu líkkistur Raisi og hinna sem fórust í slysinu í gegnum miðborg Teheran að Frelsistorgi. Vísir/EPA Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. Raisi og Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra, ásamt sex öðrum fórust þegar þyrla þeirra hrapaði í þoku í fjalllendi í norðvesturhluta landsins á sunnudag. Útför þeirra var gerð í Háskólanum í Teheran í dag undir stjórn æðsta klerksins sjálfs. Líkkisturnar voru sveipaðar íranska fánanum með myndum af þeim látnu. Á kistu Raisi var svartur vefjarhöttur til mars um að hann væri beinn afkomandi Múhameðs spámanns, að sögn AP-fréttastofunnar. Khamenei fór með hefðbundna bæn fyrir þá látnu á meðan Mohammed Mokhber, starfandi forseti, stóð hjá og grét. Þegar líkkisturnar voru bornar út hrópaði mannfjöldinn „Dauði yfir Bandaríkjunum!“. Á meðal erlendra tignarmanna sem voru viðstaddir útförina var Ismail Haniyeh frá Hamas-samtökunum sem írönsk stjórnvöld styðja í stríði þeirra gegn Ísraelum. Þá ætlaði Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sendinefnd talibana frá Afganistan, Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, og Nikol Pashinjan, forsætisráðherra Armeníu, að vera viðstaddir Fyrrverandi forsetar fjarverandi Athygli vakti að enginn núlifandi fyrrverandi forseti Írans sást við athöfnina, þar á meðal umbótamaðurinn Mohammad Khatami, harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad og Hassan Rouhani, forveri Raisi í embættinu. Engin skýring var gefin á fjarveru þeirra. Áætlað er að kosið verði til forseta 28. júní. Enn er enginn talinn í kjörstöðu til þess að taka við af Raisi. Rætt hafði verið um Raisi sem mögulegan eftirmann æðstaklerksins sjálfs sem er 85 ára gamall. Sonur Khamenei, Mojtaba, hefur einnig verið nefndur í því samhengi. Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. 20. maí 2024 23:39 Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. 20. maí 2024 11:22 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Raisi og Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra, ásamt sex öðrum fórust þegar þyrla þeirra hrapaði í þoku í fjalllendi í norðvesturhluta landsins á sunnudag. Útför þeirra var gerð í Háskólanum í Teheran í dag undir stjórn æðsta klerksins sjálfs. Líkkisturnar voru sveipaðar íranska fánanum með myndum af þeim látnu. Á kistu Raisi var svartur vefjarhöttur til mars um að hann væri beinn afkomandi Múhameðs spámanns, að sögn AP-fréttastofunnar. Khamenei fór með hefðbundna bæn fyrir þá látnu á meðan Mohammed Mokhber, starfandi forseti, stóð hjá og grét. Þegar líkkisturnar voru bornar út hrópaði mannfjöldinn „Dauði yfir Bandaríkjunum!“. Á meðal erlendra tignarmanna sem voru viðstaddir útförina var Ismail Haniyeh frá Hamas-samtökunum sem írönsk stjórnvöld styðja í stríði þeirra gegn Ísraelum. Þá ætlaði Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sendinefnd talibana frá Afganistan, Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, og Nikol Pashinjan, forsætisráðherra Armeníu, að vera viðstaddir Fyrrverandi forsetar fjarverandi Athygli vakti að enginn núlifandi fyrrverandi forseti Írans sást við athöfnina, þar á meðal umbótamaðurinn Mohammad Khatami, harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad og Hassan Rouhani, forveri Raisi í embættinu. Engin skýring var gefin á fjarveru þeirra. Áætlað er að kosið verði til forseta 28. júní. Enn er enginn talinn í kjörstöðu til þess að taka við af Raisi. Rætt hafði verið um Raisi sem mögulegan eftirmann æðstaklerksins sjálfs sem er 85 ára gamall. Sonur Khamenei, Mojtaba, hefur einnig verið nefndur í því samhengi.
Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. 20. maí 2024 23:39 Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. 20. maí 2024 11:22 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. 20. maí 2024 23:39
Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. 20. maí 2024 11:22
Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47