Þróttur lætur þríhyrninginn ekki af hendi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2024 15:32 Reitirnir þrír sem koma til greina fyrir unglingaskóla í Laugardalnum samkvæmt skóla- og frístundaráði borgarinnar. Þríhyrningurinn er sá appelsínuguli á myndinni. Aðalstjórn Þróttar segir tillögu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um byggingu unglingaskóla í Laugardal hafa komið félaginu í opna skjöldu. Ein af þremur mögulegum staðsetningum slíks skóla er á íþróttasvæði Þróttar sem þeir rauðu og hvítu segja ekki koma til greina. Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Í þeirri sviðsmynd er kveðið á um uppbyggingu unglingaskóla í Laugardalnum og koma þrjár lóðir til greina samkvæmt skýrslunni. Lóð nr. 1 í umræddri skýrslu er Þríhyrningurinn en sú lóð tilheyrir íþróttasvæði Þróttar samkvæmt samkomulagi félagsins við borgina frá 1996. Ekkert samráð „Í ljósi framangreinds hefur laganefnd Þróttar farið yfir samkomulag félagsins við borgina. Telur laganefndin ljóst að tillaga að staðsetningu unglingaskóla milli gervigrasvallar og skautahallarinnar byggir á þeirri röngu forsendu að umrætt svæði, þ.e. Þríhyrningurinn, sé við hlið íþróttasvæðis Þróttar en ekki á íþróttasvæði félagsins. Með samningi Þróttar og Reykjavíkurborgar frá 12. desember 1996, um flutning félagsins úr Sæviðarsundi yfir í Laugardal, lét Reykjavíkurborg Þrótti í té afnota af tilgreindum svæðum, þar á meðal svæðinu milli gervigrasvallar og Skautahallar, þ.e. Þríhyrningi. Samkvæmt samningnum skal Þróttur hafa afnot af þeim svæðum sem um ræðir svo lengi sem félagið starfar í Laugardal. Ekkert í samningi aðila heimilar Reykjavíkurborg einhliða að taka til sín svæði sem látin voru Þrótti í té. Þríhyrningurinn er því og verður hluti af íþróttasvæði Þróttar,“ segir í tilkynningu frá aðalstjórn Þróttar. Aðalstjórn áréttar að ekkert samráð hafi verið haft við félagið um umrædd áform borgarinnar og þau komið félaginu í opna skjöldu. „Það kemur ekki til greina af hálfu félagsins að gefa umrætt íþróttasvæði eftir enda gegnir það veigamiklu hlutverki í starfsemi þess. Þarna fara m.a. fram stórir viðburðir á borð við ReyCup og önnur knattspyrnumót sem gerir Þrótti kleift að halda rekstri sínum gangandi. Þróttur mun því ekki að óbreyttu gefa íþróttasvæði sitt eftir undir skólalóð.“ Sér fyrir sér mikið rask á skólastarfi Alexandra Briem, fulltrúi meirihlutans í skóla- og frístundaráði borgarinnar, sagði forsendur hafa breyst frá því fyrir einu og hálfu ári þegar lagt hafi verið upp með að byggja við skólana. Þegar kosturinn hafi verið skoðaður hafi fljótt komið í ljós að hann gengi illa upp. „Það sem kemur á daginn, eftir að við ákváðum að fara þessa leið að byggja við alla skólana, er að þetta gekk rosalega illa upp þegar farið var að skipuleggja. Tímalínurnar pössuðu illa, það var erfitt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að gera þetta án þess að það væri ótrúlega mikið rask á skólastarfinu ,“ sagði Alexandra. „Ég myndi segja að það væri óábyrgt að skoða ekki mjög alvarlega að skipta um skoðun. Við erum að fá álit frá nærumhverfinu og svona. Ég ætti mjög erfitt að verja að fara ekki þessa leið miðað við raskið, kostnaðinn, tímalínuna og raunhæfnina á þessum sviðsmyndum.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Reykjavík Þróttur Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira
Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Í þeirri sviðsmynd er kveðið á um uppbyggingu unglingaskóla í Laugardalnum og koma þrjár lóðir til greina samkvæmt skýrslunni. Lóð nr. 1 í umræddri skýrslu er Þríhyrningurinn en sú lóð tilheyrir íþróttasvæði Þróttar samkvæmt samkomulagi félagsins við borgina frá 1996. Ekkert samráð „Í ljósi framangreinds hefur laganefnd Þróttar farið yfir samkomulag félagsins við borgina. Telur laganefndin ljóst að tillaga að staðsetningu unglingaskóla milli gervigrasvallar og skautahallarinnar byggir á þeirri röngu forsendu að umrætt svæði, þ.e. Þríhyrningurinn, sé við hlið íþróttasvæðis Þróttar en ekki á íþróttasvæði félagsins. Með samningi Þróttar og Reykjavíkurborgar frá 12. desember 1996, um flutning félagsins úr Sæviðarsundi yfir í Laugardal, lét Reykjavíkurborg Þrótti í té afnota af tilgreindum svæðum, þar á meðal svæðinu milli gervigrasvallar og Skautahallar, þ.e. Þríhyrningi. Samkvæmt samningnum skal Þróttur hafa afnot af þeim svæðum sem um ræðir svo lengi sem félagið starfar í Laugardal. Ekkert í samningi aðila heimilar Reykjavíkurborg einhliða að taka til sín svæði sem látin voru Þrótti í té. Þríhyrningurinn er því og verður hluti af íþróttasvæði Þróttar,“ segir í tilkynningu frá aðalstjórn Þróttar. Aðalstjórn áréttar að ekkert samráð hafi verið haft við félagið um umrædd áform borgarinnar og þau komið félaginu í opna skjöldu. „Það kemur ekki til greina af hálfu félagsins að gefa umrætt íþróttasvæði eftir enda gegnir það veigamiklu hlutverki í starfsemi þess. Þarna fara m.a. fram stórir viðburðir á borð við ReyCup og önnur knattspyrnumót sem gerir Þrótti kleift að halda rekstri sínum gangandi. Þróttur mun því ekki að óbreyttu gefa íþróttasvæði sitt eftir undir skólalóð.“ Sér fyrir sér mikið rask á skólastarfi Alexandra Briem, fulltrúi meirihlutans í skóla- og frístundaráði borgarinnar, sagði forsendur hafa breyst frá því fyrir einu og hálfu ári þegar lagt hafi verið upp með að byggja við skólana. Þegar kosturinn hafi verið skoðaður hafi fljótt komið í ljós að hann gengi illa upp. „Það sem kemur á daginn, eftir að við ákváðum að fara þessa leið að byggja við alla skólana, er að þetta gekk rosalega illa upp þegar farið var að skipuleggja. Tímalínurnar pössuðu illa, það var erfitt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að gera þetta án þess að það væri ótrúlega mikið rask á skólastarfinu ,“ sagði Alexandra. „Ég myndi segja að það væri óábyrgt að skoða ekki mjög alvarlega að skipta um skoðun. Við erum að fá álit frá nærumhverfinu og svona. Ég ætti mjög erfitt að verja að fara ekki þessa leið miðað við raskið, kostnaðinn, tímalínuna og raunhæfnina á þessum sviðsmyndum.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Reykjavík Þróttur Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira