Kane aðeins fjórum stigum frá mögnuðu meti Rondey Robinson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 14:01 Deandre Kane hefur verið frábær í fyrstu tveimur leikjum lokaúrslitanna. Vísir/Diego Grindvíkingurinn Deandre Kane hefur skorað 72 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta. Þetta gera 36,0 stig að meðaltali í leik og með þessari frammistöðu komst Kane afar nálægt meti sem er einmitt þrjátíu ára gamalt á þessu ári. Kane skoraði 37 stig í fyrsta leiknum og fylgdi því eftir með því að skora 35 stig í leik tvö. Hann var með 59 prósent nýtingu í leik eitt og nýtti 73 prósent skota sinna í leik tvö. Kane er því búinn að skora þessi 72 stig úr aðeins 37 skotum en hann er með 65 prósent skotnýtingu í leikjunum tveimur. Rondey Robinson er sá sem hefur skorað flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi. Hann skoraði 76 stig í tveimur fyrstu leikjum Njarðvíkur á móti Grindavík í úrslitaeinvíginu vorið 1994. Þar munaði auðvitað mestu um stigamet Robinson í einum leik því hann skoraði fimmtíu stig í leik eitt í úrslitaeinvíginu 1994 þar sem Njarðvík tapaði í framlengingu. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum leik í lokaúrslitum. Robinson fylgdi því eftir með því að skora 26 stig í leik tvö en hann vann Njarðvíkurliðið með fjórtán stigum, 96-82 þar em Teitur Örlygsson var stigahæstur með 35 stig. Njarðvík endaði á því að vinna einvígið í oddaleik í Grindavík. Robinson skoraði 133 stig í fimm leikjum eða 26,6 stig í leik. Herman Myers var sá sem hafði komist næst metinu en hann skoraði 70 stig fyrir Grindavík í fyrstu tveimur leikjunum í einvígi liðsins á móti Keflavík árið 1997. Grindavík tapaði báðum leikjunum og einvíginu 3-0. Valur Ingimundarson á metið hjá íslenskum leikmanni en hann skoraði 63 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvíginu 1985 á móti Haukum en þá voru erlendir leikmenn bannaðir í deildinni. Íslenska metið þegar erlendir leikmönnum eru leyfðir á KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem skoraði 60 stig í fyrstu tveimur leikjum KR á móti Stjörnunni í úrslitaeinvíginu 2011. Grindvíkingar jöfnuðu metin í Smáranum í gær og það verða því að minnsta kosti tveir leikir í viðbótar í úrslitaeinvíginu í ár. Næsti leikur er á fimmtudagskvöldið. Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í lokaúrslitum: 76 stig - Rondey Robinson með Njarðvík 1994 á móti Grindavík 72 stig - Deandre Kane með Grindavík 2024 á móti Val 70 stig - Herman Myers með Grindavík 1997 á móti Keflavík 66 stig - Darrel Lewis með Grindavík 2003 á móti Keflavík 65 stig - Brenton Joe Birmingham með Njarðvík 1999 á móti Keflavík 63 stig - Edmund Saunders með Keflavík 2003 á móti Grindavík 63 stig - Valur Ingimundarson með Njarðvík 1985 á móti Haukum 60 stig - Brynjar Þór Björnsson með KR 2011 á móti Stjörnunni 59 stig - Aaron Broussard með Grindavík 2013 á móti Stjörnunni 57 stig - Marcus Walker með KR 2011 á móti Stjörnunni Subway-deild karla Grindavík Valur Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira
Þetta gera 36,0 stig að meðaltali í leik og með þessari frammistöðu komst Kane afar nálægt meti sem er einmitt þrjátíu ára gamalt á þessu ári. Kane skoraði 37 stig í fyrsta leiknum og fylgdi því eftir með því að skora 35 stig í leik tvö. Hann var með 59 prósent nýtingu í leik eitt og nýtti 73 prósent skota sinna í leik tvö. Kane er því búinn að skora þessi 72 stig úr aðeins 37 skotum en hann er með 65 prósent skotnýtingu í leikjunum tveimur. Rondey Robinson er sá sem hefur skorað flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi. Hann skoraði 76 stig í tveimur fyrstu leikjum Njarðvíkur á móti Grindavík í úrslitaeinvíginu vorið 1994. Þar munaði auðvitað mestu um stigamet Robinson í einum leik því hann skoraði fimmtíu stig í leik eitt í úrslitaeinvíginu 1994 þar sem Njarðvík tapaði í framlengingu. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum leik í lokaúrslitum. Robinson fylgdi því eftir með því að skora 26 stig í leik tvö en hann vann Njarðvíkurliðið með fjórtán stigum, 96-82 þar em Teitur Örlygsson var stigahæstur með 35 stig. Njarðvík endaði á því að vinna einvígið í oddaleik í Grindavík. Robinson skoraði 133 stig í fimm leikjum eða 26,6 stig í leik. Herman Myers var sá sem hafði komist næst metinu en hann skoraði 70 stig fyrir Grindavík í fyrstu tveimur leikjunum í einvígi liðsins á móti Keflavík árið 1997. Grindavík tapaði báðum leikjunum og einvíginu 3-0. Valur Ingimundarson á metið hjá íslenskum leikmanni en hann skoraði 63 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvíginu 1985 á móti Haukum en þá voru erlendir leikmenn bannaðir í deildinni. Íslenska metið þegar erlendir leikmönnum eru leyfðir á KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem skoraði 60 stig í fyrstu tveimur leikjum KR á móti Stjörnunni í úrslitaeinvíginu 2011. Grindvíkingar jöfnuðu metin í Smáranum í gær og það verða því að minnsta kosti tveir leikir í viðbótar í úrslitaeinvíginu í ár. Næsti leikur er á fimmtudagskvöldið. Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í lokaúrslitum: 76 stig - Rondey Robinson með Njarðvík 1994 á móti Grindavík 72 stig - Deandre Kane með Grindavík 2024 á móti Val 70 stig - Herman Myers með Grindavík 1997 á móti Keflavík 66 stig - Darrel Lewis með Grindavík 2003 á móti Keflavík 65 stig - Brenton Joe Birmingham með Njarðvík 1999 á móti Keflavík 63 stig - Edmund Saunders með Keflavík 2003 á móti Grindavík 63 stig - Valur Ingimundarson með Njarðvík 1985 á móti Haukum 60 stig - Brynjar Þór Björnsson með KR 2011 á móti Stjörnunni 59 stig - Aaron Broussard með Grindavík 2013 á móti Stjörnunni 57 stig - Marcus Walker með KR 2011 á móti Stjörnunni
Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í lokaúrslitum: 76 stig - Rondey Robinson með Njarðvík 1994 á móti Grindavík 72 stig - Deandre Kane með Grindavík 2024 á móti Val 70 stig - Herman Myers með Grindavík 1997 á móti Keflavík 66 stig - Darrel Lewis með Grindavík 2003 á móti Keflavík 65 stig - Brenton Joe Birmingham með Njarðvík 1999 á móti Keflavík 63 stig - Edmund Saunders með Keflavík 2003 á móti Grindavík 63 stig - Valur Ingimundarson með Njarðvík 1985 á móti Haukum 60 stig - Brynjar Þór Björnsson með KR 2011 á móti Stjörnunni 59 stig - Aaron Broussard með Grindavík 2013 á móti Stjörnunni 57 stig - Marcus Walker með KR 2011 á móti Stjörnunni
Subway-deild karla Grindavík Valur Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira