Íslenski boltinn

Sjáðu um­deilda vítið sem KR fékk og öll mörkin úr Bestu í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar fagna hér öðru marka sinna í sigrinum á FH í gær. Aron Sigurðsson skoraði markið úr víti.
KR-ingar fagna hér öðru marka sinna í sigrinum á FH í gær. Aron Sigurðsson skoraði markið úr víti. Vísir/Anton Brink

Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar sjöunda umferðin hófst og þar fögnuðu Víkingar, KR-ingar og KA-menn góðum sigrum. Nú má sjá mörkin fjórtán úr leikjunum þremur hér inn á Vísi.

KR sótti þrjú stig í Hafnarfjörðinn með því að vinna 2-1 sigur á FH í Kaplakrika. KR-liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Fyrra markið skoraði Aron Sigurðarson úr umdeildri vítaspyrnu en það síðara gerði Theodór Elmar Bjarnason. Úlfur Ágúst Björnsson minnkaði muninn fyrir FH í seinni hálfleik.

Klippa: Mörkin úr leik FH og KR

Danijel Dejan Djuric skoraði tvö mörk fyrir Víkinga í 4-1 sigri á nýliðum Vestra í Laugardalnum en hin mörkin skoruðu Ari Sigurpálsson og Erlingur Agnarsson. Silas Dylan Songani náði að jafna leikinn fyrir Vestra en það dugði skammt.

Daníel Hafsteinsson skoraði tvö mörk fyrir KA sem vann 4-2 sigur á Fylki í botnbaráttuslag fyrir norðan en hin mörkin skoruðu Sveinn Margeir Hauksson og Ásgeir Sigurgeirsson. Ásgeir skoraði sitt mark eftir flotta stoðsendingu frá Viðari Erni Kjartanssyni. Matthias Præst og Aron Snær Guðbjörnsson skoruðu mörk Fylkismanna.

Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr Bestu deildinni í gær.

Klippa: Mörkin úr leik Vestra og Víkings
Klippa: Mörkin úr leik KA og Fylkis



Fleiri fréttir

Sjá meira


×