„Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 13:18 Ólafur Ólafsson í fyrsta leiknum á móti Valsmönnum. Nú eru Grindvíkingar í fyrsta sinn undir í einvígi í þessari úrslitakeppni og þurfa sigur í kvöld. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík eru 1-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Val og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í öðrum leiknum sem fram fer í Smáranum í kvöld. Fyrirliði Grindavíkurliðsins ræddi við Stefán Árna Pálsson og fór yfir stöðuna hjá Grindavík sem er í fyrsta sinn undir í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið Tindastól 3-0 og komist í 1-0 og 2-1 á móti Keflavík. Leikur tvö er klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30 á sömu rás. Subway Körfuboltakvöld er að venju á staðnum og fer yfir leikinn. Ætla að mæta af fullri hörku „Það er einn leikur búinn og við þurfum að mæta klárir í leik tvö. Við erum búnir að fara vel yfir málin og búnir að hvíla okkur. Við mætum bara af fullri hörku,“ sagði Ólafur. Hvað fór úrskeiðis í fyrsta leiknum á Hlíðarenda? „Þessi litlu atriði og þá sérstaklega varnarlega. Sóknarfráköstin hjá Völsurum voru eiginlega að drepa okkur á löngum köflum í leiknum. Lítil mistök varnarlega þar sem við vorum að klikka á skiptingum sem þeir skoruðu yfirleitt úr,“ sagði Ólafur. „Þegar Kiddi (Kristinn Pálsson) fær fjóra þrista í röð þá er það allt að koma eftir smávægileg mistök sem við gerum og hann tekur boltann og skýtur. Við gleymum þá að skipta eða eitthvað. Það var það sem við vorum ósáttastir með,“ sagði Ólafur. Deandre Kane (37 stig) og Dedrick Basile (22 stig) skoruðu nánast öll stig Grindavíkurliðsins en Ólafur var þriðji stigahæstur með níu stig. Langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu „Ég horfði aftur á leikinn um kvöldið og það sem eiginlega pirraði mig mest var að sjá frammistöðuna hjá Deandre og það að við höfum ekki verið með honum í því. Það er langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu á báðum endum vallarins,“ sagði Ólafur. „Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér. Við þurfum, eins og við erum búnir að gera alla úrslitakeppnina, að vera saman í þessu og þá gerast góðir hlutir. Við komumst í gegnum alla þessa leiki á því að spila saman,“ sagði Ólafur. Bara gaman að fá Kára aftur Ólafur segir að innkoma Kára Jónssonar í Valsliðið hafi ekki truflað hans lið eða riðlað planinu. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn. Frábær leikmaður og það er bara skemmtilegra að takast á við einhverja breytingu. Maður var búinn að heyra það út frá sér að hann yrði jafnvel með en ekkert sem riðlaði einhverju hjá okkur. Frábært að hann sé búinn að ná sér og að hann sé kominn aftur inn á völlinn,“ sagði Ólafur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Valur Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira
Fyrirliði Grindavíkurliðsins ræddi við Stefán Árna Pálsson og fór yfir stöðuna hjá Grindavík sem er í fyrsta sinn undir í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið Tindastól 3-0 og komist í 1-0 og 2-1 á móti Keflavík. Leikur tvö er klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30 á sömu rás. Subway Körfuboltakvöld er að venju á staðnum og fer yfir leikinn. Ætla að mæta af fullri hörku „Það er einn leikur búinn og við þurfum að mæta klárir í leik tvö. Við erum búnir að fara vel yfir málin og búnir að hvíla okkur. Við mætum bara af fullri hörku,“ sagði Ólafur. Hvað fór úrskeiðis í fyrsta leiknum á Hlíðarenda? „Þessi litlu atriði og þá sérstaklega varnarlega. Sóknarfráköstin hjá Völsurum voru eiginlega að drepa okkur á löngum köflum í leiknum. Lítil mistök varnarlega þar sem við vorum að klikka á skiptingum sem þeir skoruðu yfirleitt úr,“ sagði Ólafur. „Þegar Kiddi (Kristinn Pálsson) fær fjóra þrista í röð þá er það allt að koma eftir smávægileg mistök sem við gerum og hann tekur boltann og skýtur. Við gleymum þá að skipta eða eitthvað. Það var það sem við vorum ósáttastir með,“ sagði Ólafur. Deandre Kane (37 stig) og Dedrick Basile (22 stig) skoruðu nánast öll stig Grindavíkurliðsins en Ólafur var þriðji stigahæstur með níu stig. Langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu „Ég horfði aftur á leikinn um kvöldið og það sem eiginlega pirraði mig mest var að sjá frammistöðuna hjá Deandre og það að við höfum ekki verið með honum í því. Það er langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu á báðum endum vallarins,“ sagði Ólafur. „Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér. Við þurfum, eins og við erum búnir að gera alla úrslitakeppnina, að vera saman í þessu og þá gerast góðir hlutir. Við komumst í gegnum alla þessa leiki á því að spila saman,“ sagði Ólafur. Bara gaman að fá Kára aftur Ólafur segir að innkoma Kára Jónssonar í Valsliðið hafi ekki truflað hans lið eða riðlað planinu. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn. Frábær leikmaður og það er bara skemmtilegra að takast á við einhverja breytingu. Maður var búinn að heyra það út frá sér að hann yrði jafnvel með en ekkert sem riðlaði einhverju hjá okkur. Frábært að hann sé búinn að ná sér og að hann sé kominn aftur inn á völlinn,“ sagði Ólafur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn
Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Valur Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Sjá meira