Komst loks út í geim sextíu árum síðar Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2024 10:09 Ed Dwight í febrúar síðastliðnum þegar hann var að kynna nýja heimildarmynd um geimferðakapphlaupið. AP/Chris Pizzello Ed Dwight var fyrsti svarti Bandaríkjamaðurinn til að eiga möguleika á því að fara út fyrir lofthjúp jarðar þegar hann var árið 1961 valinn inn í þjálfunarbúðir fyrir tilvonandi geimfara. Dwight var flugmaður í bandaríska flughernum þegar John F. Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti talaði fyrir því að hann yrði hluti af geimfarahóp bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Þrátt fyrir það var hann að endingu ekki valinn inn í 1963 árganginn sem innihélt geimfara á borð við Buzz Aldrin og Michael Collins sem fóru síðar út með Gemini- og Apollo-geimferðaáætlununum. Í gær varð draumur Dwight loks að veruleika þegar hann fór með geimfari Blue Origin, alls sextíu árum síðar. Upplifði hann þyngdarleysi í nokkrar mínútur ásamt fimm öðrum farþegum um borð í hylki Blue Origin en geimferðin varði einungis í um tíu mínútur áður en hylkið leitaði aftur til jarðar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Dwight að þessi upplifun hafi breytt lífi sínu. Útsending Blue Origin frá geimskotinu. Rætt er við Dwight þegar tæplega ein klukkustund og 48 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Blue Origin er fyrirtæki í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon-verslunarveldisins og eins ríkasta manns heims. Ásamt Dwight voru fjórir viðskiptamenn frá Bandaríkjunum og Frakklandi ásamt endurskoðanda á eftirlaunum um borð í hylkinu. Blue Origin býður almennum borgurum upp á að komast út í geim fyrir hátt gjald en ekki fæst uppgefið hvað farþegarnir greiddu fyrir þennan munað. Ferð Dwight var að hluta til styrkt af samtökunum Space for Humanity. Sá elsti til að fara út í geim „Ég taldi að líf mitt þyrfti ekki á þessu að halda en, núna, þarf ég þetta … ég er himinlifandi,“ sagði Dwight eftir að hann sneri aftur til jarðar og steig út úr hylkinu. Ferðin hófst í vesturhluta Texas-ríkis og gerði Dwight að elsta manninum sem hefur farið út í geim. Hann er nærri tveimur mánuðum eldri en leikarinn William Shatner sem gerði garðinn frægan í Star Trek og flaug árið 2021. Þetta var í sjöunda sinn sem Blue Origin flýgur með geimferðamenn og fyrsta ferðin í nærri tvö ár eftir atvik árið 2022 þar sem skotflaug hrapaði óvænt niður til jarðar en samtengt og mannlaust hylki lenti örugglega með aðstoð fallhlífa. NASA valdi fyrst svartan geimfara árið 1978 og varð Guion Bluford sá fyrsti til að fara út í geim árið 1983, rúmum tuttugu árum eftir að Dwight var valinn inn í geimfaraþjálfunina. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Dwight var flugmaður í bandaríska flughernum þegar John F. Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti talaði fyrir því að hann yrði hluti af geimfarahóp bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Þrátt fyrir það var hann að endingu ekki valinn inn í 1963 árganginn sem innihélt geimfara á borð við Buzz Aldrin og Michael Collins sem fóru síðar út með Gemini- og Apollo-geimferðaáætlununum. Í gær varð draumur Dwight loks að veruleika þegar hann fór með geimfari Blue Origin, alls sextíu árum síðar. Upplifði hann þyngdarleysi í nokkrar mínútur ásamt fimm öðrum farþegum um borð í hylki Blue Origin en geimferðin varði einungis í um tíu mínútur áður en hylkið leitaði aftur til jarðar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Dwight að þessi upplifun hafi breytt lífi sínu. Útsending Blue Origin frá geimskotinu. Rætt er við Dwight þegar tæplega ein klukkustund og 48 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Blue Origin er fyrirtæki í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon-verslunarveldisins og eins ríkasta manns heims. Ásamt Dwight voru fjórir viðskiptamenn frá Bandaríkjunum og Frakklandi ásamt endurskoðanda á eftirlaunum um borð í hylkinu. Blue Origin býður almennum borgurum upp á að komast út í geim fyrir hátt gjald en ekki fæst uppgefið hvað farþegarnir greiddu fyrir þennan munað. Ferð Dwight var að hluta til styrkt af samtökunum Space for Humanity. Sá elsti til að fara út í geim „Ég taldi að líf mitt þyrfti ekki á þessu að halda en, núna, þarf ég þetta … ég er himinlifandi,“ sagði Dwight eftir að hann sneri aftur til jarðar og steig út úr hylkinu. Ferðin hófst í vesturhluta Texas-ríkis og gerði Dwight að elsta manninum sem hefur farið út í geim. Hann er nærri tveimur mánuðum eldri en leikarinn William Shatner sem gerði garðinn frægan í Star Trek og flaug árið 2021. Þetta var í sjöunda sinn sem Blue Origin flýgur með geimferðamenn og fyrsta ferðin í nærri tvö ár eftir atvik árið 2022 þar sem skotflaug hrapaði óvænt niður til jarðar en samtengt og mannlaust hylki lenti örugglega með aðstoð fallhlífa. NASA valdi fyrst svartan geimfara árið 1978 og varð Guion Bluford sá fyrsti til að fara út í geim árið 1983, rúmum tuttugu árum eftir að Dwight var valinn inn í geimfaraþjálfunina.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent