Komst loks út í geim sextíu árum síðar Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2024 10:09 Ed Dwight í febrúar síðastliðnum þegar hann var að kynna nýja heimildarmynd um geimferðakapphlaupið. AP/Chris Pizzello Ed Dwight var fyrsti svarti Bandaríkjamaðurinn til að eiga möguleika á því að fara út fyrir lofthjúp jarðar þegar hann var árið 1961 valinn inn í þjálfunarbúðir fyrir tilvonandi geimfara. Dwight var flugmaður í bandaríska flughernum þegar John F. Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti talaði fyrir því að hann yrði hluti af geimfarahóp bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Þrátt fyrir það var hann að endingu ekki valinn inn í 1963 árganginn sem innihélt geimfara á borð við Buzz Aldrin og Michael Collins sem fóru síðar út með Gemini- og Apollo-geimferðaáætlununum. Í gær varð draumur Dwight loks að veruleika þegar hann fór með geimfari Blue Origin, alls sextíu árum síðar. Upplifði hann þyngdarleysi í nokkrar mínútur ásamt fimm öðrum farþegum um borð í hylki Blue Origin en geimferðin varði einungis í um tíu mínútur áður en hylkið leitaði aftur til jarðar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Dwight að þessi upplifun hafi breytt lífi sínu. Útsending Blue Origin frá geimskotinu. Rætt er við Dwight þegar tæplega ein klukkustund og 48 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Blue Origin er fyrirtæki í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon-verslunarveldisins og eins ríkasta manns heims. Ásamt Dwight voru fjórir viðskiptamenn frá Bandaríkjunum og Frakklandi ásamt endurskoðanda á eftirlaunum um borð í hylkinu. Blue Origin býður almennum borgurum upp á að komast út í geim fyrir hátt gjald en ekki fæst uppgefið hvað farþegarnir greiddu fyrir þennan munað. Ferð Dwight var að hluta til styrkt af samtökunum Space for Humanity. Sá elsti til að fara út í geim „Ég taldi að líf mitt þyrfti ekki á þessu að halda en, núna, þarf ég þetta … ég er himinlifandi,“ sagði Dwight eftir að hann sneri aftur til jarðar og steig út úr hylkinu. Ferðin hófst í vesturhluta Texas-ríkis og gerði Dwight að elsta manninum sem hefur farið út í geim. Hann er nærri tveimur mánuðum eldri en leikarinn William Shatner sem gerði garðinn frægan í Star Trek og flaug árið 2021. Þetta var í sjöunda sinn sem Blue Origin flýgur með geimferðamenn og fyrsta ferðin í nærri tvö ár eftir atvik árið 2022 þar sem skotflaug hrapaði óvænt niður til jarðar en samtengt og mannlaust hylki lenti örugglega með aðstoð fallhlífa. NASA valdi fyrst svartan geimfara árið 1978 og varð Guion Bluford sá fyrsti til að fara út í geim árið 1983, rúmum tuttugu árum eftir að Dwight var valinn inn í geimfaraþjálfunina. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Dwight var flugmaður í bandaríska flughernum þegar John F. Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti talaði fyrir því að hann yrði hluti af geimfarahóp bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Þrátt fyrir það var hann að endingu ekki valinn inn í 1963 árganginn sem innihélt geimfara á borð við Buzz Aldrin og Michael Collins sem fóru síðar út með Gemini- og Apollo-geimferðaáætlununum. Í gær varð draumur Dwight loks að veruleika þegar hann fór með geimfari Blue Origin, alls sextíu árum síðar. Upplifði hann þyngdarleysi í nokkrar mínútur ásamt fimm öðrum farþegum um borð í hylki Blue Origin en geimferðin varði einungis í um tíu mínútur áður en hylkið leitaði aftur til jarðar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Dwight að þessi upplifun hafi breytt lífi sínu. Útsending Blue Origin frá geimskotinu. Rætt er við Dwight þegar tæplega ein klukkustund og 48 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Blue Origin er fyrirtæki í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon-verslunarveldisins og eins ríkasta manns heims. Ásamt Dwight voru fjórir viðskiptamenn frá Bandaríkjunum og Frakklandi ásamt endurskoðanda á eftirlaunum um borð í hylkinu. Blue Origin býður almennum borgurum upp á að komast út í geim fyrir hátt gjald en ekki fæst uppgefið hvað farþegarnir greiddu fyrir þennan munað. Ferð Dwight var að hluta til styrkt af samtökunum Space for Humanity. Sá elsti til að fara út í geim „Ég taldi að líf mitt þyrfti ekki á þessu að halda en, núna, þarf ég þetta … ég er himinlifandi,“ sagði Dwight eftir að hann sneri aftur til jarðar og steig út úr hylkinu. Ferðin hófst í vesturhluta Texas-ríkis og gerði Dwight að elsta manninum sem hefur farið út í geim. Hann er nærri tveimur mánuðum eldri en leikarinn William Shatner sem gerði garðinn frægan í Star Trek og flaug árið 2021. Þetta var í sjöunda sinn sem Blue Origin flýgur með geimferðamenn og fyrsta ferðin í nærri tvö ár eftir atvik árið 2022 þar sem skotflaug hrapaði óvænt niður til jarðar en samtengt og mannlaust hylki lenti örugglega með aðstoð fallhlífa. NASA valdi fyrst svartan geimfara árið 1978 og varð Guion Bluford sá fyrsti til að fara út í geim árið 1983, rúmum tuttugu árum eftir að Dwight var valinn inn í geimfaraþjálfunina.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira