Meistararnir úr leik eftir stærstu endurkomu sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 08:30 Anthony Edwards fagnar körfu í sigri Minnesota Timberwolves á Denver Nuggets í oddaleik liðanna í nótt. AP/David Zalubowski Minnesota Timberwolves komst í nótt í úrslit Vesturdeildarinnar í NBA þegar liðið vann útisigur á meisturum Denver Nuggets í hreinum úrslitaleik í einvígi liðanna. Minnesota vann leikinn 98-90 og þar með einvígið 4-3. Næst á dagskrá er lið Dallas Mavericks í baráttunni um sæti í úrslitaeinvígi NBA á móti annað hvort Boston Celtics eða Indiana Pacers. THE TIMBERWOLVES ARE ADVANCING TO THE WESTERN CONFERENCE FINALS ‼️🐺 pic.twitter.com/mAuhSD7mPF— NBA (@NBA) May 20, 2024 Timberwolves liðið var fimmtán stigum undir í hálfleik en með því að koma til baka úr þeirri stöðu þá náðu þeir stærstu endurkomu sögunnar í leik sjö í úrslitakeppni NBA. Unga stórstjarnan hjá Minnesota, Anthony Edwards, byrjaði leikinn skelfilega en átti góðan seinni hálfleik. Hann skoraði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleiknum en endaði leikinn með 16 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Auk þess að spila betur sóknarlega þá lokaði Edwards á Jamal Murray sem skoraði 24 stig í fyrri hálfleik en aðeins níu stig í þeim síðari. „Það eru til fleiri leiðir til að vinna körfuboltaleik þegar þú ert ekki bara sóknarleikmaður. Ég er ekki bara gæi sem getur skorað. Ég er líka gæi sem getur lokað á besta bakvörð hins liðsins. Mér fannst ég gera það á móti Jamal í fjórða leikhlutanum, í þriðja og fjórða leikhlutanum, og það var það sem sneri leiknum,“ sagði Anthony Edwards eftir leik. The @Timberwolves' trio STEPPED UP on the road to advance to the Western Conference Finals!KAT: 23 PTS, 12 REBAnt: 16 PTS, 8 REB, 7 ASTMcDaniels: 23 PTS, 6 REBMinnesota's 20-point comeback is the biggest in Game 7 history in the play-by-play era (1997-98). pic.twitter.com/DUKFfaWX5c— NBA (@NBA) May 20, 2024 Staðan varð reyndar enn verri í upphafi þriðja leikhlutans þegar Denver komst tuttugu stigum yfir, 58-38, þegar rúm mínúta var liðin af seinni hálfleiknum. 28-9 sprettur kom Minnesota einu stigi fyrir lokaleikhlutann. Liðið var síðan sterkara á lokakafla leiksins. Karl-Anthony Towns og Jaden McDaniels voru stigahæstir í liðinu með 23 stig hvor. Towns tók einnig 12 fráköst. Jamal Murray skoraði 35 stig fyrir Denver og þá var Nikola Jokic með 34 stig, 19 fráköst og 7 stoðsendingar. Enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en sjö stig. Það er því ljóst að liðið nær ekki að verja NBA titilinn í ár. Ant celebrates the Game 7 W in #PhantomCam. 📸🔥 pic.twitter.com/NCQvQsgtDL— NBA (@NBA) May 20, 2024 NBA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Minnesota vann leikinn 98-90 og þar með einvígið 4-3. Næst á dagskrá er lið Dallas Mavericks í baráttunni um sæti í úrslitaeinvígi NBA á móti annað hvort Boston Celtics eða Indiana Pacers. THE TIMBERWOLVES ARE ADVANCING TO THE WESTERN CONFERENCE FINALS ‼️🐺 pic.twitter.com/mAuhSD7mPF— NBA (@NBA) May 20, 2024 Timberwolves liðið var fimmtán stigum undir í hálfleik en með því að koma til baka úr þeirri stöðu þá náðu þeir stærstu endurkomu sögunnar í leik sjö í úrslitakeppni NBA. Unga stórstjarnan hjá Minnesota, Anthony Edwards, byrjaði leikinn skelfilega en átti góðan seinni hálfleik. Hann skoraði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleiknum en endaði leikinn með 16 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Auk þess að spila betur sóknarlega þá lokaði Edwards á Jamal Murray sem skoraði 24 stig í fyrri hálfleik en aðeins níu stig í þeim síðari. „Það eru til fleiri leiðir til að vinna körfuboltaleik þegar þú ert ekki bara sóknarleikmaður. Ég er ekki bara gæi sem getur skorað. Ég er líka gæi sem getur lokað á besta bakvörð hins liðsins. Mér fannst ég gera það á móti Jamal í fjórða leikhlutanum, í þriðja og fjórða leikhlutanum, og það var það sem sneri leiknum,“ sagði Anthony Edwards eftir leik. The @Timberwolves' trio STEPPED UP on the road to advance to the Western Conference Finals!KAT: 23 PTS, 12 REBAnt: 16 PTS, 8 REB, 7 ASTMcDaniels: 23 PTS, 6 REBMinnesota's 20-point comeback is the biggest in Game 7 history in the play-by-play era (1997-98). pic.twitter.com/DUKFfaWX5c— NBA (@NBA) May 20, 2024 Staðan varð reyndar enn verri í upphafi þriðja leikhlutans þegar Denver komst tuttugu stigum yfir, 58-38, þegar rúm mínúta var liðin af seinni hálfleiknum. 28-9 sprettur kom Minnesota einu stigi fyrir lokaleikhlutann. Liðið var síðan sterkara á lokakafla leiksins. Karl-Anthony Towns og Jaden McDaniels voru stigahæstir í liðinu með 23 stig hvor. Towns tók einnig 12 fráköst. Jamal Murray skoraði 35 stig fyrir Denver og þá var Nikola Jokic með 34 stig, 19 fráköst og 7 stoðsendingar. Enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en sjö stig. Það er því ljóst að liðið nær ekki að verja NBA titilinn í ár. Ant celebrates the Game 7 W in #PhantomCam. 📸🔥 pic.twitter.com/NCQvQsgtDL— NBA (@NBA) May 20, 2024
NBA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira