Forseti Íslands veifaði mér Fjóla Einarsdóttir skrifar 19. maí 2024 08:00 Nú þegar styttist í kosningar til forseta Íslands eru frambjóðendur að sannfæra kjósendur um þeirra eigið ágæti og hví þeir ættu að verða kosnir. Þvílík keyrsla. Ég fyllist aðdáunar á úthaldi hvers og eins, gott fólk upp til hópa og frambærilegt. Vildi að ég hefði fleiri atkvæði til að útdeila. Ég aftur á móti á bara eitt atkvæði og ætla að nýta það vel. Minn forseti er Baldur Þórhallsson. Ég var nemandi hjá honum í stjórnmálafræðinni rétt eftir aldamótin og þvílík áhrif sem hann hafði á mig. Hann vekur upp áhuga og virkilega hlustar á það sem er sagt og á hann er hlustað því hann sjálfur er fordómalaus og opinn fyrir þekkingu. Fyrir mig persónulega var hann mikill áhrifavaldur í mínu lífi og valdi ég mína leið í lífinu eftir lítið en mikilvægt verkefni hjá honum um alþjóðavæðingu í Afríku. Magnað að hugsa til baka og sjá hversu Baldur var mér góður kennari. Ég á honum mikið að þakka. Hann brennur fyrir mannréttindum og er einn helsti fræðimaður heimsins um smáríki. Við erum auðvitað stórasta land í heimi þó smáríki séum og mikilvægt að forsetinn okkar þyki vænt um sögu lands og þjóðar. Það hefur Baldur svo sannarlega og hefur sýnt það í verki með varðveislu sögu okkar á Suðurlandi með uppbyggingu hellana í Rangárvallasýslu með sinni fjölskyldu og fleiri verkum sem of langt er að telja upp í þessari grein. Sveitastrákur sem varð einn fremsti sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og vonandi næstkomandi forseti Íslands. Hversu magnað. Ég vissi ekkert um hans persónulegu hagi þegar ég var nemandi hans enda var aldrei spurt að því eða hann að tjá sig um sín mál að fyrra bragði. Ef ég hefði vitað á þessum tíma að Felix væri hans maki hefði ég sennilega lýst yfir aðdáun minni á góðu vali þar sem Felix ásamt Gunnari Helga svæfðu ungan son minn öll kvöld þessi ár með Traust og Trygg (á snældum). Sem var dásamlegt fyrir einstæða móður í námi. Ég sá Felix í viðtali um daginn sem maki verðandi forseta og þvílíkt glæsimenni sem hann er. Vel að máli farinn, skemmtilegur, vitur og sanngjarn. Ég skrifa þessi orð því makinn skiptir auðvitað máli í stóra samhenginu og makinn hans Baldurs er einhver sem ég myndi vilja sjá á Bessastöðum. Að lokum langar mig til að segja litla sögu frá sveitinni minni, Hjaltadal í Skagafirði. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið þar tíður gestur enda Hólar í Hjaltadal með mikla og langa sögu. Árið var 1990, ég var 12 ára og í ein í reiðtúr sem og oft á Heimi mínum, skírður auðvitað í höfuðið á karlakórnum hans pabba, þegar forsetabíllinn keyrir framhjá. Bíllinn hægir á sér og Vigdís skrúfar niður aftur rúðuna og veifar mér. Ég veifaði henni á móti og fannst ég vera fræg fyrir að forseti Íslands hefði veifað mér. Allir sem vildu heyra og hinir líka fengu að heyra söguna þegar Vigdís veifaði mér. Þið sjáið að ég lifi enn á þessu. Ég veit að Baldur mun hlusta, sýna fólki áhuga og tala við alla sem á hans vegi verða. Hann er fordómalaus maður sem hefur áhuga á hvað fólk hefur að segja og fram að færa. Ég hlakka til að kjósa Baldur 1. júní næstkomandi og veit að hann mun skrúfa niður rúðuna. Eitt lítið augnablik sem forsetinn veitir einhverjum athygli getur varað í lífstíð hjá viðkomandi. Embættið hefur þau áhrif. Munum það. Höfundur er þróunar- og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í kosningar til forseta Íslands eru frambjóðendur að sannfæra kjósendur um þeirra eigið ágæti og hví þeir ættu að verða kosnir. Þvílík keyrsla. Ég fyllist aðdáunar á úthaldi hvers og eins, gott fólk upp til hópa og frambærilegt. Vildi að ég hefði fleiri atkvæði til að útdeila. Ég aftur á móti á bara eitt atkvæði og ætla að nýta það vel. Minn forseti er Baldur Þórhallsson. Ég var nemandi hjá honum í stjórnmálafræðinni rétt eftir aldamótin og þvílík áhrif sem hann hafði á mig. Hann vekur upp áhuga og virkilega hlustar á það sem er sagt og á hann er hlustað því hann sjálfur er fordómalaus og opinn fyrir þekkingu. Fyrir mig persónulega var hann mikill áhrifavaldur í mínu lífi og valdi ég mína leið í lífinu eftir lítið en mikilvægt verkefni hjá honum um alþjóðavæðingu í Afríku. Magnað að hugsa til baka og sjá hversu Baldur var mér góður kennari. Ég á honum mikið að þakka. Hann brennur fyrir mannréttindum og er einn helsti fræðimaður heimsins um smáríki. Við erum auðvitað stórasta land í heimi þó smáríki séum og mikilvægt að forsetinn okkar þyki vænt um sögu lands og þjóðar. Það hefur Baldur svo sannarlega og hefur sýnt það í verki með varðveislu sögu okkar á Suðurlandi með uppbyggingu hellana í Rangárvallasýslu með sinni fjölskyldu og fleiri verkum sem of langt er að telja upp í þessari grein. Sveitastrákur sem varð einn fremsti sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og vonandi næstkomandi forseti Íslands. Hversu magnað. Ég vissi ekkert um hans persónulegu hagi þegar ég var nemandi hans enda var aldrei spurt að því eða hann að tjá sig um sín mál að fyrra bragði. Ef ég hefði vitað á þessum tíma að Felix væri hans maki hefði ég sennilega lýst yfir aðdáun minni á góðu vali þar sem Felix ásamt Gunnari Helga svæfðu ungan son minn öll kvöld þessi ár með Traust og Trygg (á snældum). Sem var dásamlegt fyrir einstæða móður í námi. Ég sá Felix í viðtali um daginn sem maki verðandi forseta og þvílíkt glæsimenni sem hann er. Vel að máli farinn, skemmtilegur, vitur og sanngjarn. Ég skrifa þessi orð því makinn skiptir auðvitað máli í stóra samhenginu og makinn hans Baldurs er einhver sem ég myndi vilja sjá á Bessastöðum. Að lokum langar mig til að segja litla sögu frá sveitinni minni, Hjaltadal í Skagafirði. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið þar tíður gestur enda Hólar í Hjaltadal með mikla og langa sögu. Árið var 1990, ég var 12 ára og í ein í reiðtúr sem og oft á Heimi mínum, skírður auðvitað í höfuðið á karlakórnum hans pabba, þegar forsetabíllinn keyrir framhjá. Bíllinn hægir á sér og Vigdís skrúfar niður aftur rúðuna og veifar mér. Ég veifaði henni á móti og fannst ég vera fræg fyrir að forseti Íslands hefði veifað mér. Allir sem vildu heyra og hinir líka fengu að heyra söguna þegar Vigdís veifaði mér. Þið sjáið að ég lifi enn á þessu. Ég veit að Baldur mun hlusta, sýna fólki áhuga og tala við alla sem á hans vegi verða. Hann er fordómalaus maður sem hefur áhuga á hvað fólk hefur að segja og fram að færa. Ég hlakka til að kjósa Baldur 1. júní næstkomandi og veit að hann mun skrúfa niður rúðuna. Eitt lítið augnablik sem forsetinn veitir einhverjum athygli getur varað í lífstíð hjá viðkomandi. Embættið hefur þau áhrif. Munum það. Höfundur er þróunar- og stjórnmálafræðingur.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun