Forseti Íslands veifaði mér Fjóla Einarsdóttir skrifar 19. maí 2024 08:00 Nú þegar styttist í kosningar til forseta Íslands eru frambjóðendur að sannfæra kjósendur um þeirra eigið ágæti og hví þeir ættu að verða kosnir. Þvílík keyrsla. Ég fyllist aðdáunar á úthaldi hvers og eins, gott fólk upp til hópa og frambærilegt. Vildi að ég hefði fleiri atkvæði til að útdeila. Ég aftur á móti á bara eitt atkvæði og ætla að nýta það vel. Minn forseti er Baldur Þórhallsson. Ég var nemandi hjá honum í stjórnmálafræðinni rétt eftir aldamótin og þvílík áhrif sem hann hafði á mig. Hann vekur upp áhuga og virkilega hlustar á það sem er sagt og á hann er hlustað því hann sjálfur er fordómalaus og opinn fyrir þekkingu. Fyrir mig persónulega var hann mikill áhrifavaldur í mínu lífi og valdi ég mína leið í lífinu eftir lítið en mikilvægt verkefni hjá honum um alþjóðavæðingu í Afríku. Magnað að hugsa til baka og sjá hversu Baldur var mér góður kennari. Ég á honum mikið að þakka. Hann brennur fyrir mannréttindum og er einn helsti fræðimaður heimsins um smáríki. Við erum auðvitað stórasta land í heimi þó smáríki séum og mikilvægt að forsetinn okkar þyki vænt um sögu lands og þjóðar. Það hefur Baldur svo sannarlega og hefur sýnt það í verki með varðveislu sögu okkar á Suðurlandi með uppbyggingu hellana í Rangárvallasýslu með sinni fjölskyldu og fleiri verkum sem of langt er að telja upp í þessari grein. Sveitastrákur sem varð einn fremsti sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og vonandi næstkomandi forseti Íslands. Hversu magnað. Ég vissi ekkert um hans persónulegu hagi þegar ég var nemandi hans enda var aldrei spurt að því eða hann að tjá sig um sín mál að fyrra bragði. Ef ég hefði vitað á þessum tíma að Felix væri hans maki hefði ég sennilega lýst yfir aðdáun minni á góðu vali þar sem Felix ásamt Gunnari Helga svæfðu ungan son minn öll kvöld þessi ár með Traust og Trygg (á snældum). Sem var dásamlegt fyrir einstæða móður í námi. Ég sá Felix í viðtali um daginn sem maki verðandi forseta og þvílíkt glæsimenni sem hann er. Vel að máli farinn, skemmtilegur, vitur og sanngjarn. Ég skrifa þessi orð því makinn skiptir auðvitað máli í stóra samhenginu og makinn hans Baldurs er einhver sem ég myndi vilja sjá á Bessastöðum. Að lokum langar mig til að segja litla sögu frá sveitinni minni, Hjaltadal í Skagafirði. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið þar tíður gestur enda Hólar í Hjaltadal með mikla og langa sögu. Árið var 1990, ég var 12 ára og í ein í reiðtúr sem og oft á Heimi mínum, skírður auðvitað í höfuðið á karlakórnum hans pabba, þegar forsetabíllinn keyrir framhjá. Bíllinn hægir á sér og Vigdís skrúfar niður aftur rúðuna og veifar mér. Ég veifaði henni á móti og fannst ég vera fræg fyrir að forseti Íslands hefði veifað mér. Allir sem vildu heyra og hinir líka fengu að heyra söguna þegar Vigdís veifaði mér. Þið sjáið að ég lifi enn á þessu. Ég veit að Baldur mun hlusta, sýna fólki áhuga og tala við alla sem á hans vegi verða. Hann er fordómalaus maður sem hefur áhuga á hvað fólk hefur að segja og fram að færa. Ég hlakka til að kjósa Baldur 1. júní næstkomandi og veit að hann mun skrúfa niður rúðuna. Eitt lítið augnablik sem forsetinn veitir einhverjum athygli getur varað í lífstíð hjá viðkomandi. Embættið hefur þau áhrif. Munum það. Höfundur er þróunar- og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í kosningar til forseta Íslands eru frambjóðendur að sannfæra kjósendur um þeirra eigið ágæti og hví þeir ættu að verða kosnir. Þvílík keyrsla. Ég fyllist aðdáunar á úthaldi hvers og eins, gott fólk upp til hópa og frambærilegt. Vildi að ég hefði fleiri atkvæði til að útdeila. Ég aftur á móti á bara eitt atkvæði og ætla að nýta það vel. Minn forseti er Baldur Þórhallsson. Ég var nemandi hjá honum í stjórnmálafræðinni rétt eftir aldamótin og þvílík áhrif sem hann hafði á mig. Hann vekur upp áhuga og virkilega hlustar á það sem er sagt og á hann er hlustað því hann sjálfur er fordómalaus og opinn fyrir þekkingu. Fyrir mig persónulega var hann mikill áhrifavaldur í mínu lífi og valdi ég mína leið í lífinu eftir lítið en mikilvægt verkefni hjá honum um alþjóðavæðingu í Afríku. Magnað að hugsa til baka og sjá hversu Baldur var mér góður kennari. Ég á honum mikið að þakka. Hann brennur fyrir mannréttindum og er einn helsti fræðimaður heimsins um smáríki. Við erum auðvitað stórasta land í heimi þó smáríki séum og mikilvægt að forsetinn okkar þyki vænt um sögu lands og þjóðar. Það hefur Baldur svo sannarlega og hefur sýnt það í verki með varðveislu sögu okkar á Suðurlandi með uppbyggingu hellana í Rangárvallasýslu með sinni fjölskyldu og fleiri verkum sem of langt er að telja upp í þessari grein. Sveitastrákur sem varð einn fremsti sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og vonandi næstkomandi forseti Íslands. Hversu magnað. Ég vissi ekkert um hans persónulegu hagi þegar ég var nemandi hans enda var aldrei spurt að því eða hann að tjá sig um sín mál að fyrra bragði. Ef ég hefði vitað á þessum tíma að Felix væri hans maki hefði ég sennilega lýst yfir aðdáun minni á góðu vali þar sem Felix ásamt Gunnari Helga svæfðu ungan son minn öll kvöld þessi ár með Traust og Trygg (á snældum). Sem var dásamlegt fyrir einstæða móður í námi. Ég sá Felix í viðtali um daginn sem maki verðandi forseta og þvílíkt glæsimenni sem hann er. Vel að máli farinn, skemmtilegur, vitur og sanngjarn. Ég skrifa þessi orð því makinn skiptir auðvitað máli í stóra samhenginu og makinn hans Baldurs er einhver sem ég myndi vilja sjá á Bessastöðum. Að lokum langar mig til að segja litla sögu frá sveitinni minni, Hjaltadal í Skagafirði. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið þar tíður gestur enda Hólar í Hjaltadal með mikla og langa sögu. Árið var 1990, ég var 12 ára og í ein í reiðtúr sem og oft á Heimi mínum, skírður auðvitað í höfuðið á karlakórnum hans pabba, þegar forsetabíllinn keyrir framhjá. Bíllinn hægir á sér og Vigdís skrúfar niður aftur rúðuna og veifar mér. Ég veifaði henni á móti og fannst ég vera fræg fyrir að forseti Íslands hefði veifað mér. Allir sem vildu heyra og hinir líka fengu að heyra söguna þegar Vigdís veifaði mér. Þið sjáið að ég lifi enn á þessu. Ég veit að Baldur mun hlusta, sýna fólki áhuga og tala við alla sem á hans vegi verða. Hann er fordómalaus maður sem hefur áhuga á hvað fólk hefur að segja og fram að færa. Ég hlakka til að kjósa Baldur 1. júní næstkomandi og veit að hann mun skrúfa niður rúðuna. Eitt lítið augnablik sem forsetinn veitir einhverjum athygli getur varað í lífstíð hjá viðkomandi. Embættið hefur þau áhrif. Munum það. Höfundur er þróunar- og stjórnmálafræðingur.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun