Spánverjar neita skipi með vopn innanborðs um að leggja að bryggju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. maí 2024 06:39 Albares fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington í síðustu viku, þar sem Gasa var meðal annars til umræðu. AP/Kevin Wolf Stjórnvöld á Spáni hafa neitað skipi um leyfi til að leggja að bryggju þar sem um borð eru vopn á leið til Ísrael. Utanríkisráðherra landsins segir þetta í samræmi við afstöðu Spánar. „Utanríkisráðuneytið mun kerfisbundið neita þessum skipum viðkomu af einni augljósri ástæðu,“ sagði José Manuel Albares við blaðamenn í Brussel í gær. „Mið-Austurlönd vantar ekki fleiri vopn, þau skortir frið.“ Að sögn samgönguráðherrans Óscar Puente er um að ræða skipið Marianne Danica, hvers áhöfn óskaði eftir leyfi til að leggja að bryggju í Cartagena 21. maí næstkomandi. Samkvæmt El País siglir skipið undir dönskum fána en farmur þess eru 27 tonn af sprengjuefnum. Það lagði frá höfn í Chennai á Indlandi og áfangastaður þess er höfnin í Haifa í Ísrael. Deilur standa nú yfir á Spáni vegna annars skips, Borkum, sem á að leggja að höfn í Cartagena í dag. Stuðingsmenn Palestínu segja að um borð í Borkum séu vopn á leið til Ísrael en Puente hefur hafnað þessu og sagt að skipið sé að flytja hergögn til Tékklands. Spánverjar hafa verið meðal þeirra Evrópuþjóða sem hafa gagnrýnt árásir Ísrael á Gasa hvað harðast og hvatt önnur ríki til að viðurkenna sjálfstæða Palestínu. Þá hafa þeir hætt vopnasölu til Ísrael. Spánn Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
„Utanríkisráðuneytið mun kerfisbundið neita þessum skipum viðkomu af einni augljósri ástæðu,“ sagði José Manuel Albares við blaðamenn í Brussel í gær. „Mið-Austurlönd vantar ekki fleiri vopn, þau skortir frið.“ Að sögn samgönguráðherrans Óscar Puente er um að ræða skipið Marianne Danica, hvers áhöfn óskaði eftir leyfi til að leggja að bryggju í Cartagena 21. maí næstkomandi. Samkvæmt El País siglir skipið undir dönskum fána en farmur þess eru 27 tonn af sprengjuefnum. Það lagði frá höfn í Chennai á Indlandi og áfangastaður þess er höfnin í Haifa í Ísrael. Deilur standa nú yfir á Spáni vegna annars skips, Borkum, sem á að leggja að höfn í Cartagena í dag. Stuðingsmenn Palestínu segja að um borð í Borkum séu vopn á leið til Ísrael en Puente hefur hafnað þessu og sagt að skipið sé að flytja hergögn til Tékklands. Spánverjar hafa verið meðal þeirra Evrópuþjóða sem hafa gagnrýnt árásir Ísrael á Gasa hvað harðast og hvatt önnur ríki til að viðurkenna sjálfstæða Palestínu. Þá hafa þeir hætt vopnasölu til Ísrael.
Spánn Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira