Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 28-25 | Valskonur Íslandsmeistarar Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2024 21:38 Valur er Íslandsmeistari 2024 Vísir/Anton Brink Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. Með bakið upp við vegg byrjuðu Haukar betur. Það var góður andi í liði Hauka sem ætluðu að selja sig dýrt. Gestirnir úr Hafnarfirði gerðu fyrstu fjögur mörkin. Vörn og markvarsla liðsins var frábær og fyrsta mark Vals kom ekki fyrr en eftir sex mínútur. Morgan Marie Þorkelsdóttir gerði 2 mörk í kvöldVísir/Anton Brink Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var langt frá því að vera sáttur í stöðunni 2-6 eftir tíu mínútna leik. Ágúst las pistilinn yfir sínu liði og gaf þeim hárblásarann. Eftir leikhlé Ágústar datt Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, í gang og lokaði búrinu. Sóknarleikurinn fylgdi með og Valskonur komust tveimur mörkum yfir 9-7. Valskonur fagna Vísir/Anton Brink Þrátt fyrir endurkomu Vals gerðu Haukar fjögur af síðustu fimm mörkum fyrri hálfleiks og voru marki yfir í hálfleik 11-12. Haukar héldu uppteknum hætti frá því í fyrri hálfleik og byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti. Gestirnir gerðu fyrstu tvö mörkin og komust í 11-14. Það var mikið fagnað eftir leikVísir/Anton Brink Valskonur voru ekki lengi að rífa sig í gang og spiluðu töluvert betur eftir að þær lentu þremur mörkum undir. Það gekk allt upp hjá Val sem gerði tíu mörk gegn aðeins tveimur hjá Haukum. Á þessum kafla var sjálfstraust Hauka í molum og gestirnir misnotuðu urmul af færum. Þessi kafli vann leikinn fyrir Val og tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn Valur vann þriggja marka sigur 28-25. Valur er Íslandsmeistari 2024Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Valur byrjaði fyrri hálfleik afar illa og Ágúst Jóhansson, þjálfari Vals, tók leikhlé eftir tæplega tíu mínútur eftir að liðið hafði aðeins gert tvö mörk. Ágúst urðaði yfir sitt lið og reyndi að kveikja í því. Ágúst var orðinn það rauður í framan að hann var eins á litinn og Vals búningurinn sem stelpurnar hans voru í. Stjörnur og skúrkar Valur byrjaði leikinn illa en um leið og Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, datt í gang og fór að verja snerist taflið við. Hafdís varði 20 skot og var með 44 prósent markvörslu Inga Dís Jóhannsdóttir, leikmaður Hauka, átti erfitt uppdráttar og var ekki að finna sig í kvöld. Hún reyndi og reyndi en var með þrjú mörk úr níu skotum. Dómararnir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson dæmdu leik kvöldsins. Dómararnir stóðu sig frábærlega í kvöld og maður tók varla eftir því að þeir væru á flautunni. Ágætis merki um að dómararnir hafi staðið sig vel var að Ágúst Jóhansson, þjálfari Vals, þurfti ekkert að æsa sig út í þá meira að segja þegar að það gekk illa hjá hans liði í byrjun. Dómararnir fá 8 í einkunn. Stuðningsmenn Vals stóðu fyrir sínuVísir/Anton Brink Stemning og umgjörð Valur gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli og það var nokkuð fjölmennt í N1-höllinni. Stuðningsmenn Vals létu nokkuð vel í sér heyra og það var gaman að heyra bongó í bæði fyrri og seinni hálfleik þegar að það gekk vel hjá Val. „Verð áfram hjá Haukum á næsta ári“ Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði 6 mörk í kvöldVísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka, var afar svekkt eftir tap kvöldsins og þá staðreynd að tímabilinu sé lokið. „Hafdís var frábær í markinu og þriðja leikinn í röð var hún að verja dauðafæri frá okkur. Mér fannst vörnin fín heilt yfir en við duttum niður varnarlega um miðjan seinni hálfleik.“ „Við duttum niður varnarlega á sama tíma vorum við að klikka á færum og enduðum undir sem var rosalega erfitt. Það var ótrúlega svekkjandi að hafa ekki náð að klára þennan leik,“ sagði Elín Klara í samtali við Vísi eftir leik. Elín var ekki sátt hvernig spilamennska Hauka datt niður í seinni hálfleik eftir að liðið komst þremur mörkum yfir 11-14. „Við vorum reknar út af og vorum ekki nógu agaðar sóknarlega en ég á eftir að skoða þetta betur.“ Haukar voru grátlega nálægt því að vinna Val í fyrsta leiknum í einvíginu og Elín viðurkenndi að þeirra tækifæri á að verða Íslandsmeistarar hefði verið ef liðinu hefði tekist að vinna fyrsta leikinn. „Við mættum ekki til leiks í leik tvö en það var ótrúlega svekkjandi að hafa ekki unnið fyrsta leikinn. Ég er þó stolt af liðinu þar sem við komumst í undanúrslit á síðasta tímabili en komumst í úrslitin í ár.“ Elín Klara staðfesti að lokum að hún yrði áfram hjá Haukum á næsta tímabili. „Ég verð áfram hjá Haukum á næsta ári allavega og það er markmiðið að taka eitt skref fram á við,“ sagði Elín Klara að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar
Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. Með bakið upp við vegg byrjuðu Haukar betur. Það var góður andi í liði Hauka sem ætluðu að selja sig dýrt. Gestirnir úr Hafnarfirði gerðu fyrstu fjögur mörkin. Vörn og markvarsla liðsins var frábær og fyrsta mark Vals kom ekki fyrr en eftir sex mínútur. Morgan Marie Þorkelsdóttir gerði 2 mörk í kvöldVísir/Anton Brink Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var langt frá því að vera sáttur í stöðunni 2-6 eftir tíu mínútna leik. Ágúst las pistilinn yfir sínu liði og gaf þeim hárblásarann. Eftir leikhlé Ágústar datt Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, í gang og lokaði búrinu. Sóknarleikurinn fylgdi með og Valskonur komust tveimur mörkum yfir 9-7. Valskonur fagna Vísir/Anton Brink Þrátt fyrir endurkomu Vals gerðu Haukar fjögur af síðustu fimm mörkum fyrri hálfleiks og voru marki yfir í hálfleik 11-12. Haukar héldu uppteknum hætti frá því í fyrri hálfleik og byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti. Gestirnir gerðu fyrstu tvö mörkin og komust í 11-14. Það var mikið fagnað eftir leikVísir/Anton Brink Valskonur voru ekki lengi að rífa sig í gang og spiluðu töluvert betur eftir að þær lentu þremur mörkum undir. Það gekk allt upp hjá Val sem gerði tíu mörk gegn aðeins tveimur hjá Haukum. Á þessum kafla var sjálfstraust Hauka í molum og gestirnir misnotuðu urmul af færum. Þessi kafli vann leikinn fyrir Val og tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn Valur vann þriggja marka sigur 28-25. Valur er Íslandsmeistari 2024Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Valur byrjaði fyrri hálfleik afar illa og Ágúst Jóhansson, þjálfari Vals, tók leikhlé eftir tæplega tíu mínútur eftir að liðið hafði aðeins gert tvö mörk. Ágúst urðaði yfir sitt lið og reyndi að kveikja í því. Ágúst var orðinn það rauður í framan að hann var eins á litinn og Vals búningurinn sem stelpurnar hans voru í. Stjörnur og skúrkar Valur byrjaði leikinn illa en um leið og Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, datt í gang og fór að verja snerist taflið við. Hafdís varði 20 skot og var með 44 prósent markvörslu Inga Dís Jóhannsdóttir, leikmaður Hauka, átti erfitt uppdráttar og var ekki að finna sig í kvöld. Hún reyndi og reyndi en var með þrjú mörk úr níu skotum. Dómararnir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson dæmdu leik kvöldsins. Dómararnir stóðu sig frábærlega í kvöld og maður tók varla eftir því að þeir væru á flautunni. Ágætis merki um að dómararnir hafi staðið sig vel var að Ágúst Jóhansson, þjálfari Vals, þurfti ekkert að æsa sig út í þá meira að segja þegar að það gekk illa hjá hans liði í byrjun. Dómararnir fá 8 í einkunn. Stuðningsmenn Vals stóðu fyrir sínuVísir/Anton Brink Stemning og umgjörð Valur gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli og það var nokkuð fjölmennt í N1-höllinni. Stuðningsmenn Vals létu nokkuð vel í sér heyra og það var gaman að heyra bongó í bæði fyrri og seinni hálfleik þegar að það gekk vel hjá Val. „Verð áfram hjá Haukum á næsta ári“ Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði 6 mörk í kvöldVísir/Anton Brink Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka, var afar svekkt eftir tap kvöldsins og þá staðreynd að tímabilinu sé lokið. „Hafdís var frábær í markinu og þriðja leikinn í röð var hún að verja dauðafæri frá okkur. Mér fannst vörnin fín heilt yfir en við duttum niður varnarlega um miðjan seinni hálfleik.“ „Við duttum niður varnarlega á sama tíma vorum við að klikka á færum og enduðum undir sem var rosalega erfitt. Það var ótrúlega svekkjandi að hafa ekki náð að klára þennan leik,“ sagði Elín Klara í samtali við Vísi eftir leik. Elín var ekki sátt hvernig spilamennska Hauka datt niður í seinni hálfleik eftir að liðið komst þremur mörkum yfir 11-14. „Við vorum reknar út af og vorum ekki nógu agaðar sóknarlega en ég á eftir að skoða þetta betur.“ Haukar voru grátlega nálægt því að vinna Val í fyrsta leiknum í einvíginu og Elín viðurkenndi að þeirra tækifæri á að verða Íslandsmeistarar hefði verið ef liðinu hefði tekist að vinna fyrsta leikinn. „Við mættum ekki til leiks í leik tvö en það var ótrúlega svekkjandi að hafa ekki unnið fyrsta leikinn. Ég er þó stolt af liðinu þar sem við komumst í undanúrslit á síðasta tímabili en komumst í úrslitin í ár.“ Elín Klara staðfesti að lokum að hún yrði áfram hjá Haukum á næsta tímabili. „Ég verð áfram hjá Haukum á næsta ári allavega og það er markmiðið að taka eitt skref fram á við,“ sagði Elín Klara að lokum.