Kletturinn Katrín Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 15. maí 2024 09:16 Allt í lagi. Ég ætla að viðurkenna nokkuð sem dóttir mín veit ekki einu sinni. Ég held ég hafi ómeðvitað nefnt hana í höfuðið á Katrínu Jakobsdóttur. Þetta var árið 1998 og mig vantaði fyrra nafn á frumburðinn. Katrín hafði sinnt hlutverki stigavarðar í Gettu Betur, ég hafði séð hana hist og her og það var eitthvað við hana, sennilega þessi X-faktor sem heilu sjónvarpsþættirnir eru helgaðir. Seinna meir held ég að undirmeðvitundin hafi tekið af mér ráðin og haft sitt fram. Það hefði auðvitað verið glatað ef fyrirmyndin hefði orðið að skrímsli eða fundist flott að halda með Manchester United. Því ekki þekkti ég hana neitt þá. En svo kom það á daginn að hún átti eftir að vinna frábær verk sem ýmis nettröll snúa nú á hvolf. Bleikt er orðið þverröndótt og það skiptir engu máli hvað sagt er – þegar vorið kemur er hrópað um vetur. Verst hefur mér fundist ómaklegur málflutningur andstæðinga Katrínar um málefni Palestínu enda er ég skráður félagi í Íslandi-Palestínu til margra ára. Þegar forritið X sem áður hét Twitter er skoðað fjalla sjö af seinustu tíu færslum Katrínar um ástandið á Gaza sem sagt er að hún hafi hunsað! Orðið „fordæmt“ á ensku finn ég þrisvar í færslum Katrínar, þvert á það sem sagt er á samfélagsmiðlum. Ég heyri talað um enga samúð með Palestínu og þá er oft litið framhjá að Ísland studdi palestínsku flóttamannahjálpina einna mest miðað við höfðatölu og tók við einna flestum flóttamönnum. Þó að þáverandi utanríkisráðherra hafi talað um að frysta greiðslur til flóttamannahjálparinnar sáu Katrín og VG samt til þess að þær bærust á réttum tíma. Öfugt við það sem er fullyrt er þetta alls ekki dæmi um að Ísland elti Bandaríkin á alþjóðavettvangi enda hafa löndin varla nokkru sinni greitt atkvæði eins um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur samþykkt allar tillögur um vopnahlé hjá SÞ nema eina þar sem það sat hjá gegn vilja Katrínar. Alltaf er hægt að tína til eitthvað sem Ísland hefur ekki gert en þá eru það hlutir sem ekkert land hefur gert upp á sitt einsdæmi. Þegar Ísland er borið saman við önnur evrópsk lönd er erfitt að finna nokkurt land sem hefur beitt sér meira í þágu Palestínumanna. Ég hef nefnilega verið nokkuð ánægð með stefnu stjórnvalda á alþjóðavettvangi seinustu ár. Alþjóðlega hefur Katrín vakið jákvæða athygli og haft áhrif til góðs sem ekki veitti af eftir hrunið, og það sem heimssenan verður glöð að hitta hana á ný, í nýju hlutverki! Hér heima hefur hún stutt við bak transfólks og annarra úthrópaðra samfélagshópa sem engar vinsældir fylgja að styðja. Þá hefur hún aftur og aftur verið eins og óhagganlegur klettur í hafi á tímum farsótta og náttúruhamfara. Hún hefur einnig verið góðvinur menningarinnar og stutt við bakið á skapandi greinum. Katrín studdi markvisst kjarasamninga sem hækkuðu lægstu laun og því er engin furða að ýmsir verkalýðsleiðtogar kunni að meta hana. Það sem ég er þó kannski ánægðust með á þessari stundu er að Katrín heyr nú jákvæða kosningabaráttu. Katrín er nágranni minn í dag. Ég er montin af því að undirmeðvitundin hafi tekið völdin fyrir nærri þremur áratugum, ef svo var. Og ég er montin af því að fara að kjósa Katrínu Jakobsdóttur 1. júní sem forseta Íslands. Höfundur er öryrki og fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Allt í lagi. Ég ætla að viðurkenna nokkuð sem dóttir mín veit ekki einu sinni. Ég held ég hafi ómeðvitað nefnt hana í höfuðið á Katrínu Jakobsdóttur. Þetta var árið 1998 og mig vantaði fyrra nafn á frumburðinn. Katrín hafði sinnt hlutverki stigavarðar í Gettu Betur, ég hafði séð hana hist og her og það var eitthvað við hana, sennilega þessi X-faktor sem heilu sjónvarpsþættirnir eru helgaðir. Seinna meir held ég að undirmeðvitundin hafi tekið af mér ráðin og haft sitt fram. Það hefði auðvitað verið glatað ef fyrirmyndin hefði orðið að skrímsli eða fundist flott að halda með Manchester United. Því ekki þekkti ég hana neitt þá. En svo kom það á daginn að hún átti eftir að vinna frábær verk sem ýmis nettröll snúa nú á hvolf. Bleikt er orðið þverröndótt og það skiptir engu máli hvað sagt er – þegar vorið kemur er hrópað um vetur. Verst hefur mér fundist ómaklegur málflutningur andstæðinga Katrínar um málefni Palestínu enda er ég skráður félagi í Íslandi-Palestínu til margra ára. Þegar forritið X sem áður hét Twitter er skoðað fjalla sjö af seinustu tíu færslum Katrínar um ástandið á Gaza sem sagt er að hún hafi hunsað! Orðið „fordæmt“ á ensku finn ég þrisvar í færslum Katrínar, þvert á það sem sagt er á samfélagsmiðlum. Ég heyri talað um enga samúð með Palestínu og þá er oft litið framhjá að Ísland studdi palestínsku flóttamannahjálpina einna mest miðað við höfðatölu og tók við einna flestum flóttamönnum. Þó að þáverandi utanríkisráðherra hafi talað um að frysta greiðslur til flóttamannahjálparinnar sáu Katrín og VG samt til þess að þær bærust á réttum tíma. Öfugt við það sem er fullyrt er þetta alls ekki dæmi um að Ísland elti Bandaríkin á alþjóðavettvangi enda hafa löndin varla nokkru sinni greitt atkvæði eins um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur samþykkt allar tillögur um vopnahlé hjá SÞ nema eina þar sem það sat hjá gegn vilja Katrínar. Alltaf er hægt að tína til eitthvað sem Ísland hefur ekki gert en þá eru það hlutir sem ekkert land hefur gert upp á sitt einsdæmi. Þegar Ísland er borið saman við önnur evrópsk lönd er erfitt að finna nokkurt land sem hefur beitt sér meira í þágu Palestínumanna. Ég hef nefnilega verið nokkuð ánægð með stefnu stjórnvalda á alþjóðavettvangi seinustu ár. Alþjóðlega hefur Katrín vakið jákvæða athygli og haft áhrif til góðs sem ekki veitti af eftir hrunið, og það sem heimssenan verður glöð að hitta hana á ný, í nýju hlutverki! Hér heima hefur hún stutt við bak transfólks og annarra úthrópaðra samfélagshópa sem engar vinsældir fylgja að styðja. Þá hefur hún aftur og aftur verið eins og óhagganlegur klettur í hafi á tímum farsótta og náttúruhamfara. Hún hefur einnig verið góðvinur menningarinnar og stutt við bakið á skapandi greinum. Katrín studdi markvisst kjarasamninga sem hækkuðu lægstu laun og því er engin furða að ýmsir verkalýðsleiðtogar kunni að meta hana. Það sem ég er þó kannski ánægðust með á þessari stundu er að Katrín heyr nú jákvæða kosningabaráttu. Katrín er nágranni minn í dag. Ég er montin af því að undirmeðvitundin hafi tekið völdin fyrir nærri þremur áratugum, ef svo var. Og ég er montin af því að fara að kjósa Katrínu Jakobsdóttur 1. júní sem forseta Íslands. Höfundur er öryrki og fyrrverandi blaðamaður.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar