Albert gáttaður á Lárusi Orra: „Hvað meinarðu? Hvað er í gangi hérna?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2024 10:01 Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason deila ekki alltaf sömu skoðunum á hlutunum. stöð 2 sport Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason eru ekki alltaf sammála og voru það svo sannarlega ekki þegar þeir fjölluðu um leik Víkings og FH í Bestu deild karla í Stúkunni á mánudaginn. Böðvar Böðvarsson braut ansi hressilega á Matthíasi Vilhjálmssyni í fyrri hálfleik og í þeim seinni fékk Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, svo sitt annað gula spjald fyrir brot. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, náði skemmtilegum myndum af broti Böðvars sem voru sýndar í Stúkunni. Kjartan Atli Kjartansson bað Lárus Orra og Albert svo um álit á brotinu. „Þetta leit ekki endilega illa út þegar maður sá þetta í vélunum en af þessum myndum að dæma lítur þetta mjög illa út,“ sagði Lárus Orri. Albert var á öndverðu meiði við félaga sinn í þessu máli. „Mér finnst persónulega ekkert að þessu. Ef þú myndir fá Arnar Gunnlaugsson [þjálfara Víkings] í viðtal er ég nokkuð viss um að hann myndi segja nákvæmlega það sama,“ sagði Albert. „Þetta er það sem allir hafa verið að kvarta yfir því að Víkingar hafi verið að gera; fara upp að línunni og mér finnst þetta sem FH-ingar hafa verið að gera núna, í þessum leik og líka í leikjunum í fyrra, sem er greinilega það sem Heimir [Guðjónsson, þjálfari FH] er að reyna að koma inn í liðið. Við heyrðum viðtal við Bödda á .net á laugardaginn þar sem hann talaði um að þeir vilja ná þessari línu, að spila fast, gróft og vera vondir en ekki fara yfir þessa línu. Mér finnst þetta akkúrat á því þaki. Hann er fantur og vondi kallinn í þessari deild og hann spilaði bara rétt þarna.“ Strákarnir fóru svo yfir rauða spjaldið sem Hansen fékk í leiknum í Víkinni sem heimamenn unnu, 2-0. „Er þetta annað gula spjald? Ég er ekki viss um það,“ sagði Lárus Orri. „Lárus, hvað meinarðu?“ sagði Albert hneykslaður. „Hvað er í gangi hérna? Horfðu á Nikolaj. Hann er að segja þér að þetta sé annað gult spjald, bara hvernig hann bregst við þessu.“ „Hann er skíthræddur um að vera rekinn út af. Hann fer ansi hart í boltann en þetta er ekki annað gult spjald,“ sagði Lárus Orri. Klippa: Stúkan - umræða um brotin í Víkinni „Var þetta meira rautt á Bödda en þetta sem seinna gula?“ spurði Albert Lárus Orra sem játti því. „Ég sagði þér að þessi Tenerife-ferð hefði verið eitthvað erfið,“ sagði Albert og hló. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Stúkan Tengdar fréttir „Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. 14. maí 2024 10:30 „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 „Það er eitt að vera góður og annað að fá eitthvað fyrir það“ Víkingur batt enda á sigurgöngu FH með 2-0 sigri í toppslag deildarinnar í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði margt jákvætt hægt að taka úr leiknum en var óánægður með hvernig hans lið brást við þegar Víkingur missti mann af velli. 12. maí 2024 22:01 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Böðvar Böðvarsson braut ansi hressilega á Matthíasi Vilhjálmssyni í fyrri hálfleik og í þeim seinni fékk Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, svo sitt annað gula spjald fyrir brot. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, náði skemmtilegum myndum af broti Böðvars sem voru sýndar í Stúkunni. Kjartan Atli Kjartansson bað Lárus Orra og Albert svo um álit á brotinu. „Þetta leit ekki endilega illa út þegar maður sá þetta í vélunum en af þessum myndum að dæma lítur þetta mjög illa út,“ sagði Lárus Orri. Albert var á öndverðu meiði við félaga sinn í þessu máli. „Mér finnst persónulega ekkert að þessu. Ef þú myndir fá Arnar Gunnlaugsson [þjálfara Víkings] í viðtal er ég nokkuð viss um að hann myndi segja nákvæmlega það sama,“ sagði Albert. „Þetta er það sem allir hafa verið að kvarta yfir því að Víkingar hafi verið að gera; fara upp að línunni og mér finnst þetta sem FH-ingar hafa verið að gera núna, í þessum leik og líka í leikjunum í fyrra, sem er greinilega það sem Heimir [Guðjónsson, þjálfari FH] er að reyna að koma inn í liðið. Við heyrðum viðtal við Bödda á .net á laugardaginn þar sem hann talaði um að þeir vilja ná þessari línu, að spila fast, gróft og vera vondir en ekki fara yfir þessa línu. Mér finnst þetta akkúrat á því þaki. Hann er fantur og vondi kallinn í þessari deild og hann spilaði bara rétt þarna.“ Strákarnir fóru svo yfir rauða spjaldið sem Hansen fékk í leiknum í Víkinni sem heimamenn unnu, 2-0. „Er þetta annað gula spjald? Ég er ekki viss um það,“ sagði Lárus Orri. „Lárus, hvað meinarðu?“ sagði Albert hneykslaður. „Hvað er í gangi hérna? Horfðu á Nikolaj. Hann er að segja þér að þetta sé annað gult spjald, bara hvernig hann bregst við þessu.“ „Hann er skíthræddur um að vera rekinn út af. Hann fer ansi hart í boltann en þetta er ekki annað gult spjald,“ sagði Lárus Orri. Klippa: Stúkan - umræða um brotin í Víkinni „Var þetta meira rautt á Bödda en þetta sem seinna gula?“ spurði Albert Lárus Orra sem játti því. „Ég sagði þér að þessi Tenerife-ferð hefði verið eitthvað erfið,“ sagði Albert og hló. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Stúkan Tengdar fréttir „Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. 14. maí 2024 10:30 „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 „Það er eitt að vera góður og annað að fá eitthvað fyrir það“ Víkingur batt enda á sigurgöngu FH með 2-0 sigri í toppslag deildarinnar í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði margt jákvætt hægt að taka úr leiknum en var óánægður með hvernig hans lið brást við þegar Víkingur missti mann af velli. 12. maí 2024 22:01 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
„Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. 14. maí 2024 10:30
„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32
„Það er eitt að vera góður og annað að fá eitthvað fyrir það“ Víkingur batt enda á sigurgöngu FH með 2-0 sigri í toppslag deildarinnar í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði margt jákvætt hægt að taka úr leiknum en var óánægður með hvernig hans lið brást við þegar Víkingur missti mann af velli. 12. maí 2024 22:01