Jokic tók við MVP-styttunni og sýndi svo hver er bestur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2024 08:32 Nikola Jokic tekur við MVP-styttunni úr hendi Adams Silver, yfirmanns NBA-deildarinnar. getty/Matthew Stockman Nikola Jokic og Jalen Brunson voru aðalmennirnir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þeir skoruðu báðir grimmt þegar Denver Nuggets og New York Knicks unnu andstæðinga sína. Denver bar sigurorð af Minnesota Timberwolves, 112-97, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Meistararnir töpuðu fyrstu tveimur leikjum einvígisins en hafa nú unnið þrjá í röð og eru aðeins einum sigri frá því að komast áfram. Fyrir leikinn í nótt tók Jokic við styttunni fyrir að vera valinn besti leikmaður deildarinnar (MVP) og hann sýndi svo mátt sinn og megin gegn Úlfunum frá Minnesota. Jokic skoraði fjörutíu stig, tók sjö fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í leiknum og Michael Malone, þjálfari Denver, var að vonum ánægður með sinn mann. „Hann gerði allt fyrir okkur í kvöld. Og það var gaman að fylgjast með því,“ sagði Malone. Nikola Jokic put the stamp on receiving his third #KiaMVP with a HISTORIC performance to power the @nuggets to a 3-2 series lead!🃏 40 PTS🃏 13 REB🃏 7 REB🃏 0 TO🃏 15-22 FGMGame 6: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/VnA2Z8N3tq— NBA (@NBA) May 15, 2024 Aaron Gordon skoraði átján stig og tók tíu fráköst hjá Denver og Jamal Murray og Kentavious Caldwell-Pope voru með sitt hvor sextán stigin. Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Rudy Gobert voru báðir með átján stig. Knicks komst í 3-2 í einvíginu gegn Indiana Pacers í undanúrslitum Austurdeildarinnar með stórsigri í Madison Square Garden, 121-91. Brunson fór hamförum í leiknum og skoraði 44 stig. Josh Hart var með átján stig og ellefu fráköst og Alex Burks lagði einnig átján stig til af bekknum. Miles McBride skoraði sautján stig og Isaiah Hartenstein tók sautján fráköst, þar af tólf í sókn. Jalen Brunson rose to the occasion in Game 5 to help the @nyknicks take a 3-2 series lead at The Garden!🗽 44 PTS🗽 7 AST🗽 4 REB🗽 18-35 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/zWgsQSY6FL— NBA (@NBA) May 15, 2024 Pascal Siakam skoraði 22 stig fyrir Indiana sem verður að vinna næsta leik til að knýja fram oddaleik á sunnudaginn. NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Denver bar sigurorð af Minnesota Timberwolves, 112-97, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Meistararnir töpuðu fyrstu tveimur leikjum einvígisins en hafa nú unnið þrjá í röð og eru aðeins einum sigri frá því að komast áfram. Fyrir leikinn í nótt tók Jokic við styttunni fyrir að vera valinn besti leikmaður deildarinnar (MVP) og hann sýndi svo mátt sinn og megin gegn Úlfunum frá Minnesota. Jokic skoraði fjörutíu stig, tók sjö fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í leiknum og Michael Malone, þjálfari Denver, var að vonum ánægður með sinn mann. „Hann gerði allt fyrir okkur í kvöld. Og það var gaman að fylgjast með því,“ sagði Malone. Nikola Jokic put the stamp on receiving his third #KiaMVP with a HISTORIC performance to power the @nuggets to a 3-2 series lead!🃏 40 PTS🃏 13 REB🃏 7 REB🃏 0 TO🃏 15-22 FGMGame 6: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/VnA2Z8N3tq— NBA (@NBA) May 15, 2024 Aaron Gordon skoraði átján stig og tók tíu fráköst hjá Denver og Jamal Murray og Kentavious Caldwell-Pope voru með sitt hvor sextán stigin. Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Rudy Gobert voru báðir með átján stig. Knicks komst í 3-2 í einvíginu gegn Indiana Pacers í undanúrslitum Austurdeildarinnar með stórsigri í Madison Square Garden, 121-91. Brunson fór hamförum í leiknum og skoraði 44 stig. Josh Hart var með átján stig og ellefu fráköst og Alex Burks lagði einnig átján stig til af bekknum. Miles McBride skoraði sautján stig og Isaiah Hartenstein tók sautján fráköst, þar af tólf í sókn. Jalen Brunson rose to the occasion in Game 5 to help the @nyknicks take a 3-2 series lead at The Garden!🗽 44 PTS🗽 7 AST🗽 4 REB🗽 18-35 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/zWgsQSY6FL— NBA (@NBA) May 15, 2024 Pascal Siakam skoraði 22 stig fyrir Indiana sem verður að vinna næsta leik til að knýja fram oddaleik á sunnudaginn.
NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira