Hvað var LeBron að gera í Cleveland? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2024 23:31 LeBron James kíkti á leik Cleveland og Boston í úrslitakeppninni. Nick Cammett/Getty Images LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers, var staddur í heimaborg sinni Cleveland nýverið þar sem Cleveland Cavaliers mættu Boston Celtics í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vakti athygli þar sem LeBron gæti fengið sig lausan frá Lakers í sumar. Eftir að Lakers féll úr leik gegn Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni var greint frá því að hinn 39 ára gamli LeBron væri að hugsa um framtíð sína og gæti yfirgefið Lakers. LeBron hefur verður harður á því að hann vilji spila hið minnsta eitt tímabil með syni sínum Bronny. Sonur hans verður í nýliðavalinu fyrir komandi tímabil og samkvæmt miðlum vestanhafs er Lakers opið fyrir því að fá Bronny í sínar raðir sem og að gefa LeBron nýjan samning þrátt fyrr að hann sé korter í fertugt. LeBron á hliðarlínunni.Nick Cammett/Getty Images Það vakti því mikla athygli þegar LeBron sást á fjórða leik Cavaliers og Celtics í úrslitakeppninni þar sem hann á mikla sögu með Cavaliers og varð til að mynda meistari með liðinu árið 2016. Celtics eru svo erkifjendur Lakers svo það er ekkert sérstaklega vel séð að vera á leik með grænum. Að því sögðu var ljóst að LeBron er kominn í frí þar sem hann var með flösku af rauðvíni undir sæti sínu. Samkvæmt ESPN var LeBron þó ekki þar með það að markmiði að ræða við Cavaliers heldur var hann þar með eiginkonu sinni, Savannah, til að fagna Mæðradeginum. Rich Paul, umboðsmaður LeBron og nokkurra leikmanna Cavaliers, hringdi í forráðamenn Lakers og lét vita að LeBron yrði á leiknum þar sem það yrði án efa fjölmiðlafár í kringum veru hans þar. LeBron James receives standing ovation from Cavaliers fans during Game 4 https://t.co/pg17ww3XpP— Sports Illustrated (@SInow) May 14, 2024 Sérfræðingar ESPN telja þó að LeBron viti nákvæmlega hvað hann er að gera og þetta sé allt gert til að setja pressu á Lakers. Eitthvað sem hann hefur gert reglulega þegar hann er ósáttur. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ Sjá meira
Eftir að Lakers féll úr leik gegn Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni var greint frá því að hinn 39 ára gamli LeBron væri að hugsa um framtíð sína og gæti yfirgefið Lakers. LeBron hefur verður harður á því að hann vilji spila hið minnsta eitt tímabil með syni sínum Bronny. Sonur hans verður í nýliðavalinu fyrir komandi tímabil og samkvæmt miðlum vestanhafs er Lakers opið fyrir því að fá Bronny í sínar raðir sem og að gefa LeBron nýjan samning þrátt fyrr að hann sé korter í fertugt. LeBron á hliðarlínunni.Nick Cammett/Getty Images Það vakti því mikla athygli þegar LeBron sást á fjórða leik Cavaliers og Celtics í úrslitakeppninni þar sem hann á mikla sögu með Cavaliers og varð til að mynda meistari með liðinu árið 2016. Celtics eru svo erkifjendur Lakers svo það er ekkert sérstaklega vel séð að vera á leik með grænum. Að því sögðu var ljóst að LeBron er kominn í frí þar sem hann var með flösku af rauðvíni undir sæti sínu. Samkvæmt ESPN var LeBron þó ekki þar með það að markmiði að ræða við Cavaliers heldur var hann þar með eiginkonu sinni, Savannah, til að fagna Mæðradeginum. Rich Paul, umboðsmaður LeBron og nokkurra leikmanna Cavaliers, hringdi í forráðamenn Lakers og lét vita að LeBron yrði á leiknum þar sem það yrði án efa fjölmiðlafár í kringum veru hans þar. LeBron James receives standing ovation from Cavaliers fans during Game 4 https://t.co/pg17ww3XpP— Sports Illustrated (@SInow) May 14, 2024 Sérfræðingar ESPN telja þó að LeBron viti nákvæmlega hvað hann er að gera og þetta sé allt gert til að setja pressu á Lakers. Eitthvað sem hann hefur gert reglulega þegar hann er ósáttur.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ Sjá meira