Hvað var LeBron að gera í Cleveland? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2024 23:31 LeBron James kíkti á leik Cleveland og Boston í úrslitakeppninni. Nick Cammett/Getty Images LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers, var staddur í heimaborg sinni Cleveland nýverið þar sem Cleveland Cavaliers mættu Boston Celtics í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vakti athygli þar sem LeBron gæti fengið sig lausan frá Lakers í sumar. Eftir að Lakers féll úr leik gegn Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni var greint frá því að hinn 39 ára gamli LeBron væri að hugsa um framtíð sína og gæti yfirgefið Lakers. LeBron hefur verður harður á því að hann vilji spila hið minnsta eitt tímabil með syni sínum Bronny. Sonur hans verður í nýliðavalinu fyrir komandi tímabil og samkvæmt miðlum vestanhafs er Lakers opið fyrir því að fá Bronny í sínar raðir sem og að gefa LeBron nýjan samning þrátt fyrr að hann sé korter í fertugt. LeBron á hliðarlínunni.Nick Cammett/Getty Images Það vakti því mikla athygli þegar LeBron sást á fjórða leik Cavaliers og Celtics í úrslitakeppninni þar sem hann á mikla sögu með Cavaliers og varð til að mynda meistari með liðinu árið 2016. Celtics eru svo erkifjendur Lakers svo það er ekkert sérstaklega vel séð að vera á leik með grænum. Að því sögðu var ljóst að LeBron er kominn í frí þar sem hann var með flösku af rauðvíni undir sæti sínu. Samkvæmt ESPN var LeBron þó ekki þar með það að markmiði að ræða við Cavaliers heldur var hann þar með eiginkonu sinni, Savannah, til að fagna Mæðradeginum. Rich Paul, umboðsmaður LeBron og nokkurra leikmanna Cavaliers, hringdi í forráðamenn Lakers og lét vita að LeBron yrði á leiknum þar sem það yrði án efa fjölmiðlafár í kringum veru hans þar. LeBron James receives standing ovation from Cavaliers fans during Game 4 https://t.co/pg17ww3XpP— Sports Illustrated (@SInow) May 14, 2024 Sérfræðingar ESPN telja þó að LeBron viti nákvæmlega hvað hann er að gera og þetta sé allt gert til að setja pressu á Lakers. Eitthvað sem hann hefur gert reglulega þegar hann er ósáttur. Körfubolti NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Eftir að Lakers féll úr leik gegn Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni var greint frá því að hinn 39 ára gamli LeBron væri að hugsa um framtíð sína og gæti yfirgefið Lakers. LeBron hefur verður harður á því að hann vilji spila hið minnsta eitt tímabil með syni sínum Bronny. Sonur hans verður í nýliðavalinu fyrir komandi tímabil og samkvæmt miðlum vestanhafs er Lakers opið fyrir því að fá Bronny í sínar raðir sem og að gefa LeBron nýjan samning þrátt fyrr að hann sé korter í fertugt. LeBron á hliðarlínunni.Nick Cammett/Getty Images Það vakti því mikla athygli þegar LeBron sást á fjórða leik Cavaliers og Celtics í úrslitakeppninni þar sem hann á mikla sögu með Cavaliers og varð til að mynda meistari með liðinu árið 2016. Celtics eru svo erkifjendur Lakers svo það er ekkert sérstaklega vel séð að vera á leik með grænum. Að því sögðu var ljóst að LeBron er kominn í frí þar sem hann var með flösku af rauðvíni undir sæti sínu. Samkvæmt ESPN var LeBron þó ekki þar með það að markmiði að ræða við Cavaliers heldur var hann þar með eiginkonu sinni, Savannah, til að fagna Mæðradeginum. Rich Paul, umboðsmaður LeBron og nokkurra leikmanna Cavaliers, hringdi í forráðamenn Lakers og lét vita að LeBron yrði á leiknum þar sem það yrði án efa fjölmiðlafár í kringum veru hans þar. LeBron James receives standing ovation from Cavaliers fans during Game 4 https://t.co/pg17ww3XpP— Sports Illustrated (@SInow) May 14, 2024 Sérfræðingar ESPN telja þó að LeBron viti nákvæmlega hvað hann er að gera og þetta sé allt gert til að setja pressu á Lakers. Eitthvað sem hann hefur gert reglulega þegar hann er ósáttur.
Körfubolti NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira