Fækka þeim tilvikum þar sem skrifa þarf tilvísanir fyrir börn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 07:54 Reglugerðin mun fækka þeim tilvikum þar sem heimilislæknar þurfa að skrifa tilvísanir fyrir börn. Getty Heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram reglugerð til að einfalda fyrirkomulag tilvísana fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Læknar hafa hótað því að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna. Samkvæmt reglugerð sem nú er í gildi ber heilsugæslulæknum að skrifa tilvísanir fyrir börn á aldrinum tveggja til átján ára, ef þau þurfa á þjónustu sérgreinalæknis að halda. Tilvísun er forsenda þess að ekki þurfi að greiða fyrir þjónustuna. Heimilislæknar segja álagið vegna tilvísanaskrifa óhemju mikið og þá sé málum oft þannig háttað að læknirinn eigi enga eiginlega aðkomu að umönnun sjúklingsins heldur sé hann aðeins að uppfylla kröfur um undirskrift á pappír. Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins virðist enn gert ráð fyrir því að heimilislæknar þurfi að skrifa tilvísun á sérfræðing en sú breyting verður á að sá sérfræðingur getur vísað á annan sérgreinalækni án þess að heimilislæknirinn þurfi að koma þar að. Þá geta sjúkrahúslæknar vísað á aðra sérfræðinga án milligöngu heimilislæknis. Bráða- og vaktþjónusta barnalækna verður einnig undanskilin tilvísunum frá heimilislækni og sömuleiðis þjónusta augnlækna og kvensjúkdómalækna. Rannsóknar- og myndgreiningarþjónusta barna verður einnig gjaldfrjáls þótt ekki liggi fyrir tilvísun frá heilsugæslulækni. „Áfram verður unnið að hagræðingu og skilvirkni í samvinnu við lækna, sem og mat lagt á þessar breytingar og þá hvort frekari breytinga sé þörf í samráði við félög lækna og stofnanir. Áformaðar breytingar hafa verið kynntar fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sjúkratryggingum Íslands og fagfélögum heimilislækna og barnalækna og eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Samkvæmt reglugerð sem nú er í gildi ber heilsugæslulæknum að skrifa tilvísanir fyrir börn á aldrinum tveggja til átján ára, ef þau þurfa á þjónustu sérgreinalæknis að halda. Tilvísun er forsenda þess að ekki þurfi að greiða fyrir þjónustuna. Heimilislæknar segja álagið vegna tilvísanaskrifa óhemju mikið og þá sé málum oft þannig háttað að læknirinn eigi enga eiginlega aðkomu að umönnun sjúklingsins heldur sé hann aðeins að uppfylla kröfur um undirskrift á pappír. Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins virðist enn gert ráð fyrir því að heimilislæknar þurfi að skrifa tilvísun á sérfræðing en sú breyting verður á að sá sérfræðingur getur vísað á annan sérgreinalækni án þess að heimilislæknirinn þurfi að koma þar að. Þá geta sjúkrahúslæknar vísað á aðra sérfræðinga án milligöngu heimilislæknis. Bráða- og vaktþjónusta barnalækna verður einnig undanskilin tilvísunum frá heimilislækni og sömuleiðis þjónusta augnlækna og kvensjúkdómalækna. Rannsóknar- og myndgreiningarþjónusta barna verður einnig gjaldfrjáls þótt ekki liggi fyrir tilvísun frá heilsugæslulækni. „Áfram verður unnið að hagræðingu og skilvirkni í samvinnu við lækna, sem og mat lagt á þessar breytingar og þá hvort frekari breytinga sé þörf í samráði við félög lækna og stofnanir. Áformaðar breytingar hafa verið kynntar fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sjúkratryggingum Íslands og fagfélögum heimilislækna og barnalækna og eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda,“ segir á vef Stjórnarráðsins.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira