Heimafæðingum fjölgar og teljast eðlilegri en áður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. maí 2024 23:02 Arney Þórarinsdóttir ræddi málið á Bylgjunni. vísir Sífellt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem kjósa að fæða börn án aðkomu heilbrigðiskerfisins. Ljósmóðir hjá Björkinni hefur orðið vör við slíka þróun og segist skilja konur sem taki ákvörðun um að haga fæðingunni á þennan hátt. Arney Þórarinsdóttir ljósmóðir hjá Björkinni ræddi þetta mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við höfum orðið varar við það síðustu tvö, þrjú árin að þetta er að aukast. Og er svolítið nýtt fyrir okkur. Við reynum að nýta þetta í okkar starfi, að læra af þessum konum af hverju þær kjósa þessa leið og hvað við getum gert til að komast til móts við þær í raun, þannig að þær vilji hafa okkur, allavega að einhverju leyti, til aðstoðar,“ segir Arney. Valdeflingarferli Ein þeirra kvenna sem kjósa að fara þessa leið er tónlistarkonan Brynhildur Karlsdóttir, sem sagði frá reynslu sinni á Rás 1 í dag, í útvarpsþættinum Þetta helst. Brynhildur ákvað að eiga annað barn sitt heima og án aðstoðar fagfólks. Hún kveðst tortryggin út í heilbrigðiskerfið eftir fæðingu fyrsta barns síns á spítala og aðhyllist það sem kallað er óstuddar fæðingar. Hún lýsti ferlinu sem miklu valdeflingarferli, en með stuðningi þess samfélags sem aðhyllist sambærilegar fæðingar. Telja margar að verið sé að „sjúkdómsvæða“ fæðingarferlið. Arney segir að heimafæðingar teljist eðlilegri en áður. „Á þessum tíma, þegar slíkar fæðingar voru að aukast, voru konur einmitt að taka svolítið fæðinguna til sín. Með því að velja að vera heima vildu þær eiga hana, nú erum við komin enn lengra. Konur velja þetta, og það er ástæða fyrir því. Við reynum að hlusta á þær og skilja og berum virðingu fyrir þeirra vali. Því þær ráða þessu sjálfar.“ Allar líkur á eðlilegri fæðingu Hún segir erfiða fyrri reynslu oft leiða til þess að konur velji að fara þessa leið síðar. „Þeim þykir jafnvel völdin af þeim tekin. Það eru teknar ákvarðanir eða gripið inn í ferlið af einhverjum ástæðum. Við reynum að grípa ekki inn í nema að nauðsyn beri til. Við reynum alltaf bara að vega og meta hvort öruggt sé áfram að vera heima. Stundum tökum við ákvarðanir þar sem við sjáum, eftir á að hyggja, „ókei við hefðum getað verið lengur heima.““ Ferlið sé þó að sjálfsögðu samtal. „Stundum þarf meiri verkjastillingu, búið er að prófa ýmislegt til að halda fæðingu áfram sem nær ekki árangri, sem dæmi.“ Langflestar fæðingar gangi hins vegar vel. „Hraust kona í eðlilegri meðgöngu, þá eru náttúrulega allar líkur á að fæðingin gangi vel. Ég hlustaði líka á þetta viðtal, mér fannst það mjög áhugavert og lærdómsríkt. Get tengt við konuna og skilið hana. Hún fylgist bara með sinni líðan og metur hvort hún þurfi aðstoð. Konur vita mikið, þær finna hvort þeim líði vel eða ekki þó það sé ýmislegt sem kona finnur ekki fyrir sjálf,“ segir Arney en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Arney Þórarinsdóttir ljósmóðir hjá Björkinni ræddi þetta mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við höfum orðið varar við það síðustu tvö, þrjú árin að þetta er að aukast. Og er svolítið nýtt fyrir okkur. Við reynum að nýta þetta í okkar starfi, að læra af þessum konum af hverju þær kjósa þessa leið og hvað við getum gert til að komast til móts við þær í raun, þannig að þær vilji hafa okkur, allavega að einhverju leyti, til aðstoðar,“ segir Arney. Valdeflingarferli Ein þeirra kvenna sem kjósa að fara þessa leið er tónlistarkonan Brynhildur Karlsdóttir, sem sagði frá reynslu sinni á Rás 1 í dag, í útvarpsþættinum Þetta helst. Brynhildur ákvað að eiga annað barn sitt heima og án aðstoðar fagfólks. Hún kveðst tortryggin út í heilbrigðiskerfið eftir fæðingu fyrsta barns síns á spítala og aðhyllist það sem kallað er óstuddar fæðingar. Hún lýsti ferlinu sem miklu valdeflingarferli, en með stuðningi þess samfélags sem aðhyllist sambærilegar fæðingar. Telja margar að verið sé að „sjúkdómsvæða“ fæðingarferlið. Arney segir að heimafæðingar teljist eðlilegri en áður. „Á þessum tíma, þegar slíkar fæðingar voru að aukast, voru konur einmitt að taka svolítið fæðinguna til sín. Með því að velja að vera heima vildu þær eiga hana, nú erum við komin enn lengra. Konur velja þetta, og það er ástæða fyrir því. Við reynum að hlusta á þær og skilja og berum virðingu fyrir þeirra vali. Því þær ráða þessu sjálfar.“ Allar líkur á eðlilegri fæðingu Hún segir erfiða fyrri reynslu oft leiða til þess að konur velji að fara þessa leið síðar. „Þeim þykir jafnvel völdin af þeim tekin. Það eru teknar ákvarðanir eða gripið inn í ferlið af einhverjum ástæðum. Við reynum að grípa ekki inn í nema að nauðsyn beri til. Við reynum alltaf bara að vega og meta hvort öruggt sé áfram að vera heima. Stundum tökum við ákvarðanir þar sem við sjáum, eftir á að hyggja, „ókei við hefðum getað verið lengur heima.““ Ferlið sé þó að sjálfsögðu samtal. „Stundum þarf meiri verkjastillingu, búið er að prófa ýmislegt til að halda fæðingu áfram sem nær ekki árangri, sem dæmi.“ Langflestar fæðingar gangi hins vegar vel. „Hraust kona í eðlilegri meðgöngu, þá eru náttúrulega allar líkur á að fæðingin gangi vel. Ég hlustaði líka á þetta viðtal, mér fannst það mjög áhugavert og lærdómsríkt. Get tengt við konuna og skilið hana. Hún fylgist bara með sinni líðan og metur hvort hún þurfi aðstoð. Konur vita mikið, þær finna hvort þeim líði vel eða ekki þó það sé ýmislegt sem kona finnur ekki fyrir sjálf,“ segir Arney en hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira