„Búinn að vera tilfinningarússibani“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. maí 2024 08:00 Jón Guðni Fjóluson Vísir/Arnar Fótboltamaðurinn Jón Guðni Fjóluson hefur sigrast á miklu mótlæti síðustu misseri og náði í gær að komast aftur á völlinn eftir langt hlé. Það var á sunnudagskvöldið í Víkinni sem Jón Guðni spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í tvö og hálft ár eftir krossbandameiðsli sem hafa leikið hann grátt. En hvernig var tilfinningin að mæta aftur á völlinn? „Það var bara frábær tilfinning og maður var búinn að bíða lengi eftir þessu. Það hefur ekki alltaf verið sjálfsagt að maður myndi snúa aftur en þetta var ógeðslega gaman maður,“ segir Jón Guðni kátur. Jón Guðni spilaði fyrri hálfleikinn í 2-0 sigri Víkings á FH í gær og komst vel frá verkefninu þrátt fyrir að leika í vinstri bakverði í fyrsta skipti í rúman áratug. Allan atvinnumannaferilinn lék hann sem miðvörður. Honum tókst að leggja upp mark fyrir Aron Elís Þrándarson undir lok hálfleiksins. Það var kærkomið eftir erfið undanfarin ár. „Þetta er búinn að vera tilfinningarússibani. Þetta er ekki skemmtilegt og enginn fótboltamaður sem vill meiðast. En þetta eru búin að vera löng og erfið meiðsli, margar aðgerðir og mikið af inngripum. Ég aldrei komist út á völl þannig séð, ekki nema bara til að jogga og aldrei verið nálægt, í sjálfu sér. Þetta er búið að reyna mikið á, en loksins er maður komin í gegnum þetta og biðin var þess virði,“ segir Jón Guðni. En hvað var erfiðast í þessu langa endurhæfingarferli? „Erfiðast var að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Það var ári eftir fyrstu aðgerð en ég hafði þá fengið sýkingu í hnéð. Það kom í ljós og læknirinn segir, þegar ég vakna eftir svæfingu, að við eigum eftir að sjást töluvert mikið aftur. Það var erfiðasti parturinn í þessu.“ Áfram gakk Jón Guðni hefur það fínt í dag og hlakkar til að fjölga mínútunum. „Ég er bara furðulega góður. Það er allt í fínu standi, ekkert vesen á neinu svo ég get ekki kvartað,“ segir Jón Guðni og bætir við: „Næstu skref er bara endurhæfing í dag og svo sjáum við hvernig staðan er á morgun. Það er bikarleikur á fimmtudaginn, við tökum þetta dag fyrir dag og sjáum hvernig staðan er. Við höldum bara áfram.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira
Það var á sunnudagskvöldið í Víkinni sem Jón Guðni spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í tvö og hálft ár eftir krossbandameiðsli sem hafa leikið hann grátt. En hvernig var tilfinningin að mæta aftur á völlinn? „Það var bara frábær tilfinning og maður var búinn að bíða lengi eftir þessu. Það hefur ekki alltaf verið sjálfsagt að maður myndi snúa aftur en þetta var ógeðslega gaman maður,“ segir Jón Guðni kátur. Jón Guðni spilaði fyrri hálfleikinn í 2-0 sigri Víkings á FH í gær og komst vel frá verkefninu þrátt fyrir að leika í vinstri bakverði í fyrsta skipti í rúman áratug. Allan atvinnumannaferilinn lék hann sem miðvörður. Honum tókst að leggja upp mark fyrir Aron Elís Þrándarson undir lok hálfleiksins. Það var kærkomið eftir erfið undanfarin ár. „Þetta er búinn að vera tilfinningarússibani. Þetta er ekki skemmtilegt og enginn fótboltamaður sem vill meiðast. En þetta eru búin að vera löng og erfið meiðsli, margar aðgerðir og mikið af inngripum. Ég aldrei komist út á völl þannig séð, ekki nema bara til að jogga og aldrei verið nálægt, í sjálfu sér. Þetta er búið að reyna mikið á, en loksins er maður komin í gegnum þetta og biðin var þess virði,“ segir Jón Guðni. En hvað var erfiðast í þessu langa endurhæfingarferli? „Erfiðast var að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Það var ári eftir fyrstu aðgerð en ég hafði þá fengið sýkingu í hnéð. Það kom í ljós og læknirinn segir, þegar ég vakna eftir svæfingu, að við eigum eftir að sjást töluvert mikið aftur. Það var erfiðasti parturinn í þessu.“ Áfram gakk Jón Guðni hefur það fínt í dag og hlakkar til að fjölga mínútunum. „Ég er bara furðulega góður. Það er allt í fínu standi, ekkert vesen á neinu svo ég get ekki kvartað,“ segir Jón Guðni og bætir við: „Næstu skref er bara endurhæfing í dag og svo sjáum við hvernig staðan er á morgun. Það er bikarleikur á fimmtudaginn, við tökum þetta dag fyrir dag og sjáum hvernig staðan er. Við höldum bara áfram.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira